Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 12

Freyr  - 15.11.1994, Blaðsíða 12
Landbúnaðarmenntun framtíðarinnar Magnús B. Jónsson, skólastjóri Bœndaskólanum ó Hvanneyri Erindi flutt á ráðstefnunni „Þekking - Tœkni - Framfarir", sem haldin var á Sauðárkróki 10. júní 1944 á vegum Rala, Háskóla íslands, Bœndaskólans á Hólum og Kaupfélags Skagfirðinga. Landbúnaðarmenntun í dag. Um þessar mundir er boðið upp á búnaðarmenntun á tveimur skóla- stigum og auk þess er verulegt fram- boð af stuttum námskeiðum fyrir starfandi bændur og leiðbeinendur svo og aðra þá aðila sem óska að- stoðar við atvinnustarfsemi í sveit- um landsins. Skólamir sem þessu sinna eru Bændaskólamir á Hólum og Hvanneyri og Garðyrkjuskólinn á Reykjum í Ölfusi. Þessir skólar bjóða allir upp á fræðslu á starfs- menntastigi og auk þess er unnt að stunda háskólanám í búfræðum við Búvísindadeld Bændaskólans á Hvanneyri sem er eina stofnunin sem býður upp á landbúnaðarnám á háskólastigi hér á landi. Þegar horft er til framtíðar, hvað varðar landbúnaðarmenntunina sem og önnur viðfangsefm, verður að gæta að nútíðinni bæði hvað varðar menntunina svo og umhverfi þeirra sent við menntuninni eiga að taka. Því er rétt að huga lítillega að stöðu landbúnaðarins í dag. Framleiðslustjórnun í hefðbundn- um búgreinum hefur mjög sett mark sitt á þróun þeirra og nýsköp- un. Búfjárfjöldi hefur dregist mjög saman og framleiðslan minnkað um 10-20 % í mjólkurframleiðslunni og urn 25-30 % í sauðfjárræktinni frá því að mest var skömmu fyrir 1980. Þessi þróun hefur orðið án tilsvar- andi fækkunar eininganna, einkum í sauðfjárræktinni. Nýjar búgreinar sem áttu að leysa hefðbundnar búgeinar af hólmi hafa ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast og hafa ekki náð að styrkja stöðu landbúnaðarins eins og gert var ráð fyrir. Hinsvegar hafa þær búgreinar sem áður voru mjög til hlés, s.s. svínaræktin og að nokkru Magnús B. Jónsson. alifuglaframleiðsla, skapað nýja samkeppnisstöðu á innlenda mark- aðnunt og krefjast meira svigrúms en áður var bæði hvað varðar fræðslu og leiðbeiningar. Þá eru sveitir landsins smám saman að komast á kort ferða- mannsins og bæði bændur og aðrir aðilar eru í vaxandi mæli að skapa sér atvinnu í þjónustugreinum af margvíslegum toga. Starfsemi þessi er ekki í beinni samkeppni við matvælaframleiðslu sveitanna og skapar henni víða stuðning. Það verður þó að gæta þess að sam- keppnin um landnotin getur orðið ásteytingarefni og verður að huga að þeim atriðum við áframhaldandi uppbyggingu þessarar starfsemi. Nauðsynlegt er að gera landnotend- ur ábyrgari fyrir þeirri starfsemi sem þeir hyggjast nota landið til og hin einhæfa umræða fyrri tíma á ekki hljómgrunn lengur að búsmali bænda sé eini landnotandinn og þar með sé bóndinn einn ábyrgur fyrir því hvemig landnýtingunni er hátt- að. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að bóndinn er helsti land- notandinn í atvinnurekstri samtím- ans en jafnframt ber honum að vera í forystu um landvörslu, hver á sín- um stað. Island hefur nýverið gerst aðili að hinu Evrópska efnahagssvæði og það ásamt nýju GATT samkomulagi hefur gjörbreytt rekstrar- og mark- aðsumhverfi landbúnaðarins á þann veg að nú verður innlendi markað- urinn ekki lengur einvörðungu í höndum íslenskra framleiðenda heldur er framleiðsluvara þeirra komin í samkeppni við framleiðslu stéttarbræðra þeirra í nágrannalönd- unum. Af þessum stutta inngangi varð- andi umhverfisþætti þá sém blasa við íslenska bóndanum og móta daglegan vettvang hans má ljóst vera að bóndinn þarf á staðgóðri menntun og fræðslu að halda. Það sama gildir um leiðbeinandann sem bóndinn sækir ráð til og margvíslega aðstoð og ekki síður fræðimanninn sem hefur það hlutverk að vinna að þróun og nýsköpun og þróa nýjar aðferðir, jafnframt því sem hann verður að huga að þeim grunni sem öll fræðin standa og falla með. Landbúnaðarmenntun framtíðar- innar verður að taka mið af öllum þessunt þáttum og vera stöðugt reiðubúin til að endurmeta stöðuna og breyta áherslum í takt við þau sóknarfæri sem kunna að skapast í atvinnugreininni. En jafnframt verð- ur að gæta þess að grunnurinn sé staðfastur og gæðin séu höfð í fyrir- rúmi. Löggjöfin um búfræðinámið er 828 FREYR - 22'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.