Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1991, Page 24

Freyr - 15.04.1991, Page 24
336 FREYR 8.’91 Nokkur dæmi um námskeið eru sem hér segir: Landbúnaðarstefnan í dag: Til- gangurinn er að efla grundvallar- þekkingu á ríkjandi landbúnaðar- stefnu og alþjóðlegri landbúnaðar- pólitík og lýsa þróunarmöguleika landbúnaðar á Norðurlöndum. Landbúnaðurinn og umhverfið: Umfjöllun um vatna- og vistkerfi. áhrif loftmengunar á landbúnað og hvernig bændur geta bætt um- hverfi síns eigin búskapar. Að vinna með fjölmiðlum: Til- gangurinn er að sýna fram á mikil- vægi þess fyrir landbúnaðinn að vinna með fjölmiðlum og einnig að æfa þátttakendur í þáttagerð og viðtölum. Samvinnuhugsjónin ogþróunar- möguleikar hennar: Tilgangurinn er að skapa betri heildarsýn yfir samvinnuhreyfinguna og bænda- samtökin og ræða þá framtíðar- möguleika sem fyrir hendi eru fyrir samvinnu bænda bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi. Landbúnaðurinn og þjóðfélags- þróunin: Fyrirlestrar, hópvinna og umræður um þjóðfélagsþróunina og landbúnaðinn. Einkum ætlað fólki sem tekið hefur að sér trúnað- arstörf fyrir bændasamtökin. Litli vinnustaðurinn: Yfirlit yfir það hvernig bóndinn getur gert vinnustað sinn að góðurn stað ásamt áætlanagerð, vinnustjórnun og lausn vandamála. Frantíðarsýn árið 2010: Á hvern hátt mætum við breytingum í þjóð- félaginu og landbúnaðinum og hvernig höldum við að landbúnað- urinn verði árið 2010? Á hvern hátt getum við haft áhrif á þróunina þannig að hún verði jákvæð fyrir landbúnaðinn. Námsskeið fyrir ungliða innan bændasamtakanna: Ungt fólk í landbúnaði er með virk samtök innan LRF og á hverju ári eru haldin hin ýmsu námskeið fyrir þessa hópa. Þar liggur áherslan á félagsmálin og fræðslu í framsögn, hópvinnu og leiðtogafræði, auk margs annars. Aðalbyggingin á Sánga-Saby en alls eru um 20 hús á svæðinu sem eru gestahús, starfsmannahús, heimavistir og fyrirlestrasalir. Námshópur 1989-1990 nýútskrifaður á tröppum Herragarðsins á Sánga- Saby. Greinarhöfundur erfyrir miðju í öftustu röð. fram spurningum og sýna sjálfs- gagnrýni en til þess þarf kjark sem þarf að byggja upp, en eitt hlutverk samvinnu bænda er að byggja upp sterka sjálfsímynd stéttarinnar með háleit markmið í huga. Um hvað f jalla einstök námskeið? Ráðstefnur þær sem haldnar eru á Sánga-Sáby geta verið af ýmsum toga. Þar koma allar greinar land- búnaðar við sögu svo og vinnslu- stöðvarnar. Samnorrænar ráð- stefnur eru algengar sem og al- þjóðlegar og mörg átaksverkefni eru í gangi hvað varðar landbúnað í þriðja heiminum og Austur-Evr- ópu og þó sérstaklega í Eystrasalts- ríkjunum. Sé litið á hin ýmsu námskeið má sjá að þau eru ólík að gerð en fjalla öll, hvert á sinn hátt, um landbún- að og eru fyrir bændur og fólk sem starfar innan hinna ólíku sam- banda innan landbúnaðarins.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.