Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 34

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 34
Villt spendýr og fuglar Árekstrar við hagmuni mannsins. Fjölrit Náttúruvemdarráðs nr. 16,1987. Fjölrit nr. 16 Reykjavík, aprll 1987 Ráðstefna Náttúruverndarráðs 7.-8. október 1984 Villt spendýr og fuglar Arekstrar við hagsmuni mannsins í þessu 16. fjölriti Náttúruvernd- arráðs, sem kom út sl. vor, eru birt erindi sem voru flutt á ráð- stefnu sem haldin var að forgöngu Náttúruverndarráðs 7.—8. októ- ber 1984. Ráðstefnan var haldin á grundvelli ályktunar um villt spendýr og fugla sem samþykkt var á Náttúruverndarþingi 1981. í þeirri ályktun segir m.a. „að taka beri til rækilegrar meðferðar mál er varða stofna villtra spendýra og fugla, og viðleitni manna til að fækka þeim eða fjölga þar á meðal baráttu manna til að vernda teg- undir fyrir útrýmingu.“ Hér á eftir verða taldir upp efnisflokkar þeir sem fjallað er um í ritinu og nöfn þeirra sem fluttu erindi, sem birt eru í fjölritinu. Stofnstærðarstjórnun — vistfræði- legur inngangur, eftir Agnar Ing- ólfsson. Refur og minkur, Jónas Jónsson og Páll Hersteinsson. Máfar hrafn og örn, Árni G. Pét- ursson og Agnar Ingólfsson. Gæs- ir og Álftir, Arnþór Garðarsson og Sveinn Runólfsson. Hreindýr, Hálfdán Haraldsson og Skarphéð- inn Þórisson. Selir, Erlingur Hauksson og Ævar Petersen. I ritinu eru einnig birtar helstu niðurstöður umræðuhópanna og tvær ályktanir, sem samþykktar voru á ráðstefnunni. J.J.D. Geymslugjald fyrir afurðir næstu sláturtíðar. Borist hafði bréf frá Búvörudeild Sambandsins þar sem óskað var eftir ákvörðun um geymslugjald fyrir sláturafurðir á komandi hausti þannig að unnt sé að ganga til samninga við geymslueigendur. Ákveðið var að senda þessi til- mæli til Fimmmannanefndar til afgreiðslu. Aukagreiðsla fyrir slátrun fyrir sláturtíð. Borist hafði bréf frá Búvörudeild Sambandsins þar sem spurst er fyrir um hvort greitt verði auka- Iega fyrir dilkakjöt af fé sem slátr- að verði fyrir venjulega sláturtíð. Framkvæmdastjóra var falið að ræða við landbúnaðarráðherra um verðbætur á kjöt af fé sem slátrað verður fyrir hefðbundna sláturtíð. Á sl. ári var greitt álag á verðið tvær fyrstu vikur septembermán- aðar. Fullvirðisréttur til framleiðslu sauðfjárafurða í Breiðdal. Borist hafði ályktun frá aðalfundi Búnaðarfélags Breiðdæla þar sem krafist er þess að fullvirðisréttur til framleiðslu sauðfjárafurða skerðist ekki vegna riðuniður- skurðar sem hefur þar farið fram og verða mun á yfirstandandi ári. Eftirfarandi ályktun var gerð um málið: „Framkvæmdanefnd Fram- leiðsluráðs telur að þeir bændur, sem skera niður riðuveikt fé eigi tvímælalaust geymdan fullvirðis- rétt til þess tíma að þeir hafa heimild til að taka fé aftur, skv. ákvörðun sauðfjárveikivarna og samningum við nefndina. Jafn- framt leggur nefndin áherslu á við landbúnaðarráðuneytið, að það taki tillit til réttar framleiðenda, sem gerðu samninga um fækkun fjár haustið 1982 við ákvörðun fullvirðisréttar haustið 1988.“ Upplýsingar um framleiðslu búvara og framleiðslurétt. Lögð voru fram fjögur bréf frá Tölvunefnd sem voru svör við fyrirspurnum um það hvort heim- iít væri að veita upplýsingar um framleiðslu og framleiðslurétt bú- vara hjá einstökum bændum. Samkvæmt úrskurði Tölvunefndar var heimilt að senda gögn til Verðlagsstofnunar, Fasteignamats ríkisins og oddvita Vestur-Eyja- fjallahrepps en ekki til Sambands eggjaframleiðenda. Breytt greiðslufyrirkomulag á mjólk. Eftirfarandi bréf hafði borist frá Samtökum afurðastöðva í mjókur- iðnaði. „Stjórn S.A.M. ákveður að leita eftir samstarfi við Fram- leiðsluráð landbúnaðarins um greiðslufyrirkomulag fyrir mjólk m.t.t. efnainnihalds. Sérstaklega verði athugað hvort minnka eigi þátt fitu en taka upp greiðslu fyrir prótein þessari athugun og tillögugerð um breytingar, ef ástæða þykir til, verði lokið 1988“. Gunnar Guðbjartsson og Jón 602 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.