Freyr

Volume

Freyr - 15.03.1990, Page 34

Freyr - 15.03.1990, Page 34
Handbók bænda 1990 HANDBÓK BÆNDA 1990 Út er komin Handbók bænda fyrir árið 1990, sem er40. árgangur ritsins. Hlutverk Handbókar bænda er eins og áður að birta uppsláttarefni fyrir bændur. Sumt af því er óbreytt um nokkurt árabil, svo sem ráðlagðir áburðarskammtar og áburðartegundir á markaði. Sama gildir um fóðurþarfir búfjár. Annað breytist að nokkru ár frá ári, svo sem naut í Nautaskrá, hrútar á sæðingarstöðvum og stóð- hestar sem eru í notkun. Þá eru margar töflur og tölulegar upplýs- ingar sem birtar eru ár eftir ár en með endurskoðuðum texta og töl- um í hvert sinn, óbreyttum og breyttum. Þar má nefna lánareglur Stofnlánadeildar landbúnaðarins, Hagtölur landbúnaðarins og áætl- anir um kostnað við ræktun, fram- ræslu og girðingar. Þá má nefna kaflann um stjórn búnaðarmála, félög og stofnanir sem er í sífelldri endurskoðun. Bæði er kerfið í sífelldri endurnýj- un, starfsemi er lögð niður en ný starfsemi tekin upp, og á hverju ári verða margar mannabreytingar innan þess. Að þessu sinni verður m.a. sú breyting á þeim kafla að birt er símfaxnúmer stofnana land- búnaðarins eftir því sem vitað var um þau, en fjölmargar stofnanir komu sér upp slíkum búnaði á árinu 1989. Þá er ótalið það sem á að vera krydd hvers árgangs Handbókar- innar en það eru nýjar greinar. Af einstökum efnisflokkum er þar ít- arlegast fjallað um framleiðslu nautgripakjöts. Þá er fjallað um votheysgerð og tvær greinar eru um garðyrkju; um þokusvælingu í gróðurhúsum og um gúrkuaf- brigði. I kafla um hagfræði er ný grein um afköst búvéla sem ætluð er að koma að notum við áætlanagerð í búskap. Þá er ný grein eftir Benedikt Jónsson framkvæmdastjóra Líf- eyrissjóðs bænda um lánveitingar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Þar er m.a. gerð grein fyrir hinu svokall- aða Húsbréfakerfi sem sett var á laggirnar á árinu 1989. Búnaðarfélag íslands gefur út Handbók bænda, en ritstjórar eru Matthías Eggertsson og Óttar Geirsson. Búnaðarfélagið annast dreifingu bókarinnar. Handbók bænda 1990 er 444 bls. Hún kostar kr. 1.350, en kr 1.485 send gegn póstkröfu. BÁRUPLAST Framleiðum báru- og tropizulogað plast í mörgum stœrðum og gerðum, vel glcert. íslensk framleiðsla. Fyrirliggjancli á lager: plötujárn, flatjárn, rúnjárn, I- og U bitar, vinklar o.fl. J. HINRIKSSON HF. Súðarvogi 4, 104 Reykjavfk. Símar: 91 -84677, 91-84380 og 91-84559 234 Freyr 6. MARS 1990

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.