Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 26

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 26
862 FREYR 23.'93 Góð beitilö'nd með miklu afsmára eru undirstaða sauðfjárrœktarinnar í Nýja- Sjálandi. hvaö valdi, en algengasta skýringin er að útbreiðsla fífilsins sé afleið- ing langvarandi ofbeitar sauðfjár og kanína. Þykir sumum skömminni til sé skárra að hafa hann en ekki neitt. Fleiri blikur eru á lofti. Kreppan hefur í för með sér minnkandi áburðarnotkun, sem aftur leiðir til vaxandi beitarálags. Einnig eru fleiri einkenni landhnignunar að koma í ljós, sem mönnum hafði verið hulið áður. ísland er að mörgu leyti einstakt sem víti öðr- um til varnaðar og til rannsókna á jarðvegseyðingu. Kristín Svavars- dóttir er t.d. farin að vekja athygli Nýsjálendinga á ýmsum einkenn- um jarðvegseyðingar sem hún hef- ur tekið eftir þar, en eru vel þekkt hér heima. Gróðurverndarstarf í Nýja- Sjálandi er nú á tímamótum. Vatnasviðsráðin, sem báru ábyrgðina á verndunarstarfinu fyr- ir hönd stjórnvalda, voru að mörgu leyti ekki talin hafa aðlagað sig að auknum verndunarkröfum og breyttum þjóðfélagsháttum. Ný- búið er að endurskoða frá grunni lög um verndun jarðvegs og gróð- urs. Vatnasviðsráðin stóðust ekki þá endurskoðun og voru lögð nið- ur. Gallinn er hins vegar sá að nýtt kerfi er ekki komið í gagnið. Því ríkir eins og er hálfgert tómarúm þar sem hvorki er fyrir hendi gul- rótin til að laða menn áfram eða svipan til að veita aðhald. Fróðlegt verður að sjá hver framvindan verður, en talið er að ekki verði búið að greiða úr flækjunni fyrr en á næsta ári. Lúpínan. Ýmsar belgjurtir hafa verið reyndar í landbúnaði á Nýja- Sjálandi. Greinarhöfundur hefur ekki beint fengið orð fyrir að vera frábitinn tilraunum með lúpínu- rækt, og því er við hæfi að gera henni nokkur skil hér. Mikill áhugi er á lúpínu á Nýja-Sjálandi, en því fer fjarri að menn séu einhuga um það mál. Sumir sjá lúpínuna fyrir sér sem undrajurt til landbúnaðar og landgræðslu, en aðrir tala um vistfræðilegt slys. Umræðan hljómaði nokkuð kunnuglega. Einna útbreiddust var trjálúpínan, Lupinus arboretus, sem er nokkurs konar runni með smágerð blöð og gul blóm. Hún var orðin algeng víða um landið og einkum notuð sem áburðarfram- leiðandi í skógrækt. Árið 1989 barst hins vegar til Nýja-Sjálands sveppur sem leggst á rætur lúpín- unnar og hann er á góðri leið með að útrýma henni. Trjálúpínan er nú sjaldgæf þar sem hún var algeng áður. Önnur lúpínutegund er að breiðast út víða á melum og áreyr- um og annars staðar þar sem jarð- rask hefur orðið. Það er Russell- lúpínan svokallaða. Hún var upp- haflega kynbætt af garðyrkju- manni í Bretlandi sem hún er kennd við. Hann eyddi einum fjórtán árum ævi sinnar við að æxla saman Lupinus polyphyllus og Lupinus arboretus til þess að fá fram fallegt litarafbrigði til að heiðra konung sinn. Hann uppskar loks laun erfiðis síns með þessari fallegu lúpínu sem prýðir garða víða hér heima. Russell-lúpínan var flutt inn í Mt. Cook þjóðgarð- inn 1952 og hefur breiðst þar tals- vert út síðan, því að þar eru miklar áreyrar sem lúpínan á auðvelt með að nema land í. Hún setur sterkan svip á landið, sem veldur ýmist yndi eða hugarangri eftir því hver á í hlut, en víst er um það að flestir leggja lykkju á leið sína til að geta haft þessa litfögru lúpínu með á myndum sem teknar eru af kon- ungi fjallanna, Mt. Cook. Davíð Scott, leiðsögumaður okkar fyrsta daginn, hafði mikið dálæti á lúpín- unni, sem undraði mig reyndar ekki þegar í ljós kom að móðir hans átti einna stærstan þátt í út- breiðslu lúpínunnar á þessum slóð- um. Á tilraunasvæði Davíðs Scott, þar sem óx mikill fjöldi tegunda, virtist ein plöntutegund álitlegri en aðrar. Það var lúpínutegundin Frh. á bls. 870.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.