Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1990, Blaðsíða 39

Freyr - 15.06.1990, Blaðsíða 39
lambanna og sýnir tafla 10. hlut- fallslega frjósemi þeirra. Frjósemi Reykhólagemlinganna var umtalsvert meiri en þeirra af Hestsstofni og munar þar 19 lömb- um eftir hverja 100 gemlinga. Hugsanleg skýring á þessu er sú, að um mun meiri fósturdauða, snemma á meðgöngu vegna of mikils hitaálags, sé að ræða hjá gemlingum af hinum þéttholda Hestsstofni en gemlingum af hin- um gisvaxna Reykhólastofni. Einnig kemur til greina, að hér sé um að ræða áhrif af mismunandi áherzlum við úrval, en það ætti af skýrast á næstu árum. Alls fæddust 139 lömb undan 122 gemlingum sem báru eða 1,14 lömb á gemling. Af þeim fæddust 5 dauð, 6 dóu í fæðingu og 3 mis- fórust frá fæðingu til rúnings og eitt vantaði á heimtur. Tafla 11. sýnir fæðingarþunga lamba eftir kynj- um, burði og stofnum. Meðalfæðingarþungi allra lamba reyndist 3,37 kg. Tví- lemgingar af Hestsstofni voru fæddir 0,56 kg (21,6%) þyngri til jafnaðar en tvílemingar af Reyk- hólastofni, en fæðingarþungi ein- lembinga var að heita má hinn sami, 3,70 kg, hjá báðum stofnum. Tafla 12 sýnir vaxtahraða geml- ingslamba frá fæðingu til rúnings 30. júní. Aðeins eru tekin með heilbrigð lömb, sem gengu ein undir. Taflan sýnir að vöxtur gemlings- lamba af Heststofni var umtalsvert meiri en lamba af Reykhólastofni. Þannig munar 14,6% á vexti hrút- Iamba, 20,7% á vexti gimra og í heildina 15,5% Hestlömbum í vil. Þessi munur í lambavexti hélst þar til lömbunum var slátrað, sem ýmist var í sumarslátrun 22. ágúst eða á venjulegum sláturtíma að hausti, og verður gerð nánari grein fyrir sláturafurðum og kjötmæling- um stofnanna í annarri grein hér í Frey. Slátrað var 13 ám veturgömlum, þar af voru 12 sem fóru yfir varnar- línu sem áður er minnst á. Af þeim voru 5 af valda Heststofninum, 3 af Tafla 10. Frjósemi gemlinganna, í % og lömb eftir hvern gemling. Tví- Ein- Al- Létu Lömb/ Flokkar Tala lembdir % lemdir % geldir % % geml. Hestsstofn............ 49 14.3 65.3 18.4 2.0 0.94 Reykhólastofn...... 40 20.0 72.5 5.0 2.5 1.13 Afkv.rannsókn .... 41 2.4 90.3 7.3 0.95 Önnur.................. 9 11.1 77.8 11.1 1.00 Meðaltal ........... 139 12.2 75.5 10.8 1.5 1.00 Tafla 11. Meðalfæðingarþungi gemlingslamba, kg. Flokkar Tvílembingar Einlembingar Meðal- Tala H Tala G Tala H Tala G tal Hestsstofn 9 3.21 7 3.07 16 3.85 16 3.54 3.51 Reykhólastofn .......... 8 2.56 6 2.64 18 3.78 11 3.59 3.35 Afkvæmarannsóknir........ 2 3.10 11 3.56 26 3.29 3.36 Önnur................... 2 2.15 4 3.28 3 2.73 2.85 Meðaltal 21 2.85 13 2.87 49 3.71 56 3.39 3.37 Tafla 12. Meðalvaxtahraði gemlings lamba g á dag. Hrútar Gimbrar Bæði kyn Stofn..................... Tala g/dag Tala g/dag Tala g/dag Hestsstofn.................. 18 283 16 268 34 276 Reykhólastofn .............. 21 247 10 222 31 239 Aficvæmarannsókn............ 12 220 21 254 33 242 Önnur........................ 5 287 3 201 8 255 Meðaltal 56 256 50 249 106 253 Reykhólastofni og 4 úr dætrahóp- um. Vanhöld. Af 570 ám tveggja vetra og eldri og 140 lömbum, sem sett voru á haustið 1988, fórust 35 ær og 5 gemlingar eða alls 41 kind (5,6%). Einn hrútur fullorðinn drapst eftir fengitíma. Orsakir vanhaldanna voru: 1 vantaði á heimtur, 5 fóru afvelta, 6 fórust í skurðum, júgur- bólgu og júgurdrep 3, fóstureitrun I, sprungið leg 1, garnaeitrun 1, doði 1, slys 2, vanþrif 1 og óviss orsök 9. Af 1118 lömbum sem fæddust alls á búinu misfórust 126 eða II, 3%, sem er með mestu van- höldum, sem orðið hafa á Hesti. Orsakir vanhalda voru þessar; fædd dauð 27, dóu í fæðingu 14, misfórust á húsi, túni og í úthaga fram að rúningi 60, dauð eftir rúning og vantaði á heimtur 25. Orsakir vanhalda voru helstar: fædd veikburða, hnjask í stíum, mjólkureitrun úr júgurbólgu ám, drukknun í skurðum. Keypt fé og selt. Búið keypti 40 gimbrar og 5 lambhrúta frá Tilraunastöðinni á Reykhólum og seldi 2 lambhrúta. Sauðfé sett á vetur. Haustið 1989 voru settar á vetur 530 ær tvævetur og eldri 173 lambgimbrar, alls 703 kvendýr, 18 lambhrútar af heimastofni og 5 af Reykhólastofni, 16 hrútar full- orðnir af heimastofni, og 5 af Reykhólastofni. Fyrir áramót fórust 7 ær, 4 fundust dauðar í skurði eftir ofsaveður 30. október, 2 fundust afvelta og ein týndist í nóvember. Ritað í apríl 1990. ll.JÚNÍ 1990 Freyr 503

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.