Freyr


Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 46

Freyr  - 15.11.1994, Blaðsíða 46
Barnakór Biskupstungna Bamakór Biskupstungna. Stjórnandi Hihnar Agnarsson. Drífa Kristjónsdóttir Torfastöðum Barnakór Biskupstungna var stofnaður fyrir þremur árum en þá voru íbúar Biskupstungna- hrepps svo heppnir að í Skálholt var ráðinn ungur og áhugasamur orgelleikari, Hilmar Örn Agnars- son en hann kom hingað beint úr námi frá Þýskalandi. Mikið og öflugt tónlistarstarf hefur dafnað vegna komu Hilmars í sveitina og meðal þeirra sem hafa notið starfskrafta hans og áhuga eru börnin. Sveitin hafði ekki notið þess fyrr að hafa tónlistarmann starfandi árið um kring og tók því með mikl- um fögnuði að njóta hæfni og áhuga Hilmars. Kórinn syngur í kirkjunum. Fljótlega var stofnaður barnakór og hefur honum vaxið mikið ásmeg- in. Kórinn hefur haft ýmsum skyld- um að gegna þau þrjú ár sem hann hefur starfað. Hann syngur reglulega í kirkjum sveitarinnar, þ.e. Skál- holtskirkju, Torfastaðakirkju, Bræðra- tungukirkju og Haukadalskirkju. Hann kemur fram fyrir hönd skólans og undanfarið hefur mikið verið sótt í að fá kórinn okkar í nágranna- sveitimar, enda megi það vera til þess að efla kórstarf innan þeirra. Hann söng á Landsmóti bamakóra sl. vetur, á Þingvöllum á 50 ára þjóðhátíð Islendinga og á Landsmóti Ungmennafélaganna á Laugarvatni síðastliðið sumar. Kórakeppni í Danmörku. í október 1993 kom upp sú hug- mynd að reyna að koma kómum í árlega kórakeppni í Kalundborg, en þangað sækja kórar viðsvegar að úr heiminum. Unnið var markvisst að þessu ásamt öðrum verkefnum kórs- ins allan veturinn og síðan var send út hljómsnælda með umsókn um að taka þátt í keppninni. í september sl. kom jákvætt svar frá Kalundborg og nú hefur verið ákveðið að kórinn þekkist boðið. Umræðan og hugmyndin um að e.t.v. kæmist barnakórinn til Kal- undborgar, hefur sett mikinn metnað í bömin og gleðin og áhuginn fyrir söngnum fer stöðugt vaxandi. Það er því mjög mikilvægt fyrir starfið í kómum að börnin nái því marki sem þau eru að vinna að enda mun það glæða áhuga hinna sem á eftir koma. I vetur er fyrirhugað mikið starf, kórinn æfir tvisvar í viku, enda ætla allir að vera stoltir af eigin verkum næsta vor. Safnað til ferðarinnar. Stuðningsaðilar kórsins, foreldrar og velunnarar ætla að afla svo mik- illa peninga að ömggt sé að allir kórfélagar geti notið þess að komast með til Danmerkur. Líklegt er að ferð sem þessi muni kosta íkr. 1.400.000. Til gamans má geta þess að bömin í kómum hafa safnað peningum í sumar til fararinnar til Danmerkur með því að vera í markaðstjaldi sem sett er upp í Birkupstungum og hafa þau með eigin dugnaði og hug- myndum safnað alls ísl. kr. 100.000. Þau hafa bakað og selt brauð og kökur, selt grænmeti sem þeim er gefið og gert muni sem þau hafa selt. Áhugasamur tónlistar- kennari. Það er mjög mikilvægt að hlúa að því starfi sem nú hefur verið unnið. Það er alveg ómetanlegt sveitarfé- lagi eins og Biskupstungum að hafa nú loks fengið að njóta þess að hafa

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.