Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 11

Freyr  - 15.11.1994, Blaðsíða 11
mundur var fyrsti jarðfræðingurinn sem kortlagði setlögin og vann hér mikið við rannsóknir." - Veggi safnsins prýða einnig lit- myndir af svæðinu. Kári hefur í huga að láta gera póstkort af stein- gervingum og öðru til þess að selja ferðamönnunum. Þá hefur fjölskyld- an útbúið mikið af minjagripum til þess að selja og kom það vel út. Til þess getur vetrartíminn nýst vel, en þetta er á byrjunarstigi og auðvitað þarf að þróa þá starfsemi. Það er margt sem hægt er að gera ef menn virkilega vilja leggja það á sig og sinna því. Bara það að hafa safnið opið frá kl. 9.00-21.00 er mikil yfirlega og ekki gefa allir dag- ar mikið af sér. Safnvörðurinn, Sigrún Káradóttir, í dyrum safnsins. Lofsvert framtak Jón Eiríksson, jarðfræðingur á Raunvísindastofnun Háskólans, senr hefur unnið rnikið við rannsóknir á Tjömeslögum samdi nýlega greinar- gerð urn steingervingasafnið og seg- ir svo í lokaorðunr umfjöllunar sinn- ar: „Með því að opna steingervinga- safn á Hallbjarnarstöðum hafa ábú- endur sýnt lofsvert framtak í þá átt að upplýsa ferðafólk um Tjörnes og veita því aðgang að fallegum ein- tökum af steingervingum dýra og plantna. Telja má líklegt að margir verði til þess að skoða safnið fremur en klöngrast um bakkana og krafsa í þá með misjöfnum afleiðingum Opnun steingervingasafnsins er því jákvætt skref í þá átt að minnka ágang og varðveita lögin. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til með uppsetningu safnmuna en þar kemur fram metnaður til að veita réttar og greinargóðar upplýsingar." Hver sveit hefur sín sérkenni Þetta er enn eitt dæmið um það hvað íslensk sveitamenning á sér margar hliðar og eftir spjallið í safn- inu göngum við heim í bæ og ræðunt um íslenskan landbúnað, grásleppuvertíðina og Harmoníku- félag Þingeyinga því að „nikkan" er á stofugólfinu. Kári er alvanur að spila fyrir dansi og það gera fleiri Tjömesingar. Nálægðin við Húsavík hefur sín áhrif og margir íbúar sveitarinnar Minjar úr surtarbrandsnámwmm. hafa þar atvinnu að hluta. Það erfiða við grásleppuna er að sauðburðurinn er á sama tíma og dagarnir því oft langir og strangir. Heitasta ósk sveitarbúa er sú að fá betri veg með bundnu slitlagi og myndi það breyta miklu ef litið er til framtíðar. Eftir veislukaffi hjá Fanneyju er kornið að lokum heimsóknarinnar. Sveitir landsins eiga að sönnu marg- ar myndir og það er ástæða til þess að hvetja alla sem leið eiga um Tjör- nes að líta við á Hallbjarnarstöðum, njóta gestrisni fjölskyldunnar og skoða safnið. Atli Vigfússon. MOlflR Sólbrunnin jólatré Síðastliðið sumar var þurrt og heitt á meginlandi Evrópu og það var nt.a. dönskum jólatrjáaframleið- endum erfiður ljár í þúfu. Segir í frétt frá Danmörku að mikið sé um að hinar sígrænu nálar barrtrjáa séu brúnar orðnar vegna sólbreiskjunnar sem var í sumar. Spáð er 10% verð- hækkun á dönskum jólatrjám af þessum sökum. 22*94 • FREYR 827

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.