Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 32

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 32
868 FREYR 23.’93 Með IAEA til Ástralíu Elín Kjartansdóttir Sumarið 1987 lauk ég stúdentsprófi í Noregi, en þar átti ég heima í nokkur ár. Ég var orðin þreytt á námi og langaði til að skoða heiminn. Ég var orðin of gömul til að geta nýtt mér þjónustu hinna almennu skiptinemasamtaka og „au pair" - vinna höfðaði ekkert sérstaklega til mín. Svartir svanir á eyjunni Tasmaníu. Ég sá aldrei hvíta svani þarna og held að þeir se'u ekki til í Ástralíu. Mér var bent á IAEA-samtökin, sem Noregs Bondeungdomslag er með umboð fyrir. IAEA er stytt- ing á International Agricultural Exchange Association. Þetta eru samtök sem sérhæfa sig í málefn- um skiptinema innan landbúnað- ar. ísland er aðildarland, og ég sótti um sem íslendingur. Ég upp- fyllti öll skilyrði fyrir þátttöku og fékk vilyrði fyrir átta mánaða vist á býli í Victoríu í Ástaralíu. Brottför var í júlí 1988. Ég sótti um að komast á kúabú og var sú ósk uppfyllt. Ég fékk tilkynningu um að hjónin Ian og Ingrid Eddy, ásamt þremur ungum dætrum, yrðu „fjölskylda" mín næstu átta mánuði. Þau voru með 240 mjólkandi kýr, 90 kvígukálfa og 100 nautgripi. Það sem kom mér mest á óvart var að búið var ekki nema um 200 ha að stærð undir þessa gripahjörð. Þann 23. júlí 1988 lagði ég af stað í þessa ferð frá Kaupmannahöfn. Þaðan var flogið til Singapore með millilendingu í Frankfurt. I Singa- pore var átta klst. bið sem var notuð í skoðunarferð um borgina áður en haldið var áfram til Adela- ide og Melbourne. í Melbourne var hópnum smalað saman upp í rútu og farið með okkur á landbún- aðarskólann Dookie í Norður- Victoríu. Þar tók við þriggja daga undirbúningsnámskeið. Við feng- um kennslu í áströlskum lögum og reglum, fróðlega fyrirlestra um landbúnaðarmál og leiðbeiningar um til hvers væri ætlast af okkur í samskiptum við fjölskylduna. Við lærðum líka að þekkja eitr- uðustu skordýra- og slöngutegund- irnar og rétt viðbrögð við biti. Það er nóg af þvílíku þarna, enda náði ég aldrei að venjast því að búa með lófastórar kóngulær í herberginu mínu, sem áttu það til að fara í veggjaklifur og detta svo niður á koddan hjá mér þar sem ég svar vært. Enginn sem þekkir mig hefði líklega trúað því hvað ég gat verið snögg á fætur! Okkur var líka gefinn listi yfir neyðarsíma og tengiliði samtak- anna á okkar svæðum. Var þetta allt mjög vel skipulagt og skemmti- legt. Síðasta kvöldið komu svo fjölskyldur okkar til að sækja okk- ur og var þá haldin vegleg kvöld- vaka. Þegar ég kom var vetur og veður eins og á besta íslenskan sumar- dag. Ég hafði troðið gömlu góðu lopapeysunni í töskuna, enda kom hún að góðum notum fyrstu vik- urnar. Áströlum blöskraði alveg íslenska harkan þegar líða tók á vorið og ég dreif mig út í að gróður- setja trjáplöntur íklædd bikini, enda kominn 18 stiga hiti, skínandi sól og rjómalogn. Þetta var að þeirra mati brjálæði í svona kulda! Mér fannst margt mjög framandi til að byrja með. Tungumálið, vinnuaðferðir og síðast en ekki síst vinstri umferðin. Enda komu stundum upp skondin atvik þegar einhver bauð mér í ökuferð, ég þáði, stökk inn í bíl og skildi síðan ekkert í því að eigandi farartækis- ins stóð með greinilegan vand- ræðasvip fyrir utan og horfði á mig dágóða stund áður en ég áttaði mig

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.