Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 15

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 15
nýtingin er hlutfallið á milli þess sem bitið er og sprettunnar. Orkan í fóðrinu (étnum gróðri) nýtist misjafnlega til viðhalds og afurðamyndunar. Hluti tapast í saur og kallast það sem eftir er meltanleg orka. Hluti meltan- legrar orku tapast síðan í þvagi og þarmagasi og er þá restin nefnd breytiorka. Hún skiptist síðan í hitaorku, sem myndast við gerjun og efnaskipti í skepnunni og virka orku (nettó orku) sem nýtist til viðhalds og afurðamyndunar. Mikill hluti hitaorkunnar tapast, en hluti nýtist skepnunni til við- halds líkamshita í köldu veðri. Annars fer viðhaldsorkan til efna- skipta líkamans og í hreyfingar skepnunnar til að viðhalda annarri líkamsstarfsemi. Fóðurnýting (1. mynd) er skilgreind sem hlutfall bitins gróðurs (fóðurs) og þess sem fer til afurðamyndunar. Fóðrunar- gildið er því mælikvarði á heildar- nýtingu þess gróðurs í beitilandinu sem fer til afurðamyndunar hjá beitarfénaðinum. Átgeta Fjöldamargir þættir hafa áhrif á og takmarka átgetu. Nokkrir þess- ara þátta eru sýndir á 2. mynd. Át á beit stjórnast af miklu leyti af sprettu, dreifingu og gæðum gróð- ursins. Breytileiki þessara þátta skýrir mikinn hluta mismunar í lystugleika og áti milli plöntu- tegunda og árstíða. Gæði og magn verða því oft fyrr takmarkandi, heldur en þættir sem tengjast bú- fénu, þegar um beit er að ræða. Auk þess eru þeir þættir sem tengjast búfénu yfirleitt þeir sömu við beit og innfóðrun og verða því ekki ræddir hér. Hér verður því stiklað á stóru og aðeins ræddir nokkrir þættir sem varða gæði og sprettu, enda líffræði svarðarins mjög flókin. Línulegt samband er á milli át- getu og meltanleika sömu plöntu- tegunda í einstökum tilraunum (J. Hodgson 1977, D.J. Minson 1982). Þetta samband er þó alls BÚFÉ Tegund/Kyn Aldur/Þungi Meöganga Mjólkurskeið Framleiðslumagn Ástand/Heilsa þarfir ÁT Lengd beltartíma Beitarhraði Stærð munnbita Gæði Magn EÐLISÞÆTTIR Lystulelki Efnainnihald Meltanleiki Bygging SVÖRÐUR Jarðvegir/Áburður Gróðursamsetning Þroski BEITARSTJÓRNUN Samkeppni/Beitarálag Beitarkerfi/Tími Mengun Aðgengilegheit Fóðurbætisgjöf UMHVERFI Veðurfar, Árstíð 2. mynd. Þœttir sem hafa áhrif á át beitarfjár. ekki eins einfalt og ætla mætti, því taka verður tillit til uppskeru, byggingar og meltanleika gras- anna, en allir þessir þættir breytast stöðugt t. d. eftir því sem þroski grasanna eykst. Breyting- arnar eru háðar innbyrðis og auka því áhrif hver annarra. Þetta þýðir að ýmsir þættir sem tiltölulega auðvelt er að mæla s. s. uppskera, meltanleiki, hæð og þéttleiki gróðurs, eru oft lélegir mælikvarð- ar á ágetu og gróðurnýtingu ein- ir sér. Ekki er heldur hægt að nota niðurstöður úr rannsóknum á innifóðrun eða innibeit til þessara hluta vegna þess að þær taka ekki tillit til ástands beitilandsins. Til- raunir með innibeit er aftur á móti hægt að nota við rannsóknir á einstaka næringarfræðilegum þátt- um beitarinnar. Yfirleitt er næringargildi plantna sem skepnurnar bíta meira en þess gróðurs sem í boði er (G.W. Arnold 1981, J. Hodg- son 1982a, 1986). Þetta þýðir þó ekki að skepnurnar velji plöntur eftir prótein og/eða orkuinnihaldi, heldur það að prótein og orka eru oft tengd öðrum þáttum sem skepnurnar sækjast eftir t. d. lif- andi plöntum frekar en dauðum, ungum plöntum frekar en full- Freyr 583

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.