Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 14

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 14
850 FREYR 23.’93 gott fé en ekki meira og skorti nokkuð á að það væri nógu öflugt. Hyrnda féð þarna var víðast bara villifénaður. Ég man eftir sýningu í Skaftár- tungu, að um morguninn þegar sýningin hófst þá voru tvö lög af hrútum innst í krónni, þeir voru svo styggir og þetta 60-70 kg að þyngd. Þarna var gríðarmikið verk óunnið. Svo komu fjárskiptin og allt fé skorið niður austur að Mýrdals- sandi. í Mýrdalnum var spurning hvað ætti að gera, en það var tekið það ráð að skera niður út af einu eða tveimur grunsamlegum tilfell- um. Hvernlg var statt um fóðuröflun? Hún var auðvitað skammt á veg komin en þó var byrjað með súg- þurrkun. Sunnlendingum var afar þungt um að fara í votheysverkun og hafðí aldrei tekist að verka það skammlaust. Það var fýla af því og fýla af fólkinu sem gaf það. Þetta var ekki þægilegt við að eiga. Það bætti ekki út skák að eftir að sláttu- vélar komu var mjög fljótlegt að losa og þá var öll vinnan í þurrkun- inni. Menn stóðu og störðu á verkefn- ið en gátu ekkert aðhafst þegar rigndi. Það liðu áratugir uns úr þessu rættist. Ég tel að unnið hafi verið stór- virki í þessu á marga vegu. Þar má nefna að hita upp loftið sem blásið varíheyið. Guðmundur Jóhannes- son frá Herjólfsstöðum, ráðsmað- ur á Hvanneyri, tók upp þá aðferð að hita súgþurrkunarloftið með olíubrennara. Sumir tóku það upp eftir honum, en svo kom að því að fleiri og fleiri bæir fengu hitaveitu og hafa notað heita vatnið til að hita súgþurrkunarloftið. Svo hefur votheysverkunin tek- ið framförum. Strandamenn leystu þetta fyrir 30-40 árum. Þeim tókst að verka gott vothey, að einhverju leyti vegna þess að taðan sem vex hjá þeim hentar betur til votheys- gerðar en annað hey. Hún er blaðmeiri og puntminni. Á tímabili voru byggðir hey- metisturnar sem gefa gott fóður, en erfiðleikar hafa verið sums stað- ar við að losa þá. Nú svo hafa íblöndunarefnin í turna og flatgryfjur hjálpað mikið til og bætt tækni við að koma fóðr- inu inn á jötu eða garða. En hvað seglr þú um rúllurnar? Þær eru stórkostleg tækni, einkum sem meðráðstöfun. Rœktunin? Það voru öll sund lokuð áður en tilbúni áburðurinn kom. Áburðar- verksmiðjan varð gífurleg lyfti- stöng. Hún hefur sparað mikinn gjaldeyri. Ræktunarsamböndin sem stofn- uð voru í stríðslokin með sínum stórvirku tækjum, gröfum og ýtum, hafa alveg gjörbreytt bú- skaparaðstöðu hér á landi. Hins vegar má ekki gleyma því að ein undirstaða framfaranna var fyrir hendi þarna strax eftir stríð og það voru afurðasölulögin frá 1934. Einar Ólafsson í Lækjarhvammi var nógu stór til að skilja gagnsemi þeirra þótt hann tapaði þar sínum eigin forréttindum að mjólkur- markaðnum í Reykjavík. M.E. UMFÍ hvetur til sumardvalar ungs fólks í sveit Á 38. sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var á Laugarvatni 23,- 24. október sl., var gerð eftirfar- andi samþykkt: „38. sambandsþing UMFÍ hvet- ur bændur um allt land til að taka ungt fólk til sumardvalar eftir því sem kostur er. Þingið bendir á það skilningsleysi sem oft virðist vera milli dreifbýlis og þéttbýlis. Með meiri kynningu mætti draga úr mis- skilningi á mismunandi aðstæðum fólks sem býr við, sem oft má rekja til þekkingarskorts.“ Ríkisstuðningur við íslenskan landbúnað. Frh. afbls. 842. og á auðfluttum vörum með mikið geymsluþol. Jafnframt kemur fram að við PSE-útreikninga er eingöngu tekið tillit til verðs en t.d. ekki til gæða. Fram hefur komið annars staðar að þessi reikniaðferð er umdeild. M.a. er við PSE-útreikninga ekkert litið á þann kostnað sem samfélagið yrði fyrir ef stuðningi við landbúnað yrði hætt. Með útreikningum Eiríks Einarssonar er þó í fyrsta sinn unnt að bera stuðning við íslenskan landbúnað saman við stuðning við landbúnað í öðrum ríkjum OECD á sama grundvelli. Margt óvarlegt og illa grundað hefur verið borið á borð um opinberan stuðning við íslenskan landbúnað síðustu mánuði. Grein Eiríks Einarssonar í Vísbendingu sýnir að þar er margs að gæta, ef sanngirni á að ráða, og að stuðningur við íslenskan landbúnað sker sig ekki úr þegar borið er saman við stuðning við landbúnað í þeim löndum sem ísland á mest sameiginlegt með. M.E.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.