Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 25

Freyr - 01.12.1993, Blaðsíða 25
23.’93 FREYR 861 Kreppan í landbúnaðinum hefur leitt til þess að áburðargjöf á beitilönd hefur minnkað. Við það vex beitarálag og landi hnignar (Ljósm. A.A.). Meðalrennsli minnkaði en tíðni mikilla flóða jókst, og ullu þau oft stórkostlegum skemmdum. Göt í gróðursvörðinn opnuðu einnig leið fyrir vatnið að losa um viðkvæman jarðveg. Tímabil gífur- legrar jarðvegseyðingar hófst. Ar og hafnir tóku að fyllast af jarðvegi til mikils tjóns fyrir íbúa staða sem voru iðulega í mikilli fjarlægð frá sjálfum eyðingarsvæðunum. Peir áttu mikilla fjárhagslegra hags- muna að gæta ekki síður en land- eigendur og íbúar í þéttbýli og dreifbýli fóru að taka höndum saman um leiðir til að stöðva eyð- inguna. Verndun gróðurs og jarðvegs. Fyrstu tilraunir til að takast á við gróðurhnignun og jarðvegseyð- ingu í Nýja-Sjálandi reyndust fálm- kenndar. Ekki bætti það úr skák að ástæður hnignunarinnar voru ekki ætíð augljósar. Veikburða lög voru sett, sem einkum beindust að því að verja hagsmuni þéttbýlisins með því að reyna að hemja árnar. Þessi lög breyttu litlu því að ekki var tekist á við rányrkju landsins sem var hin raunverulega rót vand- ans. Tímamót urðu 1941. Þá voru sett fyrstu markvissu lögin um „verndun jarðvegs og stjórn á rennsli áa“. Fyrirmynd að skipu- lagi starfsins var sótt til „Land- græðslunnar" í Bandaríkjunum, sem komið hafði verið á fót 1935. Mikil áhersla var lögð á að virkja heimamenn á hverjum stað sem megin ábyrgðarmenn verndunar- starfsins. Komið var á laggirnar svoköll- uðum vatnasviðsráðum. Þau voru sett saman úr fulltrúum sem kosnir voru af íbúum innan vatnaskila viðkomandi áa vegna vatns- og jarðvegshagsmuna þeirra, svo og sérfræðingum á sviði landnýtingar sem bjuggu á viðkomandi vatna- sviði. Slík samsetning sérfræðinga og hagsmunaaðila hafði ekki verið reynd áður, en hún gafst ákaflega vel. Vatnasviðsráðin höfðu yfirum- sjón með verndunarframkvæmd- um og réðu sér starfslið sem var sérmenntað í á hinum ýmsu fagsviðum sem lúta að verndun jarðvegs og gróðurs. Sérstakur skattur var lagður á sveitarfélögin til að greiða fyrir störf ráðsins. Hluti af kostnaði við framkvæmdir var greiddur af þeim sem mestra hagsmuna áttu að gæta auk þess sem „Landgræðslan" lagði fram mótframlög. Mikil áhersla er lögð á land- græðslu- og landnýtingaráætlanir fyrir einstakar jarðir og stærri svæði. Hver jörð er kortlögð með tilliti til þess hvernig farsælast sé að skipuleggja landnýtingu þannig að landið gangi ekki úr sér. Gerð hafa verið kort af öllu Nýja-Sjálandi sem sýna útbreiðslu jarðvegseyð- ingar og hvaða skorður halli, jarð- vegsgerð og fleiri áhættuþættir setja landnýtingu. Sérfræðingum landbúnaðar- stofnananna tókst snemma að sýna fram á gildi sterkrar gróðurhulu til að verja landið gegn eyðingu. Þeim tókst einnig að sýna fram á að framkvæmdir til að bæta land voru mjög ábatasamar fyrir sauðfjáreig- endur. Hagnaðarvonin opnaði verndunarsjónarmiðunum greiða leið um gjörvallt landið. Mestur hluti viðkvæmasta há- lendisins var friðaður fyrir búfjár- beit, að mestu fyrir frumkvæði bænda. Gróðurbætur heima fyrir minnkuðu þörfina fyrir kostnaðar- sama afréttarbeit. Hin almenna stefna er sú að hálendið sé verð- mætara fyrir þjóðina í heild en hagsmuni þeirra tiltölulega fáu sem það nytja til beitar. Lögin sem sett voru 1941 rétt náðu að koma í veg fyrir óbætan- legan skaða á auðlindum landsins. Sérfræðingar sem ég hitti voru al- mennt sammála um að staða land- búnaðarins væri allt önnur og miklu verri nú ef ekki hefði tekist að koma böndum á eyðingu gróð- urs og jarðvegs. Lausnin fólst að mestu í aukinni notkun belgjurta og áburðar ásamt stjórn á beit, en á því sviði skara Nýsjálendingar fram úr öðrum þjóðum. Þrátt fyrir mikið og árangursríkt gróðurverndarstarf á síðustu ára- tugum á vistkerfið enn í vök að verjast. Röskun þess hefur víða haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Sem dæmi má nefna að undafífill er að leggja undir sig mikil land- flæmi í fjallahéruðunum í grennd við Mt. Cook þjóðgarðinn. Hann er lágvaxinn og skriðull, fé snertir ekki við honum og landið verður nánast eins og eyðimörk á að líta. Miklar vangaveltur eru uppi um

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.