Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1993, Side 29

Freyr - 01.12.1993, Side 29
23.’93 FREYR 865 virðisaukaskattslaga, þá verður að vera hægt að sanna sölu úr landi, sbr. 20. gr. reglugerðar nr. 50/ 1993, um bókhald og tekjuskrán- ingu virðisaukaskattsskyldra aðila. Seljandi verður þannig að hafa í bókhaldi sínu eða bókhaldsgögn- um eftirfarandi skjöl: 1. Afrit eigin sölureiknings vegna hinnar útfluttu vöru. 2. Afrit útflutningsskýrslu í því formi sem ákveðið er skv. tollalög- um, áritaða af tollayfirvöldum um útflutning, svo og kvittun flutn- ingsaðila fyrir móttöku sendanda til flutnings úr landi. Þegar miðlari annast milligöngu um útflutning á hrossum frá fleiri en einum seljanda til eins kaup- anda, þá er að áliti ríkisskattstjóra ekki nauðsynlegt að miðlari fylli út sér útflutningsskýrslu fyrir hvert hross enda komi skýrt fram í fylgi- gögnum með útflutningsskýrslu hver sé seljandi og kaupandi hvers einstaks hross, verðmæti þess og að seljandi hafi í bókhaldi sínu afrit að viðkomandi fylgigögnum. Jafn- framt skulu gögn þessi varðveitt í bókhaldi miðlara. Miðlari skal greiða virðisauka- skatt af þeirri söluþóknun sem hann áskilur sér fyrir milligönguna og gefa út reikning fyrir þeirri upp- hæð til umbjóðanda síns. Miðlara ber því að innheimta virðisauka- skatt af sinni þjónustu, þ.e. þeirri þjónustu sem hann annast vegna flutnings, útvegun vottorða, frágangs útflutningsskjala o.fl. Innlendir rekstraraðilar, sem í atvinnuskyni kaupa hross hér á landi og selja til útflutnings, geta talið til innskatts þann virðisauka- skatt, sem þeir greiða vegna kaupa á hrossum. Jafnframt geta þeir talið útflutning sinn á hrossum til undanþeginnar veltu að uppfyllt- um áðurnefndum skilyrðum. 3.3. Equitanasýningln Equitanasýningin var haldin í Essen í Þýskalandi dagana 6. til 14. mars. Félag hrossabænda tók þátt í sýningunni og var með aðstöðu á bás ís-hesta og Edda-hesta og var Hallveig Fróðadóttir starfandi þar alla sýningardagana. 10. mars komu þeir Einar E. Gíslason og Halldór Gunnarsson á Equitana til að kynna sér hvernig þessi sýning er. Islandshestabásinn var mjög glæsilegur og vel heppnaður og var það mál sýnenda frá ýmsum þjóð- löndum að þetta væri glæsilegasti básinn á allri sýningunni. Eftir að Equitanasýningunni lauk hófst ferðalag fulltrúa F.hrb um Pýska- land til að hitta innflytjendur og ræktendur íslenska hestsins og kynna sér skoðanir þeirra sem og að skoða aðstöðuna hjá þeim. í stuttri samantekt um megin áherslur þessara aðila, þá lögðu íslendingarnir megináherslu á að dýralæknisvottorð yrðu aðhæfð dýralæknisvottorðum í Evrópu þannig að tryggingar myndu ná yfir hross eftir þeim vottorðum. Unnið verði að úrbótum varðandi exem á íslenskfæddum hrossum og settar verði reglur um útflutning á sæði þannig að vænta mætti að sá út- flutningur gæti hafist innan tíðar. Þjóðverjarnir lögðu áherslu á að markaðssetning íslenska hestisins í þýskalandi væri rétt að byrja. Sú framsetning íslendinga að segja ís- lenska hestinn hinn germanska hest sem Islendingar hefðu gætt í 1000 ár og væru nú að skila til baka höfðaði mjög til Þjóðverja. Kynn- ing á íslenska hestinum þyrfti að höfða til þessa ásamt því að komið yrði upp reiðskólum fyrir Islenska hestinn sem víðast í Pýskalandi og var kallað eftir umfjöllun þar um. Þjóðverjar leggja áherslu á rækt- un íslenska hestins með þeim hætti að honum verði ekki blandað sam- an við önnur hestakyn svo og að stofnræktun, eins og íslendingar hefðu áður stundað, verði viðhöfð þar sem geðslag og vilji verði fram- ræktaður. Fram kom að stóðhestaeign Pjóðverja er mun meiri en Islend- ingar gera sér e.t.v. grein fyrir eða u.þ.b. 1 stóðhestur á hverjar 3-4 hryssur. Til að hjálpa Þjóðverjum í að ná fram betri ræktun lögðu- Þjóðverjar áherslu á að gert verði mögulegt að flytja út sæði frá ís- landi úr verðmætustu stóðhestun- um sem yrði þá selt fyrir mjög hátt verð. Ennfremur lýstu þeir yfir ánægju með þá samvinnu sem tek- ist hefði á nýafstaðinni Equitana- sýningu og væntu góðrar samvinnu í framtíðinni í kynningar og mark- aðsstarfi sem væri sameiginlegt viðfangsefni framleiðenda á Is- landi og kaupenda í Þýskalandi. 3.4. Heimsleikarnir í Amsterdam í Hollandi 16. til 23. ágúst Ákveðið var að formaður og varaformaður F.hrb. færu á heims- leikana í framhaldi af kynnisferð þeirra um Þýskaland eftir Equit- ana-sýninguna. Áttu þeir fundi með ýmsum kaupendum sem lýstu skoðunum sínum um markaðsmál, sem þyrfti að vinna mun betur og markvissara að. Á heimsleikunum kom fram óánægja með kynbótadóma, sem einkum Þjóðverjar töldu að væru í ósamræmi við þá dóma sem hefðu gilt hjá þeim. Nauðsynlegt er að ná fram samræmingu á kynbótadóm- um á íslenskum hrossum í öllum löndum. Á heimsleikunum voru um 5.000 áhorfendur, þar af um 500 íslendingar. íslenska keppnissveitin náði besta árangri sem náðst hefur frá því F.E.I.F. hóf þessa keppni fyrst 1970 og síðan annað hvert ár. í fyrstu 10 skiptin voru þessi mót nefnd Evrópumót en eftir að Bandaríkin og Kanada gerðust að- ilar er mótið nefnt Heimsleikar. 3.5. Sölusamtök íslenskra hrossabœnda - Edda-hestar Aðalfundur var haldinn 26. nóv- ember 1992. í stjórn eru: Einar G. Bollason, formaður, Jóhann P. Sveinsson, varaformaður, Viðar Halldórsson, gjaldkeri, Kjartan Georgsson, ritari Reynir Aðal- steinsson, meðstjórnandi. í vara- stjórn: Guðmundur J. Viðarsson, Bergur Jónsson og Sigurður Guð- mundsson. Aðalfundur félagsins

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.