Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 10
846 FREYR
23.’93
Ekki var stríðinu lokið þegar þú
hafðir lokið nómi?
Nei, það voru tvö ár eftir og þá
vann ég við Forsögslaboratoriet og
hafði mjög gott af því. Annars
vann ég líka í einu sumarfríi hjá
landsráðunautnum sem hafði með
létta hesta að gera. Hann rak jafn-
framt stórt bú á Stearn á Sjálandi.
Gunnar Bjarnason hafði verið hjá
honum og benti mér á hann.
Að stríðinu loknu snýrð þú svo
heim?
Já, á námsárum mínum kynntist ég
konu minni, Karen Rothaus Oles-
en. Við giftum okkur og eignuð-
umst þar ytra fyrsta barn okkar.
Við komum heim með fyrstu ferð
eftir að stríðinu lauk. Það var Esj-
an, hún var send út eftir íslending-
um, en nokkrir farþegar komu
einnig með henni. Þá sá ég fyrst
Stein Steinarr skáld, en hann var
að koma að heiman til að sjá
ástandið. Ég var með honum á
einni skemmtun. Það var eins kon-
ar kveðjuhóf fyrir íslendinga sem
voru að fara heim.
Margir voru auðvitað um kyrrt,
m.a. Jón Helgason, prófessor.
Steinn Steinarr hafði mjög gam-
an af að stríða Jóni þetta kvöld.
Jón var með svo mikið ógeð á
andlitinu, að ef ég hefði ekki vitað
af hverju það var þá hefði ég haldið
að hann þyrfti að flýta sér að ná í
skólpfötu til að kasta upp.
Ef hann leit á Stein þá kom þessi
viðbjóðssvipur á hann. Jón, sem
gat alveg smakkað á víni í góðum
félagsskap, fékk alveg ógeð á full-
um mönnum. Steinn gerði ekkert
þarna til að koma sér vel við Jón.
Það bætti ekki úr skák að Kristján
Albertsson sat þarna líka við borð-
ið og Steini var mjög uppsigað við
hann. Kristján kunni vel við það og
til að kóróna erfiðleikana þarna
lagðist hann á sveif með Steini í að
stríða Jóni Helgasyni. Þetta var
stórkostlegt ástand en Jón þekkti
Kristján svo vel að hann vissi að
Kristján var að reyna að hleypa sér
upp.
En þarna ferð þú svo heim með
þína fjölskyldu?
Já, Karen var búin að þreyja þorr-
ann og góuna með mér og var farin
að segja að við þyrftum að fara að
komast heim og átti þá við ísland.
Hún varð fljótt samstiga við mig og
ég veit ekki hvað ég væri ef hennar
hefði ekki notið við.
Dóttir okkar var 8 mánaða þeg-
ar við fórum heim og það var ekki
hægt að fá bíl með dótið. Það var
ekki með nokkru móti unnt að
koma því niður að skipshlið nema
með sporvagni. Þá tókum við það
ráð að Karen færi í sporvagni með
eins mikið dót og hugsanlegt væri.
Hún var harðrösk og dugleg að
koma sínum málum fram. Spor-
vagninn stansaði dágóða stund og
ég lét sem minnst á mér bera og var
eins og burðarkarl þegar ég kom
með dótið, en Karen talaði spor-
vagnsstjórann til. Þetta var Leið 10
sem gekk alveg að bryggjunni þar
sem Esja lá.
Ég var svo eftir með barnavagn-
inn og það var búið að hlaða á hann
öllum okkar fötum þannig að ég
rétt sá yfir hann. Ég var líka með
barnið og gekk þessa leið, líklega 6
km, frá Bispebjerg og til Amager.
Þetta þótti ekki tiltökumál en þó
var þarna alvara á ferðum. Þegar
ég nálgast Islandsbrygge þar sem
skipið var þá lyftist Langebro upp
rétt áður en ég kom að henni. Þetta
sá ég og þetta sá Karen og hún
fylltist alveg skelfingu, að ég gæti
misst af skipinu. Þetta slapp þó og
allt fór þetta vel.
Það sem var erfiðast við að
koma heim var að ég var einn af
þeim mönnum sem var grunaður
um samstarf við nazista og var
tilkynnt það fljótlega á skipinu.
Þegar við vorum komnir út fyrir
Helsingjaeyri var skipið stövðað
og fjórir menn teknir frá borði og
fluttir í land. Þetta voru saklausir
menn en einhver hafði gert þeim
þann hrekk að ásaka þá um sam-
starf við Nazista. Svo voru lesin
Stúdentar úrstœrðfrœðideild M. R. 1938sem stunduðu nám í Kaupmannahöfn
veturinn 1938-1939. F.v.: Stefán Wahtne, nemi við Handelshöjskolen, síðar
starfsm. Aðalverktaka í New York, Hjalti Gestsson, nemi við Landbúnaðar-
'háskólann í Höfn, síðar ráðunautur og framkvœmdastjóri Bsb. Suðurlands,
Ólafur Georgsson, nemi við Handelshöjskolen, síðar starfsm. Almennra
trygginga. Dó ungur. Gunnar Tómasson, verkfrœðinemi, síðar verkfr. á
Keflavíkurflugvelli um áratugi. Magnús Kjartansson, verkfrœðinemi, síðar
ritstjóri og ráðherra, Helgi Bergs, verkfrœðinemi, síðar alþm. og bankastjóri.