Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 6

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 6
842 FREYR 23.'93 r- RITSTJÓRNARGREIN Ríkisstuðningur við fslenskan landbúnað í þeirri orrahríð sem íslenskur landbún- aður hefur staðið í undanfarna mánuði hefur mikið verið fjallað um opinberan stuðning við íslenskan landbúnað. Þar hafa ýmsar upphæðir verið nefndar, oftast á bilinu 10-18 milljarðar króna í árlegan stuðning. Nýlega birtist í vikuritinu Vísbendingu grein eftir Eirík Einarsson, rekstrarhag- fræðing, um þetta efni en hann hefur unnið fyrir landbúnaðarráðuneytið síð- ustu mánuði, m.a. að því að taka saman upplýsingar um framangreindan stuðning. Hér á eftir verða rakin nokkur atriði úr þeirri grein. Efnahags- og framfarastofnun (OECD) hefur síðustu ár safnað saman upplýsing- um um framkvæmd landbúnaðarstefnu einstakra aðildarríkja sinna, m.a. til að bera saman aðgerðir stjórnvalda í ríkjun- um til stuðnings landbúnaði. Til þess að gera slíkan samanburð sem marktækastan var búin til svokölluð PSE-aðferð (Pro- ducer Subsidy Equivalent), en hún á að meta tekjuígildi þess stuðnings sem bú- vöruframleiðendur í aðildarlöndum OCED fá. PSE er reiknað fyrir kornvörur, sykur, sojabaunir, mjólk, kindakjöt, ull, nautakjöt, alifuglakjöt, svínakjöt og egg. Þessar afurðir vega hins vegar misþungt í heildar framleiðsluverðmæti búvara í ein- stökum löndum, í Japan t.d. 54% en 94% í Finnlandi. Stuðningi við landbúnað er samkvæmt PSE-aðferðinni skipt í a) markaðsstuðn- ing, b) beinar greiðslur, c) lækkun fram- leiðslukostnaðar, d) almenna þjónustu og e) fóðurleiðréttingu, sem dregst frá stuðn- ingi á þeim svæðum þar sem fóðurverð er hærra en heimsmarkaðsverð. PSE-gildi er gjarnan sýnt sem hlutfall af framleiðsluverðmæti þeirra afurða sem það tekur til. Þetta hlutfall fyrir ísland var 85% árið 1988, en er áætlað 76% fyrir árið 1992. í ár er það áætlað mest fyrir mjólk, 84%, en minnst fyrir nautakjöt, 52%. Samkvæmt PSE útreikningum er ríkis- stuðningur við íslenskan landbúnað fyrir árið 1993 áætlaður kr. 10.225 milljónir. Af honum eru kr. 5.144 milljónir markaðs- stuðningur, beinar greiðslur kr. 4.684 milljónir (að mestu leyti beingreiðslur vegna mjólkur og kindakjöts), og almenn þjónusta, kr. 848 milljónir, (m.a. Fram- leiðnisjóður 250 m. kr., Lífeyrissjóður bænda 185 m. kr., Sauðfjárveikivarnir 133 m. kr., Rala 130 m. kr., BÍ 82 m. kr. og yfirdýralæknir 60 m. kr.). PSE-hlutfall í íslenskum landbúnaði er með því hæsta sem gerist. Hins vegar er ekki gerð fóðurleiðrétting fyrir ísland, en hún lækkar t.d. PSE-hlutfallið íNoregi um 10%. Þá kemur fram að PSE-aðferðin tekur aðeins til hluta þess stuðnings sem landbúnaður í heild nýtur. Komið er fram að PSE nær einungis til 54% af fram- leiðsluverðmæti búvara í Japan. Árið 1992 nam stuðningur til bandarísks landbúnað- ar samkvæmt PSE-aðferðinni 34 milljörð- um bandaríkjadala, en heildarstuðningur var þar 91 milljarður dala það ár. Þá er þess að geta að tæknilegir og kostnaðarlegir erfiðleikar eru á því að flytja t.d. nýmjólk og aðrar ferskvörur mjólkur langar leiðir, þannig að þar hefur svokölluð markaðsvernd ekki sama gildi Frh. á bls. 850.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.