Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 27

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 27
23.’93 FREYR 863 Skýrsla Félags hrossabœnda 13. nóv. 1992 til 11. nóv. 1993 1. hluti I. Félagsstarfið Stjórnarfundir voru fimm: 4.12., 17.02., 13.05., 3.09., 10.11. og einnig var símafundur 22.01. Markaðsnefndarfundur var haldinn 13.02., en einnig var haldinn sérstakur fundur með útflytjendum þennan sama dag. Félagsmenn fengu sent félagsbréf í apríl og stutt bréf í júní og október. Stjórnarfundargerðir fengu allir stjórnarmenn deilda sendar, mark- aðsnefndarmenn og stjórnarmenn sem og samstarfsaðilar, sem óskað hafa. Níu starfandi deildir félagsins, í A-Skaftafellssýslu, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Árnes- sýslu, á Vesturlandi, í Vestur- Húnavatnssýslu, Austur-Húna- vatnssýslu, Skagafirði, Eyjafjarð- ar- og Þingeyjarsýslum og Múla- sýslum, sáu um hagsmunamál sinna svæða, s.s. sölusýningar á reiðhrossum, sýningar í Reiðhöll- inni, öflun sláturhrossa á Japans- markað og í sumum tilfellum flutn- ing þeirra um langan veg í sláturhús o.fl. II. Störf starfsmanna F.HRB. Hallveig Fróðadóttir vinnur í heilu starfi á vegum F.hrb. við leiðbeiningarstarf um útflutnings- verslunina og sér um kynningar- starf erlendis í samráði við for- mann markaðsnefndar. Hún geng- ur frá upprunavottorðum, sbr. samkomulag B.í. og F.hrb. frá 27.11.1990 og innheimtir lögbund- in sjóðagjöld af útflutningnum og skilar til réttra aðila. Gjöld þessi voru á síðasta verðlagsári: Til Stofnverndarsjóðs kr. 3.874.700 (árið áður: 7.286.231), til Fram- leiðsluráðs kr. 299.730 (376.101) og til Búnaðarmálasjóðs kr. 1.920.577 (2.475.393). Þá var einnig greitt til B.í. kr. 294.203 (285.420) en það gjald er 5 DM (213,50 kr.) að lokinni innheimtu. Framleiðsluráðsgjald er 0.25% af heildsöluverði hestsins og Bún- aðarmálasjóðsgjald er 2,025% (0,2% til Stofnlánadeildar, 0,075 til B.Í., 0,5% til búnaðarsam- banda, 0,25% til Stéttarsambands bænda og 1% til Félags hrossa- bænda). Þá aðstoðar Hallveig einnig formann markaðsnefndar, stjórnarmenn og aðra félagsmenn eins og við verður komið við fé- lagsstörf, s.s. ritun fundargerða og minnispunkta af hinum ýmsu fund- um, gengur frá sýningarskrám og aðstoðar við auglýsingagerð. Gunnar Bjarnason er í örlitlu hlutastarfi sem lýtur að kynningar- starfi varðandi útflutning reið- hrossa. III. Relðhrossaverslunln. Á síðasta verðlagsári 1992/1993 voru flutt út alls 2168 hross (91/92: 1959), þar af voru 70 ógeltir hestar (91/92: 35), 1088 hryssur (91/92: 914) og 1010 geldingar (91/92: 975). Aukningin nemur 209 hross- um milli verðlagsára. Stærstu útflytjendur á verðlags- árinu eru Gunnar Arnarson: 504 hross, Hinrik Bragason: 498 hross, S.Í.H. - Edda-hestar: 193 hross Jón Friðriksson, Vatnsleysu: 169 hross og Ásgeir S. Herbertsson: 109 hross. Útflutningur reiðhrossa árið 1992 var: 2004 (1991: 1834) hross, þar af voru 43 (47) ógeltir hestar, 918 (812) hryssur og 1043 (975) geldingar. Skipting eftir löndum var eftirfarandi: Þýskaland: 982 (798), Svíþjóð: 574 (504), Noreg- ur: 112 (204), Danmörk: 149 (105), Holland: 39 (66), Austur- ríki: 26 (44), Finnland: 20 (43), England: 22 (22), Sviss: 4 (19), Færeyjar: 10 (13), Bandaríkin og Kanada: 58 (9), Frakkland: 4 (9) og Ítalía 4 (ekkert hross var flutt til Ítalíu 1991 en 1 hross fór til Lux- emborgar). Útflutningur fram til 1. nóvem- ber 1993 er sem hér segir: Alls hafa farið 2098 hross, þar af voru 60 ógeltir hestar, 1007 hryssur og 1031 geldingar. Skipting eftir lönd- um: Þýskaland: 1060, Svíþjóð: 382, Noregur: 213, Danmörk: 193, Austurríki: 59, Holland: 42, Belgía 37, Finnland 23, England og Skotland: 19, USA og Kanada: 17, Sviss: 16, Frakkland: 14, Ítalía: 10, Færeyjar: 9, írland: 2 og Lúx- emborg: 2. Stærstu útflytjendur á þessu ári eru: Hinrik Bragason: 552, Gunn- ar Arnarson: 469, Jón Friðriksson: 227, S.Í.H.: 192 og Ásgeir S. Her- bertsson: 105. Á sama tíma árið 1992 höfðu farið út 1856 hross sem skiptust í 38 ógelta hesta, 826 hryssur og 991 geldinga. Þetta er aukning um 242 hross. 3.1. Stofnverndarsjóður Þann 6. apríl 1993 var breytt reglugerð nr. 137 um Stofnvernd- arsjóð að ósk F.hrb. um ákveðna upphæð í stofnverndarsjóðsgjald.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.