Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.1991, Side 39

Freyr - 15.04.1991, Side 39
8.’91 FREYR 351 4. Hafa á síðustu 12 mánuðum unnið samtals a.m.k. 425 dag- vinnustundir í tryggingarskyldri vinnu. Hafi maður stundað samfellt vinnu fyrir og eftir að hann náði 16 ára aldri, öðlast hann rétt til bóta, ef hann hefur unnið trygg- ingarskylda vinnu a.m.k. þriðj- ung tilskilins dagvinnutíma eftir að hann varð 16 ára. 5. Sanna með vottorði vinnumiðl- unarskrifstofu að þeir hafi verið atvinnulausir. Hér er aðeins rúm til þess að rekja megin atriði þessara ákvæða. I lögunum eru ýmis nánari ákvæði um bótaréttinn og fyrirvarar í því sambandi. Einnig ákvæði um hámark bóta, bætur vegna barna o.fl. Samkvæmt lögunum um at- vinnuleysistryggingar er það skil- yrði fyrir því að fá notið atvinnu- leysisbóta að viðkomandi sé félagi í stéttarfélagi. Þetta þýðir með öðrum orðum að viðkomandi þarf að gerast félagi í verkalýðsfélagi í heimabyggð sinni eða því félagi sem næst er vettvangi. Verkalýðsfélögin opin öllum. Allir sem taka laun samkv. kjara- samningum verkalýðshreyfingar- innar eiga rétt á að vera félagar í stéttarfélögum innan hennar vé- banda. Þetta gildir því um þá sem vinna á bændabýlum og taka laun skv. kjarasamningi Stéttarsam- bandsins og VMSÍ eða öðrum hlið- stæðum samningum. Þetta gildir einnig um starfandi bændur og húsfreyjur í sveitum og aðra þá sem kunna að vinna daglauna- vinnu sem hlutastarf eða hluta úr árinu svo sem við sláturstörf, af- leysingar, sjósókn eða fiskvinnu. Með þátttöku sinni í stéttarfélagi launþega öðlast þessir aðilar rétt- indi sem slík þátttaka veitir í hlut- falli við vinnuframlag sitt á þessum vettvangi. Á þetta m.a. við um rétt til atvinnuleysibóta og rétt til bóta úr sjúkrasjóðum verkalýðshreyf- ingarinnar. Greiðsla í lífeyrissjóð. Kjarasamningurinn kveður á um að vinnuveitanda sé skylt að halda eftir af kaupi starfsfólks 16 ára og eldri iðgjaldi til lífeyrissjóðs, 4% af öllum launum, og standa skil á því ásamt mótframlagi sínu, 6% af öll- um launum, til þess lífeyrissjóðs sem næstur er vettvangi. Sé um að ræða fólk úr fjölskyldu viðkom- andi bónda, sem á lögheimili á búinu, þá til Lífeyrissjóðs bænda. Stéttarsamband bænda leggur áherslu á mikilvægi þess að bændur gæti þess að tryggja því unga fólki sem hjá þeim vinnur, jafnt sínum eigin börnum sem öðrum, þau rétt- indi sem lífeyrissjóðirnir veita. Sérhver greiðsla til lífeyrissjóðs, þótt smá sé, er ávísun á réttindi síðar í lífinu. Með samstarfi lífeyr- issjóðanna er í flestum tilfellum tryggt að þessi réttindi nýtast, enda þótt greitt sé til margra mismun- andi sjóða á starfsævinni. Ráðningarsamningar. Árlega koma upp all mörg tilvik þar sem deila verður um ráðning- arkjör milli bænda og fólks sem þeir hafa ráðið tímabundið til starfa. Til þess að koma í veg fyrir slík atvik og óþægindi sem þeim jafnan fylgja er öruggast að aðilar geri með sér skriflegan samning Aðsópsmikill loftrœningi. Frh. afbls. 356. um 82%. Kostnaður við að fækka máf með skotum er mismunandi eftir aðstæðum. Þannig kostaði það a.m.k. 317 kr. að skjóta hvern- fullorðinn máf á höfuðborgar- svæðinu en 182 kr. á Suðurnesjum. Ef hinsvegar allur kostnaður er tekinn með í reikninginn, þ.m.t. veiðar með svefnlyf, aksturskostn- aður, eftirlit, stjórnun o. fl., og verði ráðist í stórfelldar fækkunar- aðgerðir, telja höfundar að kostn- aður geti orðið u.þ.b. 396 kr/fugl. Miðað við að stofninn sé í 10% árlegri fjölgun reiknast heildar- stofn sílamáfa u.þ.b. 110.000 fugl- þar sem tekin eru fram öll helstu atriði sem ráðninguna varða. í kjarasamningi Stéttarsam- bandsins og VMSI er tekið fram að stefnt skuli að því að gerður verði ráðningarsamningur vegna allra þeirra sem ráðnir eru á sveitaheim- ili samkvæmt ákvæðum samnings- ins. Stéttarsambandið hefur látið sérprenta samningsform og geta bændur fengið það á skrifstofum búnaðarsambandanna og á skrif- stofum verkalýðsfélaga. Einnig er hægt að fá eyðublaðið hjá Ráðn- ingastofu landbúnaðarins og á skrifstofu Stéttarsambandsins. Launauppgjör. í kjarasamningnum er gert ráð fyr- ir að laun séu greidd eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði um mánaða- mót fyrir liðinn mánuð eða fyrsta virkan dag næsta mánaðar. Til þess að auðvelda frágang launauppgjörs er hér í blaðinu prentuð skrá yfir þau atriði sem taka þarf tillit til við launauppgjör. Hægt er að kaupa í bókabúðum og rifangaverslunum handhægar blokkir með launaseðlum og er eindregið mælt með að bændur verði sé úti um slík eyðublöð. Hákon Sigurgrímsson er framkvœmda- stjóri Stéttarsambands bœnda. ar, auk unga, en sé hann í jafnvægi reiknast hann tæplega 90.000. At- hyglisvert er að höfundar telja að á ári hverju þurfi að veiða yfir þriðj- ung af kynþroska sflamáfum til þess að hafa áhrif til fækkunnar. Miðað við 40% veiði yrði kostn- aður veiði á Suðvesturlandi á fyrsta ári aðgerða 6,4 milljónir kr. Höfundar leggja ekki dóm á hvort fækka skuli sflamáf í stórum stíl en benda hinsvegar á að nauðsynlegt sé að fylgja þessum rannsóknum eftir með athugunum á stofnbreyt- ingum á Suðvesturlandi og láta þær einnig ná til stærri svæða. J.J.D.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.