Freyr

Volume

Freyr - 15.06.1990, Page 25

Freyr - 15.06.1990, Page 25
Byggingaþjónusta Búnaðarfélags W Islands tekin til starfa Byggingastofnun landbúnaðarins hefur verið lögð niður. í kjölfar þess hefur Búnaðar- félag Islands sett áfót teiknistofu sem mun sérhæfa sig í útihúsateikningum fyrir bændur. Mikilvœgt er að samhœfa hús og tœknibúnað í landbúnaði segir Magnús Sigsteinsson forstöðumaður Byggingaþjónustu Búnaðarfélags íslands í viðtali við Frey. Þegar stjórn Stofnlánadeildar ákvað að leggja niður Bygginga- stofnun landbúnaðarins, leitaði hún eftir því við Búnaðarfélag Islands hvort félagið vildi taka við þeirri þjónustu við bændur að hanna og teikna landbúnaðarbygg- ingar. Búnaðarfélagið lýsti sig reiðu- búið til þess, og að setja upp teikni- stofu sem yrði viðbót við starf bygginga- og bútækniráðunautar félagsins. Þessa teiknistofu ætlum við að setja á fót á miðju ári sagði Magnús Sigsteinsson og hún er reyndar þegar komin í gang að nokkru leyti. Á þessari teiknistofu verða, auk mín, Sigurður Sigvaldason, verkfræðingur, sem lengi hefur starfað fyrir landbúnaðinn, fyrst hjá Landnámi ríkisins og síðan hjá Byggingastofnun landbúnaðarins. Hann kemur hingað sem fastur starfsmaður og sér um burðarþols- teikningar. Við höfum líka ráðið Eystein Traustason tækniteiknara. Þessi teiknistofa verður þar sem Búreikningastofa landbúnaðarins hefur verið til húsa, á annarri hæð Bændahallarinnar. Hvað er að segja af verkefnum fyrir landbúnaðinn núna? Þau eru í lágmarki um þessar mundir. Það hefur dregið úr bygg- ingum hjá bændum og þess vegna eru verkefni teiknistofu ekki ýkja Magnús Sigsteinsson. mikil sem stendur. Við ætlum því ekki að fara af stað með meira mannahald til að byrja með heldur en þessa þrjá sem ég taldi upp. Viltu skýra nánar frá að hvaða verkefnum teiknistofan vinnur? Við ætlum að taka að okkur alhliða teikniþjónustu fyrir bændur varð- andi landbúnaðarbyggingar, þó ekki íbúðarhús, a.m.k. ekki fyrsta kastið. En við hönnum aðalteikn- ingar af landbúnaðarbyggingum, s.n. bygginganefndateikningar og burðarþolsteikningar líka. Ég tel að með því að efla teikni- stofu fyrir bændur hjá Búnaðarfé- lagi ísiands sé verið að samhæfa leiðbeiningar til bænda enn betur heldur en áður var meðan Búnað- arbankinn rak teiknistofuna. Ég vænti þess að með þessari sam- þættingu við leiðbeiningaþjónust- una geti bændur fengið markviss- ari lausnir á landbúnaðarbygging- um í framtíðinni. Við ætlum að sjálfsögðu að fylgjast vel með öll- um nýjungum, bæði innanlands og utan, í byggingum og tæknibúnaði sem notaður er í gripahúsum. Það skiptir miklu að samhæfing sé í þessu tvennu. Þessi deild á að heita Bygginga- þjónusta Búnaðarfélags Islands. Við vinnum samkvæmt hliðstæðri gjaldskrá og verið hefur hjá Bygg- ingastofnun landbúnaðarins, þannig að bændur geta fengið hér aðalteikningar og burðarþols- teikningar af landbúnaðarteikn- ingum á mjög vægu verði. Gjald- skráin verður bráðlega birt í Érey. J.J.D. Til sölu Til sölu Maragon-sláttu- vagn, árgerð 1984, á tveimur hásingum, í góðu lagi. Einnig súgþurrkunar- blásari H-22, ásamt raf- mótor, 10 hestöfl, eins fasa. Upplýsingar í síma 93-47774. 12, JÚNl 1990 Freyr 489

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.