Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 13

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 13
Gróðurvernd og landnýting Sveinbjörn Dagfinnsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri Erindi flutt á ráðstefnunni „Landnýting - horft til framtíðar“ sem haldin var 10. mars sl. í tilefni afþví að Sveinbjörn hefur nýlega látið afstörfum sem ráðuneytis- stjóri \ landbúnaðarráðuneytinu. Sagan Eyðing jarðvegs og gróðurs á Is- landi er jafn gömul búsetu í land- inu. Löngum er vitnað í Ara fróða og umsögn hans um gróður þá menn settust hér að, en við eigum einnig yngri heimildir. Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vída- líns, Ferðabók Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar, Ferðabók Olafs Olavíusar og Ferðabók Sveins Pálssonar. Þannig er vitað um mikla útbreiðslu birkis í Skaga- fjarðar- og Eyjafjarðarsýslum enn í upphafi 18. aldar. Fljótsdalshérað og Jökuldalurinn hafa verið sam- fellt skóglendi um árið 1770, samkvæmt heimildum, og mikið af því var stórvaxinn skógur, t.d. í Fellum, sem nú eru víðast firrt öllum hávöxnum gróðri. Athuganir á ástandi gróðurs hafa leitt sérfræðinga að þeirri niður- stöðu, að gróðurþekja hafi náð yfir 2/3 hluta landsins og að minnst fjórðungur lands hafi verið vaxinn birki og kjarrgróðri í einhverri mynd. Hávaxnir birkiskógar voru á skjólsælum láglendissvæðum, kjarr og kræða á rýrari svæðum. Ellefu- hundruð árum síðar telst gróður- þekjan ná til um 1/4 hluta landsins og skóglendi vera um 1% af land- inu. Af þessum skógarleifum telst mikið enn í hnignun eða stöðnun, aðeins um 30% teljast í framför. Til samanburðar má geta þess að lönd eins og Svíþjóð eru þakin skógi að 69% og Finnland 72%. Við þekkjum öll þessa örlaga- sögu, en misvel. Líf þjóðarinnar í þúsund ár var m.a. goldið með því að ganga svo nærri dýrmætri, lítt bætanlegri auðlind, gróðri og frjó- mold jarðar. í mörgum tilvikum var meðferð gróðurs miskunnarlaus, lengra gengið en þörf krafði. Þorvaldur Sveinbjörn Dagfinsson flytur erindi sitt. (Ljósm. 01. R. Dýrmundsson). Thoroddsen segir í ritum sínum, er hann lýsti ástandi landsvæðis á Suðurlandi: „Það er hér sem víðast annars staðar á íslandi, þar sem land gengur úr sér, að það er mest mönnunum að kenna, hugsunar- leysi og stundarhagnaður hafa gert landinu mikinn skaða.“ Sveinn Pálsson, læknir og nátt- úruvísindamaður, segir í ferðabók sinni, þegar hann kom í Fljótsdal á Héraði: „Skógurinn í Hallormsstað og þar fyrir ofan er sennilega besti skógurinn sem nú er til í landinu. Vegurinn gegnum skóginn minnir víða á fögur trjágöng, því trjákrón- umar ná saman svo hátt yfir jörð, að vart næst upp í þær með svipunni. Á þessum stað getur maður tekið undir með þeim Eggert og Bjama að Fljótsdalur sé eitt fegursta hérað landsins.“ „En svo mun fara um þetta fagra hérað sem aðrar skóg- arsveitir á íslandi, það verður lagt í örtröð til skammar fyrir alda og skaða fyrir óborna. Alls staðar og þó einkum hjá Hallormsstað, innst í dalnum, blasa við hryggileg verk- summerki, hin fegurstu birkitré hafa verið stráfelld á þessum slóð- um, ekki samt að rótum, heldur hefur stofninn verið bútaður allt að mannhæð frá jörðu, svo svæðið er yfir að líta sem væri það krökkt af vofum eða náhvítum staurbeinum draugum, sem hestar mínir voru í fyrstu dauðhræddir við og ramm- fælnir. Skógarhöggsmennirnir hafa ekki nennt að hafa fyrir því eða viljað leggja það á sig að höggva hin stóru tré að rótum, en með því hafa þeir banað fjölmörgum rótar- teinum. Stofnamir visna og samt sem áður geta þessir skógarræn- ingjar ekki drattast til að höggva þá til eldsneytis heldur láta þeir þá grotna niður og halda áfram að kvista lifandi tré, e.t.v. hálfvaxin. En í þokkabót er svo alls staðar fullt af kalviði, snjóhvítum og visnandi toppum, jafnvel á ungum trjám. Þetta stafar af því að menn ráðast á skóginn að vetrarlagi, slíta upp yngstu greinamar, þegar þær standa einar upp úr snjónum og nota þær til fóðurbætis og eldsneytis, af því að þeir hafa vanrækt jöfnum hönd- um að afla heyja og eldiviðar að sumrinu.“ Þjóðin erfir ekki við gengnar kynslóðir meðferðina á gróðurlendi lands vors, sem leitt hefur af sér geigvænlegan uppblástur og berar auðnir, þar sem áður var gróska og blómgróður. Nauðsyn knúði á um mikið af því sem gert var, þekking- arskortur, skilningsleysi og stund- arhagur réð einnig oft of miklu. Ný viðhorf Undanfama áratugi hefur mikil vakning verið með þjóðinni um eflingu gróðurverndar og um varn- araðgerðir gegn foki jarðvegs og 6.'95- FREYR 245

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.