Freyr - 15.06.1990, Page 27
bændur kaupi nýjar fullkomnar
vélar þá spari sumir með því að
kaupa ódýrasta og ef til vill ófull-
komnasta sætið. Þetta er að mínu
mati misskilinn sparnaður. Auð-
vitað verður hver og einn að meta
hvenær er komið út í bruðl og
óhóf, en sætin þurfa að vera fj aðr-
andi, þokkalega bólstuð og þannig
að bakið fái sem bestan stuðning.
Titringurinn frá dráttarvélunum
veldur álagi á líkamann. Hann
Ieiðir upp eftir líkamanum og veld-
ur oft miklu álagi á hálsinn. Gott
sæti getur dregið úr titringnum.
Það er slæmt fyrir líkamann að
hafa stöðugan vinding í baki alltaf í
sömu átt auk titringsins frá vélinni
en það eru vinnuaðstæður bænda á
dráttarvélum.
Stutt hlé minnka álagið.
Eins og fram kom í kaflanum hér á
undan þá veldur vinna á dráttar-
vélum einhliða álagi á líkamann.
Það er talið minnka verulega álag-
ið að taka stutt hlé. Hvíldin er mest
í upphafi hlésins, þess vegna hafa
stuttu hléin betri áhrif á líkams-
starfsemina en færri og lengri hlé.
Þegar setið er langtímum saman á
dráttarvél er æskilegt að taka ör-
stutt hlé, 3-5 mínútur á hverjum
klukkutíma. í þessum stuttu hléum
er best að fara af vélinni rétta úr sér
og jafnvel liðka axlir og bak með
léttum æfingum eða leggjast upp í
loft á jörðina þar sem aðstæður
leyfa.
Góð vinkona Freys í Vesturheimi,
Stefanía Sveinbjarnardóttir fjár-
bóndi á Yeoman Farm í Ontario í
Kanada, sendi kaffistofunni eftir-
farandi pistil:
Ég má til með að senda ykkur á
kaffistofuna vísu sem mér barst
fyrir skömmu. Tildrög þess voru
að ég skrifaði grein fyrir Lögberg/
Heimskringlu um féð mitt og erfið-
leikana með mæðiveikina og visn-
una. Fyrir nokkrum dögum barst
mér svo pakki í pósti frá Birni
Jónssyni lækni í Swan River,
Manitoba. í pakkanum voru þrjár
bækur, „Göngur og réttir“ fyrsta
og annað bindi og „Forystufé" og
var Björn að gefa mér þær. En það
sem kom mér til að brosa strax og
ég sá pakkann var ferskeytla sem
Munið að fjölbreytni við vinnu
er af hinu góða. Stuttu hléin skila
góðum árangri þannig að líkaminn
endist lengur við vinnu og hættan á
álagssjúkdómum minnkar.
Björn hafði ort og skrifað utan á
pakkann. Hún er svona:
Visna fellir á og á
ekkert finnst til varnar
Ráðabestar reynast þá
rollukerlingarnar.
Þeta sýnir að þó svo íslendingar
setjist að í öðrum löndum þá tapa
þeir ekki þeirri list að kasta fram
stöku. Björn sagði mér, þegar ég
hringdi í hann til að þakka bækurn-
ar, að hann hefði engan til að tala
íslensku við að staðaldri. Samt
fann ég ekki neinn hreim á því máli
sem hann talaði.
Kaffistofan þakkar Stefaníu
kærlega fyrir bréfið.
Rollukerlingarnar ráðabestar.
BÁRUPLAST
Framleiðum bóru- og trapizulcigcið plast í
mörgum stœrðum og gerðum, vel glcert.
íslensk framleiðsla.
Fyrirliggjandi á lager: plötujárn, flatjárn,
rúnjárn, I- og U bitar, vinklar o.fl.
J. HINRIKSSON HF.
Súðarvogi 4, 104 Reykjavík.
Símar: 91-84677, 91-84380 og
91-84559
12. JÚNl 1990
Freyr 491