Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 9

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 9
Ég hef einhvern veginn á tilfinn- ingunni að vendipunkturinn sé ekki svo langt undan, sóunin og bruðlið í lífsháttum nútímafólks gangi sér til húðar fyrr en varir, ef ekki fyrir skynsemi þá fyrir neyð. Já, það gæti verið og það er vonandi. Ég sé mikið eftir gamla SIS og kaupfélög- unum þegar þetta voru fyrirtæki þar sem samvinnuhugsjónin réð stefnunni. Það voru engin smáræðis áhrif sem það hafði á þjóðina og byggði upp þessi góðu lífskjör sem við eignuðumst. Nú er allt erfiði búið í landinu. Það er ekki til erfiði eins og áður þekktist. En hvernig finnst þér horfa hér í kring- um þig um mannlff og búskap? Ég vil nú segja að lengi fram eftir öld- inni vorum við hér á Skarðsströndinni á steinöld. Hér kemur ekki vegur eða sími fyrr en um 1950. Ég vil segja að Asgeir Bjamason í Asgarði hafi bjargað okkur úr steinöldinni þegar hann vann kjördæmið, við búum að því enn. Síðan hafa einnig komið ágætir þingmenn úr ýmsum flokk- um og látið gera margt gott. Hér er t.d. prýðileg heilsugæsla. Svo kom hér sam- veiturafmagn á 8. áratugnum. Stjómvöld vildu aftur á móti hafa Skarðströndina sem þjóðgarð, þar sem engu yrði breytt, enda eru hér ýmsir sögufrægir staðir. Áður fyrr var álitið að Skarðstrendingar þyrftu sérstakan sýslumann og þeir voru hér líka og sátu á Skarði. Þá var hér allt í málaferlum og rifrildi. Séra Friðrik Eggerz lýsir þessu vel í bókum sínum. Hvernig var þaö með sauðfjár- búskap hér á fyrri hluta aldarinnar. Byggðist hann á fjörubeit og að nyta eyjarnar að einhverju leyti? Já, þeir sem áttu eyjar, þeir flutti fé sitt fram í eyjar á útigang. Ég gerði það sjálfur á sínum tíma. En fjörubeitin nýttist alltaf illa þegar það gerði frost, en allar götur var beitt í fjöru þegar hægt var. Það voru engin stór fjárbú hér á Skarðströndinni. Hér voru margir bændur leiguliðar og bjuggu við lénsskipulag. Það var Skarð sem átti mikið af jörðum hér áður fyrr. Gamli Kristinn á Skarði var mildur lánardrottinn, það verður ekki annað sagt, en þá voru há jarðarafgjöld. Þegar t.d. for- eldrar mínir tóku þessa jörð á leigu þá var gjaldið 40 kinda fóður. Það vom ekki marg- ir bændur sem áttu mikið meira fé. I þessu basli vom þau í 13 ár, eða þangað til þau gám keypt þessa jörð. Húsnæðið var bara moldarhrúga á túninu og ég man eftir að rúmbælið mitt var þannig að fúinn hafði étið panelinn upp á rúmstokkana. Það voru mjög fallegir sveppir sem uxu út úr veggnum. Svo lak bærinn hverjum dropa sem rigndi á hann og maður varð að sofa undir alls konar dollum. Svo man ég eftir einn veturinn að það fóm hestar upp á bæinn. Það var svona sund milli tveggja þekja þar sem gangur var undir þar sem þeir komust upp. Svo heyrðist djöflagangur og læti og ég hélt fyrst að þetta væri draugur, en þegar kveikt var ljós þá bara horfði maður upp í norður- endann á einni merinni, sem var komin hálf niður um þakið. Það varð að fara að brölta við að ná henni upp úr og það tókst. Síðan varð að refta yfir gatið og þá varð að taka reiðingstorfur sem vom þurrar og notaðar vom undir klifbera á hestum, og setja yfir gatið og þétta svo með kúamykju. Annarra kosta var ekki völ. Þetta er lífsbaráttan sem þú minnist frá œskuárum þínum? Já, þetta og annað svipað er saga ís- Gömul mynd af Steinólfi í Fagradal, lengst til hœgrí, á leið út í eyjar með Birni Björnssyni, Ijósmyndara, lengst til vinstri, til að mynda fuglalíf. Hér voru margir bœndir leiguliðar og bjuggu við lénsskipulag. Grágœs á hreiðri. „Gœsavarp er árlega að aukast hjá mér í eyjunum", segir Steinólfur. 6. '95- FREYR 241

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.