Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 21

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 21
23.’93 FREYR 857 Beðiö dóms. Mynd tekin á síðsumarssýningu á Vindheimamelum í Skagafirði sumarið 1993. Ljósm. K.H. Dómnefnd kynbótahrossa á landsmótinu 1990. Frá vinstri talið: Kristinn Hugason, hrossarœktarráðunautur, Porkell Bjarnason, hrossaræktarráðu- nautur og Víkingur Gunnarsson héraðsráðunautur. Ljósm. E.J. atriði sem drepið hefur verið á hér að framan. A íslandi er fram- kvæmd úrvalsins fyrst og fremst í höndum ræktendanna sjálfra en þó kemur leiðbeiningaþjónustan á margan hátt að þessu starfi eins og gefur að skilja. Hrossarœktin í framkvœmd Stór hluti, eða u.þ.b. 75% allra hrossaræktenda á landinu, eru nú þátttakendur í skýrsluhaldi í hrossarækt. Tölvukerfi það (for- ritasafn) sem Búnaðafélag íslands hefur komið upp til að nota við skráningu, vörslu og tilreiðslu allra gagna í hrossaræktinni ber nafnið Fengur. Á árunum frá 1990, þegar skýrsluhaldið hófst, hafa um 50.000 hross verið skráð í gagna- banka Fengs og úr hverjum ár- gangi eru skráð u.þ.b. 5.500 til 6.000 hross, flest á folaldsaldri. í gegnum skýrsluhaldið fást marg- háttaðar upplýsingar. Á hverju ári eru rúmlega 1.500 hross dæmd kynbótadómi á íslandi. Peim hefur fjölgað á allra síðustu árum, en í ljósi mikillar fjölgunar hrossa í landinu þyrfti fjöldi dæmdra hrossa að aukast enn frekar. Kynbótamat (BLUP) er reiknað út frá upplýsingum úr skýrsluhald- inu (ætterni, afkvæmi) og niður- stöðum dóma. Nú er reiknað út kynbótamat fyrir u.þ.b. 25.000 hross og út frá þeim niðurstöðum er reiknuð út kynbótaspá fyrir tug- þúsundir unghrossa. Öllum þess- um upplýsingum er miðlað til hrossaræktenda beint til hvers og eins í gegnum skýrsluhaldið en heildarupplýsingar og helstu nið- urstöður eru birtar í. ársritinu Hrossarœktinni. Leiðbeiningaþjónustan í hrossa- ræktinni á íslandi leitast við undir forystu Búnaðarfélags íslands en með heildarsamráði við alla aðila og út frá nýjustu þekkingu að út- færa jafnt og þétt kerfi það er hér hefur verið lýst. Heimildaskrá Aðalsteinsson, S., 1981: „Origin and conservation of farm animal popula- tions in Iceland", Zeitschrift fiir Tier- ziichtung und Zuchtungsbiologie, 98, 258-264. Árnason, Th., 1983: Genetic Studies on Conformation and Performance of Icelandic Toelter Horses, In- stitutionen för husdjurföradling och sjukdomsgenetik, Sveriges Lands- bruksuniversitet, Uppsala. Árnason,Th., 1992: OutlinesforGenetic Analysis on Traits in Icelandic Toelter Horses. f handriti. Búfjárræktarlög, lög nr. 84, 1989. Egill Bjarnason og Bjarni Guðmundsson, 1983: „íslenski hrossastofninn". f Sveinn Tryggvason, ritstjóri: Árbók landbúnaðarins 1983, Framleiðsluráð landbúnaðarins, Reykjavík. Guðlaugur V. Antonsson, 1993: Mat á nokkrum áhrifavöldum erfðafram- farar í íslenskri hrossarækt. Aðalverk- Frh. á bls. 867.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.