Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1994, Blaðsíða 22

Freyr  - 15.11.1994, Blaðsíða 22
HROSSARÆKT - HROSSABUSKAPUR t Opinbcr framlög i* KostnaÖur Tekjur af kjötsölu 0 Tekjur af lífhrossasölu LeiÖbeiningaþjónusta BÍ og búnaöarsambanda Tamin ix Hryssum haldið t Fol^ld fæöast ItF* Ásett folöld^ Folöicfí sláturhús í ujjpeldi,^s£ld á fæti kj°l heiríia IC^3 Hryssur, stóöhestar *-----*— 4 Geldingar ------r RagaÖ í uppeldinu, ‘kjöt * -Ná fullorðinsaldri Ekki tamið- i -► Geldingar, arölausir NotuÖ til Seld Seld úr NotaÖir Seldir Seldir 'Hryssur, stóöhestar undaneldis innan- *andi heima innan- úrlandi ^ lands (§) (($)) lands Itp* Hrossakjöts-og hrossaframleiösla ® G % * (fi) 3. mynd. Framleiðsluferlið í hrosssarœktinni. hátt. Þetta er langtímaverkefni sem einungis ber árangur, sé unnið hnit- miðað og stefnt að ákveðnu marki. Það markmið er kynbótamarkmiðið (breeding objective). Kynbótamark- miðið í íslenskri hrossarækt er afskaplega víðfeðmt og byggist m.a. á ályktun Búnaðarþings frá árinu 1951. Dómstigi kynbótahrossa er síðan nánari skilgreining á vissum þætti kynbótamarkmiðsins, þ.e. úr- valsmark (selection criteria). Sú aðferð er við höfum til þess að nálgast kynbótamarkmiðið, er úrval- ið (selection). Ef við veljum ekki efnilegustu undaneldishrossin í hverri kynslóð til framræktunar, framkvæmum ekki úrval, þá náum við ekki neinum kynbótaframför- um,hversu mikla vandvirkni og orku sem við leggjum í dómstörf og út- reikning kynbótamatsins. Til að úrvalið verði markvisst, þarf það að styðjast við fastmótað kynbótaskipulag. Helstu niðurstöður rannsóknar á kynbótaskipulagi fyrir íslenska hrossarækt voru þær að mesta árangurs í kynbótastarfinu væri að vænta, ef höfuðáherslunni væri beint að notkun bestu ein- staklingsdæmdu stóðhestanna. Er þar átt við þá sem hafa hæst kyn- bótamat (BLUP) með góðu öryggi en eru tiltölulega ungir að árum, en það eru hestar á aldrinum 4ra til 10 vetra, af sterkum ættstofnum og með góðan dóm sjálfir. Til jafnaðar skyldu um 60% af hryssunum fá við þessum hestum en hin 40% skyldu deilast jafnt á milli bestu ungfol- anna, þ.e. þeirra vel sköpuðu og best ættuðu og helstu ættfeðranna í hrossaræktinni. Er þar átt við stóð- hesta 10 vetra og eldri sem eiga orðið mörg dæmd afkvæmi og hafa hátt kynbótamat. I uppeldinu skal þess gætt að hafa mörg hesttryppi ógelt, en nota aðeins til undaneldis þau allra bestu. Eftir tamningu skal síðan velja stíft úr hjörðinni, (Kristinn Hugason og fl. 1987). 8. Markaðsmál og afkoma Höfuðmarkmið íslenskrar hrossa- ræktar er reiðhrossaræktin þó svo að allnokkur kjötframleiðsla sé til stað- ar. Á síðustu tíu árum eða svo hafa stórstígar breytingar verið gerðar á ræktunarstefnunni í íslenskri hrossa- rækt. Þessar breytingar hafa miðast við að bæta klárganginn í íslenska hestinum, einkum þó töltið en við- halda samtímis fjölhæfni hestakyns- ins (fet, brokk, stökk, tölt og skeið). Lögð hefur verið aukin áhersla á kynbætur þeirra atriða er marka fegurð og léttleika íslenska kynsins en auka um leið myndugleik hests- ins og þokka í framgöngu. Einnig hefur meiri athygli verið beint að þeim þáttum í fótabyggingu hestsins sem helst ráða endingunni. í 2. töflu hér að framan sjást þær breytingar á vægisstuðlum eiginleikanna sem gerðar hafa verið til að ná þessu marki. Allar breytingar á vægis- stuðlum eru gerðar af Hrossarækt- amefnd og er þar stuðst við fræði- lega vitneskju og einnig tilfinningu og reynslu nefndarmanna sjálfra og annarra reyndra hestamanna. Fleiri stórfelldar breytingar hafa verið gerðar í hrossaræktinni á íslandi á síðustu árum. Sú stórfelld- asta eru auknar áherslur í einkunna- gjöf (teygni), sjá ritið Kynhóta- dómar og sýningar. A síðasta lands- móti (Landsmótið á Gaddstaða- flötum við Hellu 1994) sáust ýmis gleðileg áhrif þessarar stefnumörku- nar þó ég sé sannfærður um að enn stórfelldari árangur eigi eftir að koma í ljós á næstu ámm. Á fyrmefndu landsmóti sáust einnig hross sem eru æði nærri því sum hver í einstaka eiginleika og sum jafnvel í fleiri en einum, að ná því sem núverandi ræktunartakmark hljóðar upp á. Hinsvegar er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því að ræktunartakmark er felur í sér hina æðstu fegurð og mestu snilli sem íslenskur hestur getur náð sé hættu- legt fjölbreytileika íslenska hestsins, því í sjálfu sér er hluti kynbótamark- miðsins það að viðhalda fjöl- breytileika þessa einstaka hestakyns og það markmið er ekki í hættu. Á 3. mynd sést framleiðsluferlið í hrossaræktinni á Islandi í lokin skulu hér talin upp helstu áhersluverkefnin í íslenskri hrossa- rækt: - Efling skýrsluhalds, er á fram- kvæmdastigi, frá 1990. - Útfœrsla dómkerfis, er á fram- kvæmdastigi, frá 1988. - Útreikningur á kynhótamati, er á framkvæmdastigi, frá 1986. - Útgáfa leiðheiningarita, er á framkvæmdastigi, Hrossarœktin, Kynhótadómar og sýningar o.fl., frá 1986. - Rannsóknir á sjúkdómum og meðferð, þarf að efla. - Einföldun á félagskerfi hrossa- rœktarinnar, brýnt úrlausnarefni. - Markaðsstarf, þarf að auka. Erindi Jlutt á landsþingi rœktenda íslenska hestsins í Þýskalandi, Italdið í Kassel hinn 29. október 1994. 838 FREYR - 22'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.