Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 19

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 19
Eiríkur Loftsson, Steinsholti, Gnúpvezjahreppi Skemmdir á kartöflum við upptöku Pað er mikilvœgt fyrir kartöfluframleiðendur að sem mest að vöru þeirra komist ólöskuð á borð neytanda. Meðal þeirra þátta sem áhrif hafa á þetta er meðhöndlun kartaflnanna við upptöku. Þar verða þœr iðulega fyrir miklu hnjaski, sem oft má komast hjá. Af því leiðir að mótstaða þeirra gegn sjúkdómum minnkar og geymsluþol minnkar. Skemmdir kartaflna. íslenskar kartöflur eru í nokkru frábrugðnar erlendum kartöflum við upptöku. Stuttur sprettutími og lítill þroski við upptöku veldur því að hýði þeirra er þunnt og viðkvæmt. Það eykur líka á vand- ann að upptakan fer seint fram og oft við óhentugar aðstæður. Skemmdum kartaflna af völd- um vélameðhöndlunar hefur er- lendis einkum verið skipt í fjóra flokka. 1. Svartir blettir, (black spots). Vegna högga. Dökkblá litar- breyting á hýði en engin sjáan- leg skemmd á vefnum. 2. Marblettir, (bruises). Af völd- um högga. Getur verið um lit- arbreytingu að ræða og vefja- los verður í sterkjunni. 3. Skurðir, (shatter cracks). Skurðir af völdum harkalegrar meðferðar og skarpra brúna, sem kartöflunar lenda á. 4. Sprungur, (splits). Sprungur myndast vegna högga. í tveimur seinni flokkunum er hýði kartaflnanna rofið: hérlendis hefur mest borið á þannig skemmdum. Eru því aðeins metn- ir tveir flokkar skemmda hér- lendis. 1. Skaddaðar kartöflur. Ef áverk- ar eru dýpri en 2 mm. 2. Hruflaðar kartöflur. Allar minni skemmdar. Upptökuvélar. Fyrsta tæknin sem fram kom við kartöfluupptöku var afar einföld og byggði eingöngu á því að auðvelda uppgröft kartaflnanna. Síðan hafa komið vélar sem skera upp og dreifa úr kartöfluhryggjun- um og í framhaldi af þeim afkasta- miklar, sjálfvirkari vélar sem skila kartöflunum í poka eða kassa. Ef gerður er samanburður á því að taka upp með höndum og vél- um, er mismunurinn einkum fólg- inn í tvennu. í fyrsta lagi eru Fylgst með karlöflum á fœribandi upptökuvélar. (Ljósm. Ólafur Guðmundsson). Freyr 587

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.