Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 20
856 FREYR
23.'93
Hér að framan hefur stuttlega
verið gerð grein fyrir kynbóta-
markmiðinu í íslenskri hrossarækt,
einnig hefur á sama hátt verið gerð
grein fyrir auðkenningu og skrán-
ingu hrossa. Ákvörðun um hvaða
eiginleikar skulu kynbættir með
úrvali er þriðja stig skipulegs kyn-
bótastarfs. Mjög mikilvægt er að
gera glöggan greinarmun á kyn-
bótamarkmiðinu sjálfu og eigin-
leikum sem valið er fyrir (úrvals-
mark). Úrvalsmarkið á íslenskri
hrossarækt er einmitt skýrt skil-
greint í stigunarkvarðanum, sjá
Kynbótadómar og sýningar.
Kynbótafrœðileg greining er
fjórða stig skipulegs kynbótastarfs.
Hún felst í mati á erfða- og svip-
farsbreytileika eiginleikanna, arf-
gengi þeirra og innbyrðis erfða- og
svipfarsfylgni. Miklar rannsóknir
hafa verið gerðar á erfðastuðlum
íslenskra hrossa, (Árnason, Th.,
1983; Halldór Árnason og Kristinn
Hugason.,' 1990; Árnason, Th,
1992).
Kynbótamat er fimmta stig
skipulegs kynbótastarfs. í leið-
beiningaþjónustu Búnaðarfélags
íslands í hrossarækt er BLUP-að-
ferðin notuð við að leggja mat
á kynbótagildi undaneldishrossa
eins og áður var getið um. Notað er
einstaklingslíkan (animal model)
þannig að kynbótamat er reiknað
út fyrir öll hross sem eru með í
gagnasafninu og allar ætternisupp-
lýsingar úr skýrsluhaldinu eru
lagðar til grundvallar við útreikn-
ingana. Kynbótamat er reiknað út
fyrir alla 14 mælieiginleikana í úr-
valsmarkinu, þ.e. fyrir alla þá eig-
inleika sem eru dæmdir. Auk þess
er reiknað út kynbótamat eigin-
leikans hæð á herðar, metið sem
einstakur eiginleiki, sem þýðir að
eiginleikinn hefur ekki áhrif á kyn-
bótamat aðaleinkunnar. Öryggi
kynbótamatsins hverju sinni er
reiknað út, staðalskekkjan og
skyldleikaræktarstuðullinn. Þá er
gefinn upp fjöldi dæmdra afkvæma
hjá hverju hrossi og heildarfjöldi
skráðra afkvæma á dómhæfum
aldri o.fl. Auk þess er hægt með
Dr. Þorvaldur Árnason, búfjárkyn-
bótafrœðingur, sérfrœðilegur ráð-
gjafi Búnaðarfélags íslands um kyn-
bótamat hrossa. Freysmynd.
sérstökum aðferðum að meta áhrif
ætternis, eigin dóms og afkvæma á
heildarkynbótamat hvers hross
o.fl. (Árnason, Th., 1992; Kristinn
Hugason, 1992).
Kynbótaskipulag. Skipulagning
kynbótastarfsins er iðulega skil-
greind sem sjötta stig skipulegs
kynbótastarfs, sjá 2. töflu. Gerð
kynbótaskipulags fyrir búfjárkyn
þarf að byggjast á traustum rann-
sóknum á frjósemi, ættliðabili,
kynhlutfalli og fleiru í erfðahópn-
um (búfjárkyninu) en á grunni þess
er tekin ákvörðun um ræktunarað-
ferð og að því loknu er reiknuð út
tölfræðileg hámörkun í árlegri
kynbótaframför (AGár). Þær nið-
urstöður eru svo vegnar með tilliti
til kostnaðar og tekjuþátta. Slíkar
rannsóknir hafa verið gerðar fyrir
íslenska hrossarækt, (Hugason
o.fl., 1985; Hugason o.fl., 1987;
Jón Finnur Hansson 1989; Guð-
laugur V. Antonsson, 1993).
Helstu niðurstöður, hvað frjó-
semi og stofnstuðla íslenska
hrossakynsins varðar, voru þær að
meðalfyljunarprósenta stóðhesta
reyndist vera 85,6%, og af þeim
hryssum sem haldið var, festu
82,1% fang, 81,1% köstuðu og 78
folöld voru til nytja eftir hverjar
100 hryssur. Kynhlutfall nýfæddra
folalda var á þá leið að ívið fleiri
hest- en merfolöld fæddust
(52,5%/47,5%) og reyndist mun-
urinn vera marktækur. Ættliðabil-
ið, þ.e. meðalaldur foreldra þegar
afkvæmi þeirra fæðast, var til jafn-
aðar 9,7 ár, ættliðabilið frá feðrum
til sona var 8,6 ár, frá feðrum til
dætra 8,7 ár, frá mæðrum til sona
11,4 og frá mæðrum til dætra 11,6
ár, (Hugason og fl., 1985). Þessi
rannsókn byggðist á skýrslum um
notkun stóðhesta í deildum hrossa-
ræktarsambandanna árin 1978 og
1979. Á árinu 1993 var gerð hlið-
stæð rannsókn sem byggðist þó á
mun stærra gagnasafni, en það
voru gögn úr Feng - kerfinu með
upplýsingum um folöld fædd 1990
og 1991. Niðurstöðurnar þá voru
mjög hliðstæðar og áður en þó
reyndist ættliðabilið á föðurhliðina
vera ívið styttra en fyrri niðurstöð-
ur bentu til, (Guðlaugur V. Ant-
onsson, 1993).
Helstu niðurstöður rannsóknar
á kynbótaskipulagi fyrir íslenska
hrossarækt voru þær að mests ár-
angurs í kynbótastarfinu væri að
vænta ef höfuðáherslunni væri
beint að notkun bestu einstaklings-
dæmdu stóðhestanna. Er þar átt
við þá sem hafa hæst kynbótamat
(BLUP), en það eru hestar á aldr-
inum 4ra til 10 vetra, af sterkum
ættstofnum og með góðan eigin
dóm. Til jafnaðar skyldu um 60%
af hryssunum fá við þessum hest-
um en hin 40% skyldu deilast jafnt
á milli bestu ungfolanna, þ.e. þeir
vel sköpuðu og best ættuðu og
helstu ættfeðranna í hrossarækt-
inni. Er þar átt við stóðhesta 10
vetra og eldri sem eiga orðið mörg
dæmd afkvæmi og hafa hátt kyn-
bótamat. í uppeldinu skal þess
gætt að hafa mörg hesttryppi ógelt,
en nota aðeins til undaneldis þau
allra bestu. Eftir tamningu skal
síðan velja stíft úr hjörðinni,
(Kristinn Hugason og fl., 1987).
Úrval. Það felst í hnitmiðuðu
vali gripa til undaneldis. Möguleg
kynbótaframför byggist á vel
heppnuðu úrvalskerfi í víðari
merkingu þess orðs. Við virkt
úrval þarf að samþætta öll þau