Freyr


Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 23

Freyr  - 15.11.1994, Blaðsíða 23
Athugasemd við ummœli Þórðar H. Hilmarssonar, forstjóra Globus hf., f 21. tbl. Freys í inngangi fréttatilkynningar okkar, sem birtist í 20. tbl. Freys á þessu ári, þar sem tiikynnt var um að Þór hf. hefði gengið til samstarfs við John Deere um sölu á John Deere traktorum á íslands, var m.a. farið nokkrum orðum um staðreyndir þess efnis að Ford Motor Company hafi hœtt allri framleiðslu traktora. Svo furðulegt sem það kann að virðast hefur Þórður H. Hilmarsson forstjóri Glóbus hf. tekið þessum staðreyndum frekar óstinnt og sakað starfsmenn og forráðamenn Þórs hf. um skaðandi áróður gegn fyrirtæki sínu og traktorum framleiddum af New Holland. Ef litið er nánar á þá málsgrein í fréttatilkynningu okkar sem olli slík- um viðbrögðum og hver setning skoðuð útaf fyrir sig, þá er erfitt að átta sig á viðbrögðum Þórðar og þeim ummælum sem hann lætur falla í viðtali við sig. (1) Þór hf. hefur verið um- boðsaðili fyrir Ford traktora og búvélar í 28 ár á Islandi og selt á tólfta hundrað traktora á því tímabili. Samkvæmt samningi við Ford Motor Company var Þór hf. umboðs- og söluaðili Ford traktora á Islandi í hartnær þrjá áratugi. Arið 1988 keypti Ford Motor Company búvélaframleiðandann New Holland og sameinaði traktordeild sinni, sem í kjölfarið nefndist Ford New Holland. (2) Nú hefur það gerst að Ford Motor Company hefur selt traktorverksmiðjur sínar til Fiat samsteypunnar og hætt allri fram- leiðslu traktora. I lok árs 1990 var skrifað undir samkomulag af hálfu Ford Motor Company og Fiat sam- steypunnar um kaup þess síðar- nefnda á 80% hlut í búvéla- og traktordeild þess fymefnda, en sú deild nefndist eins og áður sagði Ford New Holland. Tveimur árum síðar keypti Fiat samsteypan þau 20% sem eftir voru í eigu Ford Motor Company. Við þau kaup hætti Ford Motor Company allri framleiðslu traktora. Öll núverandi framleiðsla á traktomm, sem bera heitið ‘Ford’ er því alfarið óvið- komandi Ford Motor Company. - Allt em þetta staðreyndir sem Þórði H. Hilmarssyni er jafn vel kunnugt um og okkur, og að sjálfsögðu er hér ekki um neinn áróður að ræða. (3) Fiat mun fyrst um sinn halda áfram framleiðslu á núverandi gerðum Ford traktora en notkun Ford vörumerkisins takmarkast við örfá ár. I samningi Ford Motor Company og Fiat samsteypunnar er m.a. kveðið á um notkunarrétt þess síðamefnda á Ford vörumerkinu annars vegar, og heitinu ‘Ford’ hins vegar, en óþarft er að taka fram að Ford Motor Company á eitt fullan rétt á vörumerkinu Ford og heitinu ‘Ford’. Samkvæmt samningnum hefur nýja fyrirtækið, sem nú er alfarið í eigu Fiat samsteypunnar og nefnt er New Holland, heimild til að nota sporöskjulaga Ford vöru- merkið til 6. maí 1995. Eftir þann tíma má ekki nota sporöskjulaga vömmerkið Ford á traktora sem framleiddir verða undir heitinu Ford. Heimild fyrirtækisins á notkun heitisins ‘Ford’ á traktorum rennur út árið 2001! Þetta er Þórði einnig vel kunnugt um, og þegar hann segir í grein sinni að Fiat hafi keypt rétt- inn að ‘Ford’ nafninu „til notkunar fram á næstu öld“ þá er hann að kasta ryki í augu lesenda Freys - rétturinn er aðeins til ársins 2001 ! (4) Má því segja að Ford og Fordson traktorar heyri brátt sög- unni til. Af ofangreindu má ljóst vera að traktorar, framleiddir af New Hol- land fyrirtækinu, sem alfarið er í eigu Fiat samsteypunnar, bera ekki sporöskjulaga vömmerki Ford sam- steypunnar eftir 6. maí á næsta ári, og þeir bera ekki heitið ‘Ford’ eftir árið 2001. M.ö.o. eftir sjö ár verða ekki lengur framleiddir traktorar sem bera heitið ‘Ford’. Öllum má því ljóst vera að traktorar framleidd- ir undir heitinu ‘Ford’ heyra brátt sögunni til. Eins og sjá má af ofangreindu þá er ekki um neinn áróður af hálfu Þórs hf. að ræða, heldur eingöngu þurr upptalning staðreynda og rök- rétta ályktun í lokin. Aðdróttanir Þórðar um sárindi af okkar hálfu eiga ekki við nein rök að styðjast. Þegar Þór hf. var gert ljóst í desem- ber 1993 að breytingar væru í vænd- um varðandi dreifingu á traktorum undir heitum Fiat og Ford, voru engar ráðstafanir gerðar af okkar hálfu til að tryggja samstarf við Fiat samsteypuna um dreifingu á þessum traktorum. Aður en tilkynnt var um endanlegt val á dreifiaðila Fiat og Ford traktora hér á landi var Þór hf. þegar í viðræðum við John Deere, stærsta og öflugasta traktorframleið- anda heims í dag. Þórður nefnir réttilega að miklar breytingar eigi sér stað hjá fram- leiðendum landbúnaðartækja, sem oft endi í samruna, yfirtöku eða lokun fyritækja. John Deere fyrir- tækið á nú þegar í viðræðum við aðra traktorframleiðendur með sam- vinnu eða hugsanlega yfirtöku á þeim í huga. Eftir stendur óhaggað það sem sagt var í fyrrnefndri fréttatilkynn- ingu Þórs hf. um fyrirsjáanleg enda- lok Ford traktora, og ummæli Þórðar í garð Þórs hf. og starfsmanna Þórs hf. hljóta því að dæmast ómerk. Með þökk fyrir birtinguna. F.h. Þórs hf. Oddur Einarsson. 22*94 - FREYR 839

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.