Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 30

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 30
866 FREYR 23.'93 verður 17. nóvember nk. Edda- hestar hafa flutt starfsemi sína í Þýskalandi til Rosback, þorps sem er í um 20 km fjarlægð frá Frank- furt. Edda-hestar hafa einnig flutt aðalskrifstofu sína að Andvara- völlum í Garðabæ og hafa þar einnig hesthús fyrir 8-12 hross. 3.6. Verkefnanefndir F.hrb. a) Krafthestar Starfsemi Krafthesta er á áætlun hvað varðar námskeiðahald er- lendis. Seinkun hefur orðið á út- flutningi á fleiri hrossum til Sama þar sem Sænska ríkið hefur lent í erfiðleikum með að standa í skilum með styrk til Samanna, en það horfir til betri vegar nú. Skýrslu Krafthesta sf. mun verða dreift til fulltrúa F.hrb. á aðalfundinum. b) Sigurbjörn Bárðarson o.fl. v/Ameríku Að ósk Sigurbjörns Bárðarsonar ákvað stjórn F.hrb. að tilnefna Sig- urbjörn Bárðarson, Vatnsenda- bletti 57, Sigurð Gunnarsson, Bjarnastöðum og Baldvin Kr. Baldvinsson, Torfunesi, í verk- efnanefnd, sem hafi það viðfangs- efni, með stuðningi Félags hrossa- bænda og Landbúnaðarráðuneyt- isins, að koma á viðskiputm við Bandaríkin varðandi sölu hrossa, tamningu, þjálfun, stofnun félaga, sýningahald og annað sem stuðlað geti að auknum viðskiptum. Nefndin hefur ákveðið að gera myndbönd af söluhrossum og senda söluaðilum í Bandaríkjun- um. Þegar hafa verið mynduð um 50 hross og er áætlað að senda aðeins utan hross sem seljast eftir myndböndum. Nefndin hefur fyrirheit um markaðsstyrk F.hrb. svo og annan stuðning í formi flutningsstyrkja og láns á tökuvél sem hentar fyrir bandaríska myndbandakerfið. c) ísen hf. Að ósk Reynis Sigursteinssonar ákvað stjórn F.hrb. að tilnefna Reyni Sigursteinsson, Hlíðar- bergi, Sigurjón Pálsson, Steinum, og Friðrik H. Reynisson, Rauða- bergi í verkefnanefnd sem hafi það viðfangsefni að koma upp sölustöð í Litháen fyrir íslensk reiðhross, til þess að selja þaðan áfram hross m.a. til Svíþjóðar, Þýskalands og annarra Evrópuþjóða. Nefndin hefur þegar stofnað sameignarfélag við búgarð í Lithá- en, KRASUONA og hyggst senda 60 - 80 hross á búgarðinn nú í haust. Stór hluti hrossanna eru söluhross, ætluð til sölu til Finn- lands, Svíþjóðar og Þýskalands. Nefndin hlaut markaðsstyrk F.hrb. 3.7. Markaðsstyrkir F.hrb. Fyrir utan verkefnanefndirnar tvær hlutu eftirtaldir markaðs- styrki F.hrb.: a) Hinrik Bragason: Fyrir frá- bæran árangur í útflutningi hrossa. b) Viking-hestar sf.: Fyrir gerð kynningarmyndbands, kynningar- bæklings í 5000 eintökum og mark- aðsátak í Texas, Bandaríkjunum, með kynningarferðum þangað í maí og september 1993. I maí fengu Viking-hestar lánaða 3 hesta hjá Sigurbirni Bárðarsyni sem voru notaðir til kynningar á íslenska hestinum í Texas. Aðilar frá Vik- ing-hestum voru í 3 vikur í Texas og fóru á milli búgarða og sýndu hestana og könnuðu áhuga. Við- brögðin voru jákvæð en verðið þótti mjög hátt. Viking-hestar gerðu einnig samning við búgarðs- eiganda um að hann tæki að sér umboð fyrir Viking-hesta. Þessi umboðsmaður hefur síðan haldið áfram kynningarstarfinu sín meg- in. í september var Viking-hestum boðið að sýna íslenska hestinn á einni stærstu landbúnaðarsýningu í Texas „The State Fair of Texas“. Þessi sýning stendur yfir í tæpan mánuð og u.þ.b. 3 milljónir manna koma þar. Hluti af þessari sýningu afmarkast við hestasýningar og er þar aðallega um Bandarísk gang- hestakyn að ræða. Viking-hestar sýndu þar 3 hesta við mikla hrifn- ingu áhorfenda. c) Magnús Hreinsson: Fyrir námskeiðahald í New York og Los Angeles og aðstoð við eigendur íslenskra hesta ásamt gerð kynn- ingarrits um Islenska hestinn. d) Atta aðilar fengur markaðs- styrki vegna þátttöku sinnar í Equitana sýningunni í Essen. 3.8. Fundur markaðsnefndar F.hrb. með útflytjendum 13.02. 1993 Á þessum fundi var m.a. fjallað um það að þegar átti að láta ríkis- sjóð greiða dýralæknisskoðun á út- flutningshrossum eins og reglu- gerð kvað á um, þá var reglugerð snarlega breytt ríkissjóði í vil. Einnig var fjallað um markaðs- möguleika íslenska reiðhestsins og varð niðurstaðan eftirfarandi: 1. Vinna þarf að niðurfellingu erlendra skatta og tolla. 2. Lækka þarf áfallinn kostnað við útflutninginn eins og kostur er. 3. Gæta þarf þess að uppfylltar séu óskir kaupenda um gæði hross- anna, heilbrigði og rétta ættfærslu. 4. Vinna þarf að gerð nýs dýra- læknisvottorðs fyrir útflutt hross, sem sé samræmt erlendum dýra- læknisvottorðum þannig að það sé tekið gilt í tryggingum. 5. Vinna verður að því sem for- gangsverkefni hjá innlendum rannsóknaraðilum að leita leiða til að finna bóluefni eða aðra vörn gegn sumarexemi íslenskfæddra hrossa erlendis. 6. Vinna þarf að markaðsöflun á skipulegan hátt, með því að hlúa að samstarfi við erlend áhuga- mannafélög um íslenska hestinn, tímaritaútgáfu erlendis, ræktunar- starfi erlendis og hverju öðru sem höfðar til hestamennsku, s.s. nám- skeiðahaldi, tamningum, þjálfun o.fl. Ráða þarf markaðsfulltrúa til að hafa yfirumsjón og ábyrgð með þessu starfi. 3.9. Vlðmlðunarverð á reiðhestum 1993 Eftirfarandi viðmiðunarverð voru samþykkt hjá stjórn og mark-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.