Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 19

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 19
23.’93 FREYR 855 hvað síst fótanna en þar er nú kynbóta þörf. Kostir: Fjölhæfni, rými og feg- urð gangtegundanna eru ásamt með góðum vilja og göfugri lund höfuðkostir reiðhestsins svo að hann geti kallast gæðingur. Því ber að leggja höfuðáherslu á að þessi atriði fylgist vel að í ræktuninni og verði ríkjandi í stofninum. Mat eiginleika (sköpulag og kostir) íslenskra hrossa fer fram á kynbótasýningum og frekar má um þessi atriði fræðast á sérriti því er gefið hefur verið út um sýninga- haldið í hrossaræktinni, ritinu Kynbótadómar og sýningar. íslenskur hrossabúskapur Lengi var nokkurt hjarð- mennskusnið á hrossahaldi lands- manna en á þessari öld hefur hrossabúskapurinn smám saman breyst úr hjarðbúskap í ræktunar- búskap, þó að hið fyrrnefnda þekkist enn. Reiðhrossarækt er höfuðmark- mið en kjötframleiðsla kemur til þó að ekkert sé sérstaklega lagt fram til hennar sem ræktunarsjón- armiðs. Kjötið var áður fyrr all- verðmæt afurð en á nú við vaxandi samkeppni og minnkandi vinsældir að etja þó að hér sé um gæðafæðu að ræða. Aðrar aukaafurðir sem nýta má eru blóð úr fylfullum hryssum til lyfjagerðar, húðir og jafnvel hrosshár og kaplamjólk. Ræktunarbúskapur er forsenda fyrir arðsemi í hrossabúskap eins og í öðrum greinum landbúnaðar. Almenn þátttaka í kynbótastarfinu er mikilvægasti þátturinn en auk þess þarf að koma til rétt meðferð hrossana í uppeldi sem í tamningu og þjálfun. Þar er fóðrunin og beit- in mikilvæg. Hin meginforsenda fyrir arð- semi í hrossabúskap er markaðs- setning afurðanna. Þar er bæði um að ræða sölu á reiðhrossum innan- lands og úr landi og einnig kjöt- sölu. Mest af kjötinu er selt til Japans en lítið fæst fyrir aðrar aukaafurðir en kjöt. Síðustu ár hafa um 2.000 hross verið seld úr landi árlega, þar af um helmingur hryssur og ógeltir hestar, hinn helmingurinn er geltir reiðhestar. Helstu markaðslönd eru Svíþjóð og Þýskaland með nær 70% af sölunni. Útflutningsmarkaðurinn hefur aukist fram á síðustu ár en síðan haldist svipaður. Innan- landssala er lauslega áætluð um 1.500 geltir reiðhestar á ári en auk þess þarf hross til að endurnýja undaneldishross og smala- og vinnuhesta. Að öllu athuguðu er þó ljóst að síðustu ár hefur ásetn- ingur verið of mikill og hrossin eru nú of mörg í landinu en það dregur úr hagnaði og veldur landspjöllum. Erfitt er að nefna tölur um arðsemi hrossabúskapar í heild vegna skorts á áreiðanlegum gögnum, en telja má líklegt að hrossaræktin skapi á einn eða annan hátt u.þ.b. 300 til 500 ársverk í landinu. Frœðileg undirstöðuatriði í 2. töflu eru sýnd stig skipulegs kynbótastarfs. 2. tafla. Stig skipulegs kynbótastarfs og skilgreining starfssviðs þeirra aðila sem vlnna að kynbótum. Stig: Á starfssviði: 1. Kynbótamarkmið Ræktenda Framkvæmdaaðila kynbótastarfsins Vísindamanna 2. Auðkenning og skráning Framkvæmdaaðila kynbótastarfsins 3. Val eiginleika sem valið skal fyrir Framkvæmdaaðila kynbótastarfsins (úrvalsmark eða úrvalsskilyrði) Vísindamanna 4. Kynbótafræðileg greining Vísindamanna Framkvæmdaaðila kynbótastarfsins 5. Kynbótamat Vísindamanna Framkvæmdaaðila kynbótastarfsins 6. Kynbótaskipulagning Vísindamanna Framkvæmdaaðila kynbótastarfsins 7. Úrval Ræktenda Framkvæmdaaðila kynbótastarfsins Stóðið rekið í rétt á Undirfelli í Vatnsdal (fjárréttin í baksýn). Myndin er sennilega frá 6. áratugnum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.