Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 28

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 28
Ami G. Pétursson fyrrv. hlunnindaráðunautur Æðarbúskapur á Vatnsenda 1986 Síðustu daga í apríl tók ísa að leysa afvötnum. Pann 29. apríl var Fremravatn að hálfu íslaust. Pá sáust gœsir á flugi og fyrstu œðarhjónin mættu í matartrog á vatnsbakka um hádegi. Úr því fjölgaði œðarheimsóknum að Vatnsenda frá degi til dags og hélst þar til ungauppeldi hófst upp úr miðjum júní. Vorið var kalt og fremur rysjótt. Varp fór seint og fremur hægt af stað og aldrei komu sjáanlega stærri varphrotur. Flugvargur og ekki síst ræn- ingjaflokkur hrafna spillti varpi. En veðursæld um aðaldúntíma bjargaði því sem bjargað var, og var dúnnýting því allgóð. Þann 30. apríl mætti ársgömul aligrágæs af uppeldisárgangi 1985 til morgunverðar á vatnsbakka. Hún var dauf, hölt og mögur. í fylgd með henni var glæsilegur maki, sem ekki þorði að koma til morgunverðar. Gæsin var ánægð yfir að sjá mig, elti mig heim á hlað og þaðan að Suðurvatni og málaði með mér prammann. Hún sinnti í engu að- vörun makans um að halda sig í fjarlægð frá mér og fór svo fram næstu daga. En fljótlega tókst henni að temja makann, hann kom í mat og þau fóru að elta mig eins og hvolpar er ég fór af bæ, út að sjó eða út í eyjar. Fyrstu dagana varð ég að bjóða fram mat handa gæsinni hverju sinni, því að hún mundi frá sumr- inu áður að hún mátti ekki éta fóður úr matardöllum æðarung- anna. En er frá leið varð hún frek til fóðursins, sem og makinn, og flæmdi æðarfuglinn frá, svo að ég varð að taka hana aftur í endur- hæfingu. Makinn hafði sig ekki í frammi ef gæsin var ekki til stað- ar. Gæsaparið meinaði öðrum gæsum setu á Vatnsendatúni. Þrjár alikollur uppaldar á Vatnsenda verptu þar á þessu vori. 229—125 af árgangi ’82 verpti aftur í sama hreiður og 1985. Hún kom nú seint í varp og átti ekki nema þrjú egg. Fáum dögum áður en eggin áttu að ung- ast út fannst hún dauð við hreiður. Við krufningu var dánarorsök úr- skurðuð krókormasýki, en sá ormur sest m.a. að í þörmum æðarfugls og veldur vanþrifum og þróttleysi. Um varptímann taka kollur ekki fæðu til sín og getur þá fljótt dregið að endalokum. 229— 125 var mjög natin fóstra í unga- uppeldi 1984, og var því eðlilegt að hún kæmi heim að bæ að sýna ungana sína vorið 1985. Er mikil eftirsjá að hún skuli ekki lengur geta sagt til um framvindu mála. Tvær til þrjár kollur aðrar fund- ust dauðar í varplöndum á Vatns- enda vorið 1986 en voru ekki krufnar. Hinar alikollurnar tvær verptu í töppum í tjörnum í grennd við Vatnsendabæinn, en höfðu langt á milli sín. Fróðlegt var að sjá að aligeldkollurnar þyrptust hópum saman í tappirnar til þeirra í upphafi varps. 2ja ára árgangur var sem oft áður mest áberandi af dvalarfugli, þótt allir árgangar frá 1982. kæmu þar við sögu að ein- hverju leyti. Annað sem vakti undrun mína var að árgangur 1984 flaug oft af Fremravatni og suður fyrir fjárhús og hafði þar oft viðdvöl í mýrinni á leið sinni heim að bæ og til sjávar. Þá hegðun hafði ég ekki séð hjá alikollum mínum áður. En allt í einu rifjaðist upp fyrir mér að árgangur ’84 hafði haft aðsetur um hálfs mánaðar skeið, frá 16 daga aldri, í hlöðutóft við fjárhúsin og fengið að sulla og baða sig í tjörn í mýrinni. Ungarnir undu þó aldrei hag sínum í því umhverfi, eins og sagt er frá í grein um ungauppeldi á Vatnsenda 1984. Þrátt fyrir það fannst kollunum mínum sjálfsögð kurteisi að heimsækja þær uppeld- isstöðvar. Svo djúpstæð er mótun ungviðis í upphafi æviskeiðs. Ungauppeldi. Vikuna 18. til 23. júní voru teknir samtals 32 ungar og ábrotin egg í hreiðri í varplöndum og flutt heim til uppeldis að Vatnsenda. Tíðar- far var hagstætt um þær mundir, og voru ungar að jafnaði fluttir í útistíu sólarhrings gamlir. Þeir 596 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.