Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 17

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 17
lendi fyrir sig. Sérstaklega er þetta mikilvægt í sambandi við út- reikninga á beitarþoli úthaga út frá gróðurkortum og því aðkall- andi að hefja sem fyrst rannsóknir á þessu sviði hér á landi. Nokkrar yfirlitsgeinar hafa birst um þetta efni erlendis á undan- förnum árum (G.W. Arnold 1981, J. Hodgson 1976, 1977, 1979, 1982a, 1985, 1986) og er ráðu- nautum bent á þær til frekari upp- lýsinga. Nýting orkunnar Fóðurnýting er svipuð hvort sem fóðrið er fengið á beit eða inni. Fóðrið nýtist betur til viðhalds en vaxtar. Munurinn er þeim mun meiri sem gæði eða orkuinnihald gróðursins er minna, því nýting breytiorkunnar til vaxtar hjá búfé fellur mjög mikið eftir því sem gæði beitarinnar minnka (5. mynd). Lítill munur er á orkunýt- ingu til mjólkurmyndunar og til viðhalds ef um góða beit er að ræða en hann eykst eftir því sem beitinni hrakar. Veðurfar getur haft töluverð áhrif á orkunýtinguna (R.J. Christopherson and B.A. Young NÝTING BREYTIORKU (%) 5. mynd. Nýting breytiorku til viðhalds og vaxtar eftir orkuinnihaldi gróðursins. ÁT (kg/dag) 4. mynd. Áhrif uppskeru á át við mismunandi meltanleika. 1986). Eins og áður er getið nýtist (1. mynd) hiti sem myndast við gerjun og efnaskipti í skepnunni til að viðhalda líkamshita í köldu veðri. Einnig hefur holdar- og hára- far skepnunnar mikil áhrif. Það þarf því töluvert miklar veðurfars- sveiflur áður en þær fara að hafa áhrif á orkubúskap skepnunnar, en rok og rigning hafa hér meiri áhrif en raunverulegt hitastig um- hverfisins (NRC 1981). Þessi at- riði verða ekki rædd nánar hér enda nýlega tekið fyrir á öðrum vettvangi. (Ólafur Dýrmundsson og Jón Viðar Jónmundsson 1987). Viðhaldsþarfir Jafnframt því að orkunýting fóð- ursins breytist þegar kólnar í veðri eykst orkan sem skepnan þarf til viðhalds (NRC 1981). Það er mjög erfitt að átta sig á hversu mikil þessi aukning er, en telja verður að hún sé mjög lítil á sumarbeit hér á landi, nema ef til vill einstaka daga snemma vors og síðla hausts, þegar saman fara kuldar, rok og votviðri. En jafn- vel þótt veður séu góð eru við- haldsþarfir búfjár meiri á beit en þegar fóðrað er inni. Þessi aukning er þó mjög misjöfn eftir gerð beitilandsins. Einnig eru til- raunaniðurstöður mjög breyti- legar. Þannig er mikill munur á þörfum vegna beitar á ræktað land eða úthaga og einnig eftir því hvort um þéttan valllendisgróður á sléttlendi er að ræða eða gisinn gróður í fjalllendi. Samkvæmt breskum stöðlum (ARC 1980) er reiknað með að viðhaldsþarfir jórturdýra aukist um 2,0 Frh. á næstu síðu. 1. tafla. Lausleg áætlun um aukna viðhaldsþörf jórturdýra vegna beitar fram yfir fóðrun inni. Aukning Skilgreining O/ /o £10 Mjög góð beit á ræktuðu landi t.d. fóðurkáli í góðu veðri. Beitartími undir 6 klst/dag. 25 Sæmileg beit á ræktuðu landi eða góðum úthaga. Beitartími milli 6 og 8 klst/dag. 50 Beit á mikið bitnu ræktuðu landi eða sæmilegum úthaga á sléttlendi. Beitartimi yfir 8 klst/dag. 75 Beit á gisinn úthaga í fjalllendi eða mishæðóttu landi. Beitartími milli 10 og 12 klst/dag. £100 Mjög léleg gisin beit í fjalllendi í votu og köldu veðri t.d. hjá sauðfé skömmu eftir rúning. Freyr 585

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.