Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 28

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 28
864 FREYR 23.’93 Tillaga F.hrb. um sjóðsgjald til 3.2. Um virðisaukaskattsskil Stofnverndarsjóðs íslenska hesta- vegna úttiutnings. kynsins: Reglur varðandi virðisaukaskatt Kynbótahestar: Kr. I. Skattfl. Kynbótahestarsemhlotiðhafaheiðursverðlaun . 500.000 II. Skattfl. Kynbótahestar með einkunn 8,15 eða hærri, 8 vetraogyngri................................... 300.000 III. Skattfl. Kynbótahestar með eink. 8,00 til 8,14,8 vetra og yngri og kynbótahestar með I.v. og I.v. fyrir afkvæmi,9ogl0vetra............................ 110.000 IV. Skattfl. Kynbótahestar með I.v. 9 og 10 vetra og kyn- bótahestar 8 vetra og yngri með II.v........... 90.000 V. Skattfl. Kynbótahestar 9-10 vetra með II.v. og kynbóta- hestar 2ja vetra og eldri ósýndir, undan ættbókar færðum foreldrum .............................. 60.000 VI. Skattfl. Kynbótahestar yngri en 2ja vetra undan ættbók- arfærðum foreldrum..................... 15.000 VII. Skattfl. Kynbótahestar eldri en 10 vetra hafa það skatt- verð sem er 40% af áður settu skattverði Aðrir kynbótahestar.................... 5.000 Kynbótahryssur I. Skattfl. Kynbótahryssursem hlotið hafa heiðursverðlaun 80.000 II. Skattfl. Kynbótahryssur með eink. 8,20 og hærri og kynbótahryssurmeðl.v. ogl.v. fyrirafkvæmi .. 40.000 III. Skattfl. Kynbótahryssurmeðeink. 8,00til8.19..... 25.000 IV. Skattfl. Kynbótahryssurmeðeink. 7,70til 7,99.... 17.000 V. Skattfl. Kynbótahryssurmeðeink. 7,50til7,69..... 7.500 VI. Skattfl. Kynbótahryssur sem eru eldri en 10 vetra hafa það skattverð sem er 40% af áður settu skatt- verði Aðrar kynbótahryssur.................... 2.500 Kaupverð sé lægst samsvarandi því að Stofnverndarsjóðsgjald sé 20% af kaupverði. Önnur grein reglugerðarinnar nr. 162 er eftirfarandi: „Tekjur sjóðsins skulu vera ákveðin upp- hæð, allt að 20% af kaupverði tímgunarhæfra hrossa, fósturvísa og sæðis, sem flutt er úr landi. Landbúnaðarráðherra skal aug- lýsa upphæðina árlega að fengnum tillögum Félags hrossabænda og Búnaðarfélags íslands, sem byggð skal á kynbótamati samkvæmt dómum um byggingu og hæfileika, svo og ætterni viðkomandi hrossa. Þar með talið sæðisgjafa eða kyn- foreldra fósturvísa. Útflytjendur hrossa, sæðis og fósturvísa skulu standa skil á Jjessum gjöldum til Búnaðarfélags íslands eigi síðar en þremur mánuðum eftir útflutning og skulu þeir setja trýggingu sem stjórn Búnaðarféíags íslands met- ur gilda“. vegna útflutnings hrossa voru mjög í lausu lofti, Þetta skapaði óþæg- indi bæði fyrir skattstjóra víða um land svo og fyrir seljendur hrossa. Helsta vandamálið var: Hvenær sala á hrossi færi fram og hvort hver og einn seljandi þyrfti að flytja sitt hross út sjálfur á sér tollskýrslu. Útflutningur hrossa er og hefur verið háður ýmsum ákvæðum. 1. Öll hross eru flutt út sam- kvæmt tollskýrslu. 2. Hestur verður að standast dýralæknisskoðun sólarhring fyrir brottför, annars getur ekkert af sölunni orðið. Héraðsdýralæknir á útflutningssvæði verður að sjá um þá skoðun. 3. Sé um kynbótahross að ræða þarf að fá leyfi frá Búnaðarfélagi Islands, Framleiðsluráði landbún- aðarins og Landbúnaðarráðuneyt- inu. Upprunavottorð þarf og að fylgja hverju hrossi. 4. Stöðugt er krafist nákvæmari útfyllingar vottorða sem fylgja hrossunum og sífellt bætast við kröfur um leyfi og vottorð, s.s. innflutningsleyfi á mótttökuland, alþjóðlegt flutningaleyfi o.fl. A árinu voru haldnir fundir með ríkisskattstjóra og fulltrúa VSK- deildar og var unnið að vinnuregl- um, sem voru birtar 3. júní. Þær voru á þá leið að um sölumiðlun væri að ræða án virðisaukaskatts af heildarverði ef eftirfarandi skilyrð- um væri fullnægt: 1. Sala á hrossi skal fara fram í nafni eiganda á grundvelli skriflegs samnings milli eiganda og miðlara og eftir atvikum milli miðlara og kaupanda. Sanmingur aðila er bókhaldsgagn miðlara. í skrifleg- um samningi miðlara og umbjóð- anda skal kveðið á um að eigandi hafi fullan ráðstöfunarrétt og eign- arrétt á hrossi gagnvart miðlara þar til hrossið hefur verið selt kaupanda og afhent til útflutnings. 2. Miðlara er óheimilt að til- greina eða gefa til kynna á sölu- reikningi, í kaupsamningi, afsali eða öðrum söluskjölum að hann sé seljandi. Kaupandi skal fá sölu- skjal í hendur þar sem ótvírætt komi fram að kaupin séu gerð við eiganda hrossins. Tilgreina skal nöfn, heimilisföng og kennitölur miðlara, kaupanda og seljanda í söluskjölum. 3. Miðlara er óheimilt að ábyrgjast eiginleika hrossins gagn- vart kaupanda. Því verður að koma greinilega fram í söluskjöl- um, sem kaupandi fær í hendur, að miðlari beri ekki ábyrgð á því ef umsömdum skilyrðum er ekki full- nægt. 4. Þóknun miðlara (sölulaun) fyrir sölumiðlun skal ákveðin eftir almennum hætti, annað hvort sem ákveðinn hundraðshluti af sölu- verði eða umsamin föst upphæð. Til þess að heimilt sé að halda viðskiptum utan skattskyldrar veltu, skv. 1. tl. 1. mgr. 12. gr.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.