Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 21

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 21
Upplaka með Grimme upptökuvél. (Ljósm. Ólafur Guðmundsson). Skýringin á þessu er m.a. sú að þegar kartafla kemur á upptöku- bandið af skeranum, er hraði hennar a.m.k. 2,1 m/s. Verður kartaflan þá fyrir höggi sem sam- svarar 203 mm falli. Það hefur sýnt sig að slíkt fall getur valdið slæmum skemmdum á kartöflum. Sá hraðamunur sem hér hefur verið talað um og sagður er vera heppilegastur sem næst núlli, er þó ákaflega háður aðstæðum. Hefur jarðvegur þar mikil áhrif á. Á einum stað rná hraðamunurinn ekki fara yfir 0 svo skemmdir haldist innan viðunandi marka, á sama tíma og hann má fara yfir 2 m/sek á öðrum stað, án þess að nokkuð gerist. Þetta er því mjög staðbundið, og verður hver bóndi að finna réttan hraða fyrir sig. Hraðamunur milli banda, t.d. milli upptökubands og tínslu- bands, má ekki vera of mikil. Fari kartöflurnar að dansa á bandinu, þarf að jafna hraða þeirra. Hraði tínslubands er hæfilegur ef kart- öflurnar mynda nær samfellda þekju á því. Fallhæðir kartöflunnar í vélinni þurfa að vera sem minnstar og fæstar. Hægt er að minnka áhrif falls með því að hafa undirflötinn mjúkan. í töflu 2 eru sýndar skemmdir á kartöflum við fall á mismunandi undirlag. Við minnst fall ber einkum á hrufluðum kartöflum, og fjölgar þeim jafnt og þétt við aukna hæð. Sköddunin eykst lítið við minnsta fallið en mikið þegar það hækkar. Áhzif umhverfisþátta. í lokin ætla ég að nefna nokkra umhverfisþætti sem geta haft áhrif á skemmdir við upptöku. Jarðveg- ur þarf að vera nokkuð sendinn og laus í sér. Klessur, torfur og steinar í jarðveginum auka hættu á skemmdum. Of mikill raki í jarðveginum veldur því að hann klessist saman og við kartöflurnar loðir sandur og jarðvegur. Þegar í upptöku- vélina kemur hruflast þær svo af þessum sökum. Hitastig við upptöku hefur mikil áhrif á mótstöðu kart- aflnanna gegn upptökuskemmd- um. í Danmörku er ráðlagt að taka ekki upp ef hiti er undir 10°C. Hér þýðir ekki að setja slíkar reglur vegna kalds loftslags. Þó ættu menn að reyna að nota hlýrri dagana til upptöku, og fresta henni ef mjög kalt er. Eftir næturfrost ætti ekki að byrja of snemma. Talið er að kartöflurnar þoli upptökuna betur ef grasið er fallið þar eð hýði þeirra þykknar við nokkurra daga geymslu í jarðvegi eftir að sprettu er lokið. Erlendis er grasið fellt 10—15 dögum fyrir upptöku í þessu skyni. Kartöfluafbrigði eru misþolin gagnvart upptöku. Fáar athuganir eru þó til um samanburð á því á þeim afbrigðum sem ræktuð eru hérlendis. Þó virðast rauðar ís- lenskar þola upptöku betur en Gullauga. Helstu hcimildir. Kartoffel nyt. Nr. 1,15 og 36. Larson, K. Mekaniska skador i potatis- productionen. SMAK 22. McRae, D.C., 1980. Mechanical da- mage to potatos by harvesting and handling. Annals of applied Biology. Ólafur Guömundsson 1978. Notkun véla og tækja við kartöfluræktun. Handbók bænda 1978, 159—171. Ræktun kartaflna, 1985. Fræðslurit B.í. nr. 6. Vísindin efla alla dáð. Frh. af bls. 575. Vegna offramleiðslu í aðalbúgreinum beinist athyglin að því að efla nýjar búgreinar og nýta sem best þá aðstöðu og það fjármagn sem er bundið í þeim eldri. Hagnýtar rannsóknir hljóta alltaf að mótast af því hvað helst er á döfinni í atvinnuveginum á hverjum tíma. Það er því ánægjulegt, að nú er verið að endurskoða starf og skipulag Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði vinnur nú að því að endurskoða alla rannsóknastarfsemi í þágu landbúnaðarins með það fyrir augum að fjárveitingar til hennar nýtist sem best. J.J.D. Freyr 589

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.