Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 23

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 23
23.'93 FREYR 859 breiðslu sauðfjársjúkdóma og út- rýmingu þeirra. Gildissvið laganna er víðara þar sem þeim er ætlað að ná til allra sjúkdóma í dýrum, bæði húsdýra, gæludýra sem og villtra dýra. Hér er um veigamikla breyt- ingu frá fyrri löggjöf að ræða sem tók aðallega mið af baráttunni við sauðfjársjúkdóma, af skiljanlegum ástæðum. í þriðju grein segir að yfirdýra- læknir sé ráðherra til ráðuneytis varðandi alla dýrasjúkdóma og framkvæmd laganna. Hér verður sú breyting á að sérstök fram- kvæmdnefnd, sauðfjársjúkdóma- nefnd, eins og kveðið var á um í 4. gr. laga nr. 23/1956 varðandi sauð- fjársjúkdóma, er lögð niður. Þess í stað hefur embætti yfirdýralæknis með höndum framkvæmd og sam- ræmingu um allar aðgerðir í bar- áttu við og útrýmingu á sjúkdómum í búfé og öðrum dýrum hér á landi, sem er til þess fallið að markvissari og betri nýting á starfskröftum við dýra- sjúkdómavarnir fáist. í kaflanum um tilkynninga- skyldu og sjúkdómsgreiningu er sú skylda lögð á alla sem hafa ástæðu til að ætla að dýr sé haldið smit- sjúkdómi að tilkynna það dýra- lækni eða lögreglu. Jafnframt er kveðið á um mismunandi úrræði sem dýralækni ber að beita eftir því hve hættulegir sjúkdómarnir eru taldir vera. í þeim tilvikum sem dýrasjúkdómarnir eru hættulegir mönnum og dýrum og með geta með útbreiðslu sinni valdið eða eru líklegir til að valda stórfelldu tjóni, ber dýralækni tafarlaust skylda til að tilkynna yfirdýralækni um þá og jafnframt að grípa strax til varúð- arráðstafana til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins eða til útrýmingar hans. Það er nýmæli að nú ber öllum dýralæknum að fylgja fyrirmælum yfirdýralæknis um skráningu sjúkdóma en einungis héraðsdýra- læknum bar þessi skylda sam- kvæmt eldri lögum og jafnframt skulu þeir gera allar þær ráðstafan- ir til varnar og upprætingu Riðuveik kind. sjúkdóma sem tilgreindir eru í reglugerðum og auglýsingum þar um. Þessi skylda tekur nú ekki aðeins til héraðsdýralækna, eins og bent er á hér að framan, heldur tekur hún einnig til sjálfstætt starf- andi dýralækna, en nauðsynlegt er að allir sem að dýralækningum koma séu á verði vegna síaukinnar hættu á að smitsjúkdómar berist til landsins vegna bættra og hraðari samgangna og mögulegs innflutn- ings á sláturafurðum í framtíðinni. Elgendum dýra er skylt að hlndra útbrelðslu dýra- sjúkdóma. í grein laganna um varnarað- gerðir er að finna yfirgripsmikla upptalningu á ráðstöfunum sem ráðherra getur kveðið á um í því skyni að hindra útbreiðslu dýra- sjúkdóma og til að afstýra hættu og tjóni af völdum útbreiðslu þeirra. Þá er nýmæli að varnaraðgerðir geta einnig tekið til eiganda eða umráðaaðila dýra en slíkt getur verið mikilvægt hvað snertir fjöl- marga smitsjúkdóma. Ein mikilvægustu atriði þessara laga er að finna í kaflanum um fyrirbyggjandi aðgerðir en að efni til er hann svipaður 2. og 3. grein laganna nr. 11/1928 um varnir gegn því að gin- og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúkdómar berist til lands- ins. Skv. nýju lögunum er þeim vörutegundum fjölgað sem óheim- ilt er að flytja til landsins og við bætast eftirtaldir vöruflokkar; gróðurmold blönduð alidýraá- burði, kjötmjöl, beinamjöl, fóður- vörur unnar úr afurðum eða úr- gangi spendýra eða fugla, blóð og blóðvatn, notaður reiðfatnaður, notuð reiðtygi og annað sem notað hefur verið við geymslu eða flutn- ing á dýrum og dýraafurðum. Einnig er landbúnaðarráðherra heimilt að banna með auglýsingu innflutning á öðrum vörum sem hætta telst á að smitefni geti borist með. Eigendum búfjár, sem fargað er skv fyrirmælum landbúnaðarráð- herra, eiga rétt á bótum úr ríkis- sjóði. Aðalreglan er sú að bótum ríkissjóðs er ætlað að svara til verð- gildis afurða og rekstrartaps sem sannanlega leiðir af eyðingu búfjárins. Jafnframt segir að nýt- anlegar afurðir við niðurskurð komi til frádráttar heildarbótum eiganda. Það er nýmæli í þessum lögum að skýrt er kveðið á um skyldu eigenda eða umráðamanna til að veita yfirdýralækni, héraðsdýra- læknum og fulltrúum þeirra að- gang að húsnæði, búum og fyrir- tækjum þar sem dýr eða afurðir þeirra eru og veita þeim allar upp- lýsingar sem nauðsynlegar eru vegna eftirlits og rannsókna. Það er ljóst að eftirlits- og rannsóknar- aðilurn er nauðsyn á að hafa greið- an aðgang að öllum þeim stöðum þar sem dýr og afurðir þeirra eru en oft er brýnt að fá án tafar allar upplýsingar sem skipt geta máli í tengslum við eftirlit og rannsóknir hættulegra sjúkdóma. Greininni er ætlað að ná yfir slík tilfelli en í fyrri lögum skorti að slík heimild væri fyrir hendi. Gert er ráð fyrir landbúnaðar- ráðherra skipi þriggja manna dýra- sjúkdómanefnd sem skal vera ráð- gefandi um aðgerðir til útrýmingar dýrasjúkdómum og hvers konar Frh. á bls. 875.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.