Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 13
8.’91
FREYR 325
Aðalfundur Mjólkursamsölunnar
í Reykjavík 1991
Aðalfundur MS1991 var
haldinn 15. mars sl. Meðal þess
sem þar kom f ram var eftir-
farandi:
Afkoma MS var góð á árinu
1990 sem má aðallega rekja til
stöðugs verðlags og hagstæðrar
vaxta- og gengisþróunar samfara
þjóðarsáttinni. Sala á sérunnum
mjólkurvörum jókst um 11% frá
árinu áður og nemur söluvelta
þeirra nú tæpum 30% af heildur-
veltu mjólkurvara. Á hinn bóginn
dróst sala á hefðbundnum mjólk-
urvörum saman um 0,9% frá árinu
áður.
Síðastliðin níu ár hefur sala MS á
hefðbundnum mjólkurvörum ver-
ið svipuð, eða um 30 milljón lítrar á
ári. Á sama tíma hefur íslending-
um fjölgað um 8,6% og íbúum á
höfuðborgarsvæðinu um 15%.
Hér munar mestu um minni neyslu
á nýmjólk.
Sala á léttmjólk og undanrennu
hefur á hinn bóginn aukist hjá MS
jafnt og þétt á undanförnum árum.
Rúmum 7 millón lítrum af
léttmjólk var pakkað í fyrra eða
8,21% meira en árið 1989 og tæp-
um tveimur og hálfum milljónum
lítra af undanrennu eða 14,82%
meira en árið árið.
Á árinu 1990 var tekin upp sú
nýjung að taka mið af prótein-
innihaldi mjólkurinnar auk fitu-
innihaldsins við ákvörðun grund-
Vallarverðs mjólkur. Þessi breyting
er eðlilegt framhald af breyttum
áherslum í mataræði íslendinga en
sífellt fleiri kjósa fituminni mat.
Mjólkurfitan hefur m.ö.o. verið
„verðfelld" ef svo má að orði kom-
ast.
Niðurstöður Rannsóknarstofu
MS sýna að gæði ferskra mjólkur-
afurða hafi verið mikil í fyrra. Á
hinn bóginn leiddu mælingar í ljós
að hitastig í mjólkurkælum er of
hátt í sumum verslunum, sem get-
ur spillt mjög gæðum mjólkuraf-
urða. Þá þyrftu mjólkurkælar að
stækka þar sem úrval mjólkurvara
hefur aukist til muna undanfarin ár
og verslanir eru almennt orðnar
stærri að gólffleti en áður.
MS setti 13 nýjar tegundir
mjólkurvara á markaði í fyrra. Það
er svipað og undanfarin ár en að
jafnaði koma um 10 til 15 nýjungar
á markað á ári. Aukin eftirspurn
eftir sérunnum mjólkurvörum og
fjölbreyttara framboð gerir að
verkum að „líftími" hverrar nýj-
ungar verður sífellt styttri. Nýjung-
arnar í fyrra voru 4 tegundir af
skólajógurt, 2 tegundir af eðaljóg-
urt, smámáli og þykkmjólk og tvær
nýjar gerðir af ídýfum.
í stjórn MS sitja Magnús Sig-
urðsson, Birtingaholti, sem er
jafnframt formaður, Vífill Búason,
Ferstiklu, Sigvaldi Guðmundsson,
Kvisthaga, Snorri Þorvaldsson,
Akurey, og Guðmundur Þor-
steinsson, Skálpastöðum, en hann
kemur í stað Gunnars Guðbjarts-
sonar, sem lést nýlega.
(Fréttatilkynning frá UPL).
I