Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 8

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 8
844 FREYR 23.'93 Ég sá að mín beið þrotlaust starf Viðtal við Hjalta Gestsson ráðunaut á Selfossi, sfðari hluti í fyrri hluta viðtalsins sagði HJalti frá œskuheimili sínu á Hœli í Gnúpverjahreppi, mannlífi í sveitinni og upphafi tœknialdar í landbúnaði. Frásögnin heldur hér áfram þegar HJalti fer að heiman til náms. Heldur þú svo strax áfram í skóla? Nei, bræður mínir eldri, Steinþór og Þorgeir, fóru veturinn eftir til Reykjavíkur um tíma til að undir- búa sig undir menntaskóla. Ég var þá heima við gegningarnar. Vetur- inn eftir, þegar þeir voru í Mennta- skólanum á Akureyri, var ég í ung- lingaskóla hjá Unni Kjartansdótt- ur. Við vorum þar 14 nemendur. Þetta nám vakti með mér óróa um að það væri kannski skakkt að drífa sig beint í búskapinn og líta ekki meira í kringum sig eftir meira námi. Mér fannst ekki lengur sjálf- gefið hvað ég ætti að verða í lífinu. Það gerðist svo með þá Þorgeir og Steinþór að þeir unnu sér það til frægðar að stofna MA-kvartettin. Þetta gerðist þannig að þeir fóru að syngja með Jóni Jónssyni frá Ljárskógum en vantaði fyrsta bassa og völdu þá Jakob Hafstein með sér í hópinn. Veturinn 1933-’34 voru þeir Steinþór og Þorgeir heima eftir að hafa lokið gagnfræðaprófi á Akur- eyri. Lengur gátu þeir ekki haldið áfram vegna peningaleysis. Ég fór þá að huga að því að komast líka til náms en til þess þurfti ég að lesa 1. og 2. bekk heima og þeir hjálpuðu mér við það. Haustið 1934 tók ég svo próf upp í 3. bekk MA og lauk þaðan gagnfræðaprófi um vorið. Þá voru þrír bekkir eftir til stúdentsprófs. Meðal sambekkinga minna til gagnfræðaprófs voru Friðfinnur Hjalti Gestsson; að baki sér heim að Hœli. Freysmynd. Ólafsson, forstjóri Háskólabíós, Hjálmar Finnsson, forstjóri Áburðarverksmiðjunnar, Sigurjón Rist vatnamælingamaður og séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ. Það voru ekki til peningar til áframhaldandi náms, þannig að ég fór heim í búskapinn. Síðari hluta næsta vetrar, þ.e. snemma árs 1936, fór ég svo til söngnáms í Reykjavík. Móðir mín taldi að fyrst þeir Þorgeir og Stein- þór gætu sungið þá gæti ég það líka, svo að hún dreif í þessu. Ég lærði hjá Sigurði Birkis, en bjó hjá Gísla bróður mínum, sem þá vann í Landsbankanum. Ég hafði mikið gagn af þessu og líkaði þetta vel og það varð ekki til að draga úr ókyrð- inni í mér. Ég hafði áður borið það við að syngja einsöng en eftir að ég kom heim úr þessu námi fór ég að syngja einsöng með Hreppakórn- um, en ég hafði sungið með honum þá í nokkur ár. Árið 1935 höfðu þeir báðir fest ráð sitt, Einar og Steinþór. í okkar umræðu kom þá fljótt í ljós að þeir vildu fara að búa og stofna heimili, en við Þorgeir byggjum með móður okkar. Við töldum að jörðin þyldi það að við byrjuðum þarna fjórir, enda voru þetta áður þrjár jarðir. Okkur Þorgeiri þótti þetta óþarflega fljótt að binda okk- ar á bás, og því frekar að taka nokkrar ákvarðanir um framtíð- ina. Síðan gerist það sumarið 1936, að ég hitti gamla barnakennarann minn, Unni Kjartansdóttur, og hún segir við mig: Ég sé það á þér að það amar eitthvað að þér. Er ástæðan sú að þig langi til að læra áfram en hafir ekki ráð á því? Ég hef náttúrulega ekki ráð á því, svaraði ég. Ef þú vilt þiggja það þá skal ég hjálpa þér til náms. Ég sagðist verða að hugsa mig um en svo í september þá tók ég hestinn minn og reið út í Hruna og sagði henni að ég ætlaði að þiggja hennar góða boð. Ég man að nóttina á eftir var fyrsta frostnóttin þetta haust og ég man hvað það beit vel um morguninn.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.