Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1990, Blaðsíða 21

Freyr - 15.03.1990, Blaðsíða 21
Vélar& I hkHHAHRhh þjónusta hf 1. tölublaö 2. árgangur 1990 Case IH 885 XLA 85 hestöfl meö Veto FX15 moksturstækjum NýVETOFX moksturstæki Veto moksturstækin frá Thrige Agro byggja á 40 ára reynslu, eöa allt frá árinu 1950. Síöustu tvö árin hafa verið þau umsvifamestu hjá Thrige Agro í sölu á Veto moksturs- tækjum. Líklega má rekja þá miklu söluaukningu, sem orðið hefur þessi tvö ár, til hönnunar- innar á nýju FX línunni. Salan á nýju Veto FX tækjun- um hefur stóraukist allstaðar í Evrópu þar sem FX tækin hafa verið sett á markað. Markaðs- hlutdeild þeirra í Danmörku er til dæmis um 50%, en tækin eru seld þar á allar algengustu gerðir dráttarvéla. Breytingar frá eldri gerö eru miklar og má þar nefna að festingar eru nú í heilu lagi og sérstaklega langar, tilaðtryggja að dráttarvélin fái þann styrk sem nauösynlegur er til að standast álagið sem íylgir notkun mokst- urstækja. Hraðtengibúnaðurinn er almennt talinn sá hraðvirkasti í heimi og liggur hann nær dráttarvélinni og neðar, og er því yfirsýn úr dráttarvélinni miklu betri en áður. Mjög einfalt er að tengja tækin við vélina og aftengja þau, einnig er fyrirkomulag vökva- tengja miklu betra en áður var. Skóflusveifla hefur verið stóraukin, sem gerir alla vinnu léttari og þægilegri. Hægt er að velja á milli þess að tengja tækin inn á stjórnventla í dráttarvélinni eða að tengja við þau sérstakan stjórnbúnað í tveimur eða einni stöng. í tækjunum er tvöfaldur U- prófíll og fremsti endi tækjana er gegnheill til að standast betur það álag sem á honum er. Brotkraftur skóflutjakka er 38% meiri en lyftitjakka sem er til að tryggja örugga meðhönd- lun þess sem verið er að lyfta.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.