Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 39

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 39
23.’93 FREYR 875 heldur einnig ivermectinum. Lyf þessi virka á taugakerfi sníkjudýra og lama þau svo þau drepast. Öll þau ormalyf sem nú eru skráð hér á landi til nota gegn ormum á sauðfé eru ekki hættuleg, og eru bæði fjölvirk og mikilvirk, gefin í réttum skömmtum. Til þess að girða fyrir að fram komi ónæmir ormastofnar, hefur verið ráðlagt að gefa ekki sama ormalyfið mörg ár í röð heldur skipta árlega um lyf. Þegar gefa á mörgu fé ormalyf, er nauðsynlegt að hafa samhentan mannskap svo að verkið gangi greiðlega og fari vel úr hendi og gæta þess að hver kind fái sinn afmælda skammt. Umfram allt þarf að lesa vel þær leiðbeiningar sem lyfjunum fylgja áður en verkið er hafið og fylgja þeim eins vel og kostur er. Alltaf skyldi gefa lyfin inn með varúð. Stöðugt er unnið að því víða um lönd að finna ný og virkari lyf gegn ormum og ný lyfjaform sem eru handhægari í notkun. Sífellt er ver- ið að auka við þekkingu okkar á lífsskilyrðum ormategunda og með hvaða hætti vænlegast sé að draga úr skaðsemi þeirra. Ymsir binda vonir við að takast megi að beita ónæmisaðferðum í baráttunni við ormaveikina. Reynslan hér á landi hefur sýnt að það sem jafnan skiptir mestu máli til að verja féð ormaveikinni er góð meðferð fjárins, alhliða og nægilegt vetrarfóður og frjálsræði í högum. Ef hinsvegar ber útaf um með- ferð fjárins, svo grunur leiki á að ormaveiki sé að búa um sig í hjörð- inni, er nauðsynlegt að grípa til lyfjagjafa og láta það ekki dragast. Það á enn við sem Niels Dungal orðaði svo fyrir meira en hálfri öld: „Það er betra að losa féð við ormana heldur en hafa heilan her- skara af ormum á fóðrum með fénu“. Heimildir: Guömundur Gíslason: Freyr 1966, 62, 89-92. Guðmundur Gíslason: Læknablaðið 1968, 54, 19-32. Jón H. Þorbergsson: Um hirðingu sauð- fjár, Rvík. 1912. Magnús Einarsson: Freyr 1918, 15, 68. Niels Dungal: Búnaðarrit, 1936, 51, 23- 44. Páll Stefánsson: Fjármaðurinn, Rvík 1913. Sigurður Richter o.fl: Freyr, 1981, 77, 547-551. Stefán Sigfússon: Búnaðarrit 1893, 7, 123-168. Merck Veterinary Manual, 7. útg. 1991, 1481-1497. Sérlyfjaskrá, 1993, Rvík 1993. Sykes A.R. McFarlane R. G. og Familton A.S. í: Progress in Sheep and Goat Research 1992,179-191, ritstjóri, Speedy A.W. Ný lög um dýrasjúkdóma. Frh. afbls. 859. varnaraðgerðir og hafa eftirlit með starfrækslu og viðhaldi varnarlína. Búnaðarfélag íslands og Stéttar- samband bænda skipa sinn mann- inn hvor en yfirdýralæknir er for- maður nefndarinnar. Þetta er í samræmi við það markmið laganna að samræma og færa á eina hendi stjórn sjúkdómamála dýra í land- inu. I þeim tilvikum að upp komi alvarlegur smitsjúkdómur í dýrum á afmörkuðum svæðum er land- búnaðarráðherra heimilt að skipa þriggja manna svæðisnefnd sem verði yfirdýralækni til aðstoðar við framkvæmd hvers konar varnarað- gerða og við útrýmingu sjúkdómsins. Þær aðstæður geta skapast að yfirdýralækni sé nauð- syn á að hafa sér til aðstoðar tíma- bundið hóp manna sem eru stað- kunnugir og geta verið til aðstoðar við framkvæmdir sem nauðsynleg- ar eru til útrýmingar smitsjúk- dómi. Lög nr 25/1993 um dýrasjúk- dóma og varnir gegn þeim fela í sér breytingu á stjórn dýrasjúkdóma- varna. Skipan þessara mála er nú færð til embættis yfirdýralæknis og er til þess fallin að hafa í för með sér markvissari og betri samhæf- Stéttarsamband bænda og Framleiðsluráð landbúnaðarins hafa gert samning við Lögmanna- stofuna að Höfðabakka 9 í Reykja- vík um að hún veiti stofnununum og einstökum bændum, sem eftir þvíleita, lögfræðiaðstoð. Aðilar að lögmannsstofunni eru hæstaréttarlögmennirnir Vilhjálm- ur Árnason, Eiríkur Tómasson, Ólafur Axelsson, Brynjólfur Kjartansson og Hreinn Loftsson. ingu á starfskröftum við sjúkdóma- varnir en áður fyrr. Auk þess eyk- ur það hagkvæmni og betri nýtingu á framlagi ríkissjóðs til þessa mála- flokks án þess að i nokkru sé slak- að á kröfum um heilbrigðiseftirlit og forvarnarstarf í baráttunni við dýrasjúkdóma. Samkvæmt samningnum geta einstakir bændur leitað til lög- mannsstofunnar um munnlega ráðgjöf án endurgjalds, en þóknun fyrir rekstur dómsmála og aðra lögfræðiráðgjöf, t.d. í formi samn- ingagerðar eða skriflegra álits- gerða, verður hins vegar að greiða samkvæmt reikningi hverju sinni. Sími lögmannsstofnunnar er 91- 681211 og bréfsími 91-671270. Lögfrœðiaðstoð fyrir bœndur

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.