Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 33

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 33
23.’93 FREYR 869 á að ég hafði óvart sest vitlausu meginn í bflinn og sat því undir stýri. Ég vann 40 stunda vinnuviku, og fékk ágætis vasapeninga, fæði og uppihald fyrir. Mjaltir og eilífur slagur við illgresi sem ætlaði allt að kæfa, var það helsta í mínum verkahring. Ég var með martraðir um þistla löngu eftir að ég var komin heim. En ég tók þátt í allri starfsemi á bænum og lærði heil- mikið. Pað er mikið um sjúkdóma og sníkjudýr á fé þarna, og voru lyfjagjafir á nokkra vikna fresti eitt af því sem ég hafði ekki séð áður. Ég held að ég hafi ekki virkilega kunnað að meta hreinar, íslenskar afurðir fyrr en eftir þessa reynslu. Mjaltir tóku um tvo tíma tvisvar á dag og var byrjað klukkan 5:30 á morgnana. Pað var mjólkað á gryfju með 20 vélum og sáu hund- arnir um að reka kýrnar inn. Spen- ar eru ekki þvegnir fyrir mjaltir, heldur er bara spúlað af þeim allra skítugustu með köldu vatni og sótt- hreinsandi sólarvörn úðaða á eftir mjaltir. Samt voru bæði frumu- og gerlatölur mjög lágar og júgur- bólga sjaldgæf, enda var öllum kúm hiklaust fargað sem fengu júg- urbólgu í þriðja eða fjórða skiptið. Flestar kýrnar voru af kyninu Holstein-Frisien, en fáeinar Jersey hafðar með til að hækka fitupró- sentuna í mjólkinni. Nautgripirnir voru flestir af Angus og Hereford kyni. Ástralir eru ekki heftir af kvóta og ræðst verð á landbúnaðarafurð- um eingöngu af framboði, eftir- spurn og gæðum. Mjólkurbúin eru fyrirtæki í einkaeign og eru bændur sjálfráðir hvert þeir selja afurðir sínar. Flestar tegundir eru fluttar út til Asíu og Bandaríkin kaupa kjötafurðir. Heyskapur er ekki mikill, enda yfirleitt leigður verktaki í það starf. Vélaeign bænda er því alveg í lágmarki. Hjá okkur var til nýlegur Case traktor, áburðardreifari, sláttuvél og fjórhjól með úðunar- tanki. Landbúnaður er mjög þróaður Warratah Bay. Almennir ferðamann hafa ekki uppgötvað þessa paradís, svo að íbúar Foster og nœrsveita hafa sótt mikið þangað. Petta er hluti af90 mílna stöndinni alveg syðst íÁstralíu. Vatnið er sœmilega heitt, en maður má vara sig á mannœtuhákörlum. Þessi mynd var tekin í nýju fjósi sem var byggt eftir að ég fór heim. Ég fór í heimsókn í janúar og fékk þá að skoða þetta allt. Gryfjan rúmar 52 kýr, en vélarnar eru 26 talsins. Sjálfvirkir fóðurbœtisgjafar eru fyrir framan kýrnar og eru vélarnar settar á milli afturfóta sem gerir það að verkum aðþcer násíður að sparka afsér. og tæknivæddur og mikið lagt upp úr því að fylgjast vel með öllum nýjungum. Ég lærði ótrúlega mikið á þessari dvöl og fékk mjög gott tækifæri til að kynnast landi og þjóð. Flestir Ástralir eru gestrisnir og gera sitt besta til að skemmta gestum. Ég átti rétt á fjögurra vikna launalausu fríi á þessu tíma- bili og nýtti þá tímann til ferðalaga um landið, bæði með áströlskum vinum og öðrum skiptinemum. Ég eignaðist marga góða vini og fór síðast út í janúar á þessu ári í heimsókn. Þetta var ómetanleg lífsreynsla og ég þori óhikað að mæla með dvöl af þessu tagi ef maður á annað borð hefur áhuga á

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.