Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 17

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 17
23.'93 FREYR 853 talið, afföllin kæmu til sögunnar síðar í lífsferli seiðanna. Þetta sýndist því vera óþarfi og átti að sjálfsögðu við þegar menn drógu á veiðivötnin og náðu í stofnfisk og slepptu síðan kviðpokaseiðum á svæði í ám og vötnum þar sem fiskurinn hefði ella hrygnt sjálfur. Af fyrrgreindum ástæðum og ýmsu öðru lagðist þessi klakstarf- semi smám saman af og menn létu náttúrunni eftir að vinna sitt verk, eins og áður. Við reynsluna af klakrekstri kom einnig í ljós, að oft klöktust hrognin fyrr út í klakhús- inu, vegna hærra hitastigs í upp- sprettunni en í ánni eða vatninu. Pegar svo háttaði til var viðkom- andi vatn í raun ekki tilbúið að taka við seiðum úr klakhúsinu, svo að vel færi. Jákvœð hugarfarsbreyting Menn kunna því að spyrja, hvort klakstarfsemin hafi öll verið unnin fyrir gýg? Nei, svo var alls ekki. Oft var seiðum úr klakhúsi sleppt á fisklaus svæði í á eða vatni. Einnig hafði með tilkomu klaksins komið hugarfarsbreyting. Pór Guðjóns- son, veiðimáíastjóri, benti á það á sínum tíma, að í tengslum við þetta klakstarf hafi komið upp að menn fóru að leggja meiri rækt við þessi hlunnindi almennt og nýting þeirra verið yfirleitt hagfelldari en áður. Heildarlöggjöfín um lax- og sil- ungsveiði, sem fram kom 1932 og lagði grundvöll að hagstæðri þróun í veiðimálum seinustu 60 ár, var kannski einmitt afleiðing af klak- bylgjunni eftir 1920. A árunum 1942-1946 stóðu tveir bændur í Kelduhverfi, þeir Þórar- inn Jóhannesson, Krossdal, og Þórarinn Haraldsson, Laufási, að silungseldi í Litluá í tenglsum við klakrekstur í Krossdal. Þar með hófst fiskeldi hér á landi, en það er önnur saga, sem ekki verður farið nánar út í að þessu sinni. Einar Hannesson er starfsmaður Lands- sambands veiðifélaga en var áður fulltrúi á Veiðimálastofnun. Erfitt að selja hollenska tómata Að sögn þýska blaðsins Frank- furter Algemeine eiga hollenskir tómataframleiðendur við mjög al- varleg söluvandamál að stríða. Það sem veldur því er m.a. 40% samdráttur í sölu á tómötum á Þýskalandsmarkaði milli áranna 1992 og 1993. Þetta hefur mjög mikið að segja fyrir Hollendinga þar sem 85% af framleiðslu þeirra hefur farið til Þýskalands. Þessi söluvandamál hafa komið mjög hart niður á hollenskum framleiðendum og hafa margir þurft að leita til opinberra styrktar- sjóða um aðstoð. Ein af ástæðunum fyrir þessum vanda er sögð vera aukin eftir- spurn eftir tómötum árin 1988- 1991. Afleiðingar af því urðu síðan verðhækkanir og auknar fjárfest- ingar í tómataræktun í Hollandi, Frakklandi, á Spáni og í Marokkó. Lægri stofnkostnður og sérstak- lega lægri vinnulaun á Spáni og í Marokkó juku vandamál Hollend- inga, á sama tíma og þeir urðu að taka á sig auknar álögur vegna umhverfissjónarmiða heima fyrir. Meðal annars eiga Holendingar að draga úr eiturefnanotkun um 60% til ársins 2000. Slœmur orðrómur. Auk þess eiga hollenskir tómat- ar ekki upp á pallborðið hjá þýsk- um neytendum. Þeir líta á hol- lenska tómata sem bragðlausa gervitómata. Stór hluti kaupenda kaupir heldur þrjá heimafram- leidda eða ítalska tómata en átta hollenska. Athuganir hjá neytendasamtök- um á Bonnsvæðinu hafa ekki sýnt mikinn mun á bragði eða eitur- efnainnihaldi milli hollenskra og spænskra tómata en þýski markað- urinn er mjög kröfuharður í þeim efnum. Að sögn Frankfurter Algemeine hafa Hollendingar í áranna rás vanmetið kröfur um umhverfis- væna ræktun sem kemur nú niður á sölu og veldur verðhruni. (Gartneryrket nr. 18, 1993). Æðarfugl eða œðarkóngur í myndatexta með forsíðumynd í 20. tbl. er sagt að myndin sé af æðarkóngum ásamt æðarkollu. Jónas Helgason í Æðey hafði sam- band við blaðið og taldi að til vinstri á myndinni væri kynblend- ingur af æðarkollu og æðarkóngi, en slíkan kynblending hefði hann séð meðal æðarfugla í Æðey. Til fróðleiks um æðarfugla og skyldar tegundir fylgir hér á eftir stuttur kafli úr grein eftir Jón Guð- mundsson líffræðing sem birtist í 12. tbl. Freys árið 1984. „Æðarfugl, sem á latínu kallast Somateria mollissima, telst til and- fugla. Til eru tvær aðrar æðarteg- undir. Gleraugnaæður (Somateria fisheri), sem lifir á svæðinu kring- um Beringssundið, og æðarkóngur (Somateria spectabilis), sem á sér varpheimkynni á flestum eyjum Norður íshafsins, svo sem á Norð- ur-Grænlandi, Ellesmereeyju í Kanada og á Frans Josephs landi, sem er eyjaklasi austur af Sval- barða. Þessar tegundir eru frá- brugðnar hinum eiginlegu öndum að því leyti að þær eru sjófuglar og halda lítið til á fersku vatni eins og aðrar endur.“

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.