Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 11

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 11
ans, sýndu minni merki um streitu og eignuðust fleiri hvolpa (4,4) en aðrar læður (3,5 hvolpa). Koma verður „einangruninni“ á rétt áður en pörunartíminn hefst, því að svo virðist sem gagnkvæm áhrif dýra á milli fyrir pörunartím- ann séu nauðsynleg til þess læður beiði á réttum tíma og nógu vel. Þetta kom skýrt fram í tilraunum Vestergaards (1984). Með því að taka upp á myndsegulband hvern- ig minkalæðurnar hegðuðu sér, sýndi hann að einangruðu læð- umar vörðu meiri tíma með hvolpunum sínum í stað þess að huga að nágrannalæðum og að einangraðar læður voru öðruvísi í háttemi en aðrar læður. Einan- graðar læður áttu nokkru fleiri hvolpa en hinar, en megin munur- inn virtist vera að hvolpar þeirra döfnuðu betur. Þetta síðasta atriði bendir til að félagsleg streita geti orðið til þess að móðirin mjólki hvolpunum ekki nóg. Hjá húsdýrum má oft sjá að allir vilja éta í einu. Að nokkuru leyti er þetta vegna þess að skepn- urnar éta þegar þeim er gefið en einnig að át annarra örvar dýrin til að éta líka. Til þess að koma í veg fýrir áflog er nauðsynlegt að sjá til þess að allar skepnur geti étið samtímis. Á loðdýrabúi á því að gefa þannig að allir hvolpar í hverjum hóp geti étið samtímis. III. Tjásldpti. („Mál“ dýxa) Tjáskipti er það að skiptast á merkjum við aðra einstaklinga. Merki er mál-eining, t.d. urr eða það að dingla skottinu. Öll skiln- ingarvit eru notuð í máli dýra og táknið eða merkið getur verið hljóð, Iíkams stelling, lyktarefni eða snerting við annan einstak- ling. Til þess að skilja mál dýra verða menn að sjá öll þessi tján- ingarform í samhengi. Ákveðið hljóð getur haft mismunandi merkingu eftir því hvaða líkams- stelling fylgir því. Það sem dýrið vill gefa til kynna með merki er nefnt tjáning. Eitt einstakt merki getur tjáð mismunandi hluti við mismunandi aðstæður. Grundvall- aratriði tjáningar dýra virðist vera að hún gefi til kynna hvað dýrið ætlar að gera við gefnar aðstæður. Til þess að skilja táknmál dýra verða menn að vita ofurlítið um hvað árásarhneigð er. ÁRÁSARHNEIGÐ. Árásir eru ríkur þáttur í hátterni dýra og er ein af aðferðum þeirra sem miða að því að halda öðrum einstaklingum í vissri fjarlægð. Þrjár aðalaðferðir dýra til að halda bili milli sín og annarra er ógnandi hátterni, (árás eða ógn- un), undirgefni, (t.d. skott á milli fóta), og flótti. Þar eð slíkt hátt- erni á sér oft stað þegar tveir einstaklingar keppa um mikilvæg gæði, (mat, svæði til að búa á eða kvendýr), gefur hvorugur þeirra eftir í fyrstu atrennu. Þetta leiðir oft til „kyrrstöðustríðs“ með ýmiss konar ógnandi merkjasendingum. Auðvelt er þá að sjá að einstak- lingar sveiflast tíðum milli árás- artilhneigingar og löngunar til að leggja á flótta. Dýrin eiga oft í baráttu við sjálf sig, hvað þau eigi að gera, og þetta getur gefið hátt- erni þeirra yfirbragð kyrrstöðu. Slík kyrrstöðuhátternismynstur hafa í aldanna rás öðlast tákn- bundið hlutverk. Dæmi um þetta hjá mörgum spendýrum er innbyrðisbarátta um hvort þau eigi að bíta andstæð- ing sinn eða ekki. Við þær aðstæð- ur hefur skepnan kjaftinn opinn og það hefur orðið að boðmerki um að dýrið muni bíta, verði á það ráðist, en að það bíti ekki ef andstæðingurinn dregur sig í hlé. Árásarmerki geta verið áleitin eða borið vott um varnarstöðu. Sá sem er meirimáttar gefur frekar áleitin árásarmerki og gefur til kynna að „ef þú ekki hypjar þig í burtu þá ræðst ég á þig“. Árásar- merki í varnarskyni gefur sá sem stendur höllum fæti í aðstöðu þar sem hann vill ekki eða getur ekki, eins og t.d. dýr sem er í búri, dregið sig í hlé. Slík boðmerki þýða að „ef þú ræðst á mig, ver ég mig“. Takið eftir muninum á þessum tveimur boðmerkjum. Áleitin merki eru oft fólgin í því að sýna sig í fullri stærð með uppréttum löppum og teygðuni hálsi, en varnarkennd merki er það m.a. að sýna varnarvopn sín, tennur og klær, o.s.frv. Varnarkennd merki eru einnig gefin í samskiptum við önnur rándýr og menn og hafi þau ekki tilætluð áhrif, reynir dýrið að flýja. Ef þetta gerist í búri eða bás misheppnast flóttinn að sjálf- sögðu. Af þesu verður dýrið ákaf- lega taugaspennt og getur þá grip- ið til örþrifaráða. Þess vegna ríður meira á að virða varnarkend boð- merki hjá dýrinu heldur en árásar- merkin. Svipbrígðamál refsins. Fyrstu þrjár vikurnar eftir got eru andlit hvolpanna alveg svipbrigða- laus. Frá þriggja vikna aldri fara að koma í ljós margs konar svip- brigði þar sem mismunandi stell- ingar eyrna, kjafts eða vara, auk höfuð- og líkamsstellinga, gefa til kynna fyrirætlanir dýrsins. Einstök svipbrigðamerki eru mjög svipuð hjá öllum hundateg- undum, en ofurlítinn mun er þó hægt að greina hjá tegundunum. Á þesu sviði er munur hjá rauðref og fjallaref lítilvægur svo að það sem hér er skráð á við um báðar tegundirnar í sömu aðstæðum. Þegar tvö dýr standa andspænis hvort öðru og hvorugt vill láta í minni pokann, ógna þau með gap- andi kjafti. Kjafturinn opnast upp á gátt og það dýrið sem er meiri- máttar sýnir tilhneigingu til að bíta hitt. Eyrun eru oft dálítið sveigð aftur. Það er varnarkennd stelling og sýnir að dýrið á í baráttu milli árásar- og varnartilhneiginga. í stuttu máli má segja að það dýrið sem meira má sín láti neðri skolt síga en hitt beini eftir skolti upp á við. Gagnstætt árásartáknum eru merki sem hafa þann tilgang að Freyr 459

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.