Freyr - 15.06.1990, Blaðsíða 18
Hákon Sigurgrímsson,
framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda
EB, EFTAog landbúnaðurinn III
Þjónusta og fjármagn.
1 þessari grein verður greint frá helstu atriðum semfram hafa komið varðandi viðræður
um afnám hindrana á sviði þjónustu og fjármagnsviðskipta.
Sameiginlegt þjónustusvæði.
Kannaður hefur verið áhugi aðila á
að skapa sameiginlegan evrópskan
markað um þjónustuviðskipti,
enda er hvers kyns þjónustustarf-
semi stór og vaxandi þáttur í efna-
hagslífi allra iðnþróaðra ríkja.
EFTA-ríkin hafa lýst sig reiðubúin
að hefja viðræður við EB með það
að markmiði að koma á sameigin-
legu Evrópsku efnahagssvæði fyrir
þjónustuviðskipti og fjármagns-
hreyfingar. Jafnframt hafa þau lýst
sig reiðubúin til að byggja á megin-
reglunum um gagnkvæma viður-
kenningu, samræmingu á starfs-
reglum og stöðlum og eftirlit
heimaríkis til þess að koma á
óhindruðum þjónustuviðskiptum
milli landa innan Evrópska efna-
hagssvæðisins.
Ef samningar takast á þessu
sviði myndi eitt rekstrarleyfi duga
um allt svæðið, gagnkvæm viður-
kenning mundi ríkja, nauðsynleg-
ustu starfsreglur og staðlar yrðu
samræmdir og viðeigandi eftirlit og
stjórn yrðu í höndum heimalands.
Fulltrúar EFTA-ríkjanna telja
fært að leggja reglur EB til grund-
vallar í samningaviðræðum með
þeim fyrirvara áð nánari skýringar
þurfi á ýmsum atriðum og að sér-
samninga yrði að gera um einstök
atriði, þar sem EFTA-ríkin væru
með varanlega eða tímabundna
fyrirvara.
I viðræðunum var sérstaklega
fjallað um bankastarfsemi og aðra
fjármálaþjónustu, vátryggingar,
samgöngur, fjarskiptaþjónustu,
rekstur upplýsingabrunna (gagna-
banka), rekstur á sviði útvarps,
sjónvarps og kvikmyndagerðar. Þá
var einnig fjallað um fjármagns-
flutninga og fjárfestingar yfir
landamæri innan EB og EFTA.
Hvernig snýr þetta við Island?
Gjaldeyristekjur íslendinga af
þjónustu námu árið 1988 samtals
23,6 milljörðum króna eða 27,7%
af heildargjaldeyristekjum. Þar af
námu tekjur af fargjöldum og
ferðamannaþjónustu 58,2%, tekj-
ur af varnarliðinu 21,7% og tekjur
af annarri þjónustu 20,1%.
A sama ári greiddu íslendingar
fyrir þjónustu erlendis samtals kr.
32,5 milljarða eða sem nam 34,2%
af gjaldeyrisútgjöldum. Þar af var
greitt fyrir ferðaþjónustu og far-
gjöld 57,5% en vextir af erlendum
skuldum námu 28,1% og annað
nam 14,4%.
Þjónustujöfnuðurinn var því
neikvæður fyrir íslendinga um 8,9
milljarða króna.
Við stefnumörkun okkar íslend-
inga á sviði þjónustuviðskipta við
önnur lönd verður að hafa framan-
greindar tölur í huga. Ferðaþjón-
usta skiptir verulegu máli fyrir at-
vinnulíf íslendinga og sama er að
segja um vaxtagreiðslur þjóðarinn-
ar. Aukin sala á þjónustu íslenskra
fyrirtækja í öðrum ríkjum, fjár-
magnstekjur og tekjur af fjármála-
þjónustu erlendis geta stuðlað að
jafnvægi ígjaldeyrismálum þjóðar-
innar.
Frjáls bankaviðskipti.
í reglum Evrópubandalagsins er
gert ráð fyrir heimild banka og
fjármálastofnana til þess að selja
þjónustu sína í öðrum löndum og
til þess að starfa með fastri búsetu
utan heimaríkis undir eftirliti
bankaeftirlits heimaríkisins.
Fulltrúar EFTA-ríkjanna hafa
lýst sig fúsa til viðræðna um starfs-
réttindi banka og fjármálafyrir-
tækja á grundvelli reglna banda-
lagsins, en hafa uni leið gert fyrir-
vara vegna núgildandi ákvæða um
starfsemi erlendra banka og fjár-
málastofnana.
Samkvæmt lögum um viðskipta-
banka er erlendum aðilum óheim-
ilt að eiga viðskiptabanka hér á
482 Freyr
12, JONÍ 1990