Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 12

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 12
848 FREYR 23.’93 Búmaðarsambcmd Suðurlands efndi lil bœndanámskeiðs á Stóru-Sandvík í Flóa fimm ár í röð (1951-1955). Stóðu þau í mánuð og alls sóttu þau 60 nemendur. Kennarar voru ráðunautar sambandsins, en þeim stjórnaði Hjalti Gestsson. Myndin er frá námskeiðinu 1953. Efriröðf. vinstri: 1. Einar Guðmundsson, Kvígindisfirði, nú verkstjóri í Rvík. 2. Guðmundur Kristmundsson, síðar bóndi í Skipholti. 3. Jóhannes Helga- son, síðar bóndi í Hvammi, Hrunam.hr. 4. Jón Helgason, Seglbúðum, síðar alþ.m. og ráðherra. 5. Guðbrandur Kristmundsson, síðar bóndi á Bjargi, Hrunam.hr. 6. Steinþór Jóhannsson Y-Dalbœ, síðar Kirkjubœjarklaustri. 7. Brynjólfur Guðmundsson Núpstúni, síðar bóndi þar. Neðri röðf. vinstri: 1. Sigurgeir Porgeirsson, Túnsbergi, síðar vinnumaður á Kaldbak, Hrunam.hr. 2. Böðvar Jónsson, Norðurhjáleigu, síðar bóndi þar. 3. Hjalti Gestsson, ráðunautur, kennari og stjórnandi námskeiðsins. 4. Emil Nicolaj Bjarnason, ráðunautur, kennari á námskeiðinu. 5 Jón Helgason, Miðhúsum, Gnúpv.hr., síðar bóndi þar. Fjölskyldumynd frá jólum 1966. F.v. Unnur, Margrét, Gestur, Hjalti og Karen og Ólafur. hreinlegt og fólkið menningarlegt og myndarlegt. Ég bar þetta saman við dönsku bóndabæina og það var erfiður samanburður því að Danir voru þá komnir langt fram úr okkur. Húsa- kostur og húsbúnaður var þar yfir- leitt góður. Ekki voru fénaðarhúsin betri og víða voru litlar eða lélegar hlöður. Beitarhúsin hreint úti um allt og greinilega miðað við það að féð hefði sem mest af viðurværi sínu á beit sumar og vetur. Pó var nokkur munur á þessu eftir sveitum og sýslum á Suðurlandi. Svo man ég eftir öðru sem íhér hnykkti við. Það var að sjá upp- blásturinn. Ég hafði gleymt hon- um. Ég fór til kirkju að Stóra- Núpi. Þar umhverfis var jörðin flakandi í sárum. Það er fróðlegt að koma þar núna og sjá að þar er varla til opinn bakki. Mesti upp- blásturinn var um 1880, þegar Rangárvellirnir fóru í auðn. Matthías Jochumsson lýsti því þeg- ar hann bjó í Odda. Þá hjálpuðust að stórviðri og laus gosefni að rífa upp gróðurinn og kaffæra hann. Ég hugsaði með mér þegar ég kom til starfa. Hvað er til ráða? Það verður að ryðja um öllum þessum beitarhúsum, þetta land þolir ekki vetrarbeit. Vetrarbeitin var lögð niður og þá greri þetta upp. Ég sá að mín beið þrotlaust starf. Svo var annað. Ég hafði kynnst dönskum smáhestum og séð hvernig þeir voru byggðir. Þegar ég fór svo að dæma íslensku hest- ana þá sá ég að þá íslensku vantaði í frambygginguna. Það var leitun að sjá hest með frjálsa frambygg- ingu og herðar og reisingu. Núna er þetta allt annað, hver glæsihest- urinn eftir annan. Sá sem á mestan þátt í þessum framförum er Gunn- ar Bjarnason og síðar Þorkell Bjarnason. Fleira gæti ég nefnt. Ég nefndi áður að ég var fyrst ráðinn hjá Nautgriparæktarsambandi Árnes- sýslu. Ég fór að ferðast um og Páll Zophóníasson nautghriparæktar-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.