Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 24

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 24
860 FREYR 23.’93 Ferð til Nýja Sjálands haustið 1992 Andrés Arnalds, gróðurverndarfulltrúi. II. hluti. Vistfrœðileg harmsaga. Nýsjálenska vistkerfið hefur víða orðið fyrir miklum skakkaföllum á aðeins einni og hálfri öld. íslendingar mœttu gjarnan kynna sér betur þá sorgarsögu til að varpa skýrara IJósi á eigin sögu gróðurhnignunar og jarðvegseyðingar. Hliðstæðurnar eru miklar. Gróður í báðum löndunum hafði þróast án beitardýra og reyndist viðkvæmur fyrir nýtingarhefð manna sem fluttu að frá ólíkum heimkynnum. Nýsjálendingar voru svo lánsamir, miðað við okkur, að geta tekið í taumana eftir tiltölulega skamman tíma, en afleiðingar rányrkjunnar og annarra mistaka í umgengni við náttúruna eru samt með ólíkindum miklar. Aðeins lítið er eftir af upp- runalegum gróðri á Nýja-Sjálandi og miklar breytingar hafa orðið á öðrum þáttum lífríkisins. Maoríar höfðu lifað í landinu um langan aldur áður en Evrópubúar námu þar land. Þeir höfðu nokkur árif á gróðurfar landsins, einkum með notkun á eldi til að brenna skóga við og við. Virðing fyrir um- hverfinu var hins vegar samofin menningu þeirra og trúarbrögð- um. Þeir lifðu sem hluti af náttúr- unni en ekki sem drottnarar henn- ar. Talið er að um tveir þriðju hlutar Nýja-Sjálands hafi verið þaktir þéttum sígrænum skógum þegar landið fór að byggjast að ráði undir miðja síðustu öld. Innflytjendurnir fluttu með sér menningu heimalands síns, en flestir komu frá Englandi til að byrja með. Þeir vildu búa sér sama umhverfi og þeir höfðu alist upp við og lifa því lífi sem þeim var tamast. Landnemarnir, og þeir sem á eftir komu, fluttu ekki að- Andrés Arnalds. eins með sér uppáhalds trén sín eða runna, heldur einnig fugla, dýr og margs konar skorkvikindi. Vist- kerfið reyndist afar viðkæmt og hinar nýju tegundir áttu auðvelt með að hasla sér völl og ryðja þeim úr vegi sem fyrir voru. Landnemarnir fluttu einnig með sér þá búskaparhætti sem þeir voru vanir og beittu þeim án tillits til þess hvort þeir hentuðu nýjum heimkynnum. Fyrst þegar landið var tekið til nytja, fyrir aðeins rúmum hundrað árum, voru skógar brenndir í stórum stíl til að gera það að beitilandi. Uppruna- lega graslendið var mjög sérstakt, sinuríkir toppar með lítinn ársvöxt, en að sjá mjög uppskeru- miklir. Þetta graslendi var einnig brennt. Fræ var flutt inn í miklu magni, aðallega frá Bretlandi, og sáð í beitilöndin. Fyrst á eftir, meðan áburðaráhrifana naut við, var landið mjög gróskumikið og bústofni var fjölgað ört. Þessi dýrð stóð stutt. Á aðeins örfáum árum eða áratugum tæmdist þessi aukaforði næringarefna sem losn- að hafði úr læðingi við brennslu skóga og sinu. Uppskeran minnk- aði. Við tók keðjuverkun ofbeitar, landhnignunar og fjárfellis. í kringum 1920 fóru bændur að hagnýta sér smára og aðrar belg- jurtir ásamt súperfosfati til að bæta landið. Það reyndist mjög vel og tímabil búsældar hófst. Belgjurt- irnar eru undirstaða sauðfjárrækt- ar í Nýja-Sjálandi og mikilvægi þeirra verður seint ofmetið. Nú óttast vísindamenn hins vegar að sums staðar sé farið að ganga svo mikið á steinefnaforða jarðvegsins að nýtt hnignunarskeið blasi við. Eyðing skóganna reyndist Nýsjálendingum dýrkeypt, rétt eins og okkur íslendingum. Undir- gróðurinn var viðkvæmur fyrir beitinni og opnur fóru að myndast í svörðinn. Gróður og jarðvegur gegna líku hlutverki og svampur, drekka í sig regnvatnið og miðla því hægt frá sér. Með dvínandi vatnsmiðlun vegna hnignunar landsins breyttist vatnsrennsli áa.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.