Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 11

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 11
lenskra bænda öldum saman og allt fram á þessa öld. Og það sem lyfti þessu fólki upp úr fátækt og bjargarskorti var sam- vinnuhugsjónin og Samvinnuhreyfingin, þ.e.a.s. samtakamáttur bændanna. Við vorum að tala um að núverandi hnignun landbúnaðarins og bændastétt- arinnar muni snúast við, en það snýst ekkert við nema samtakamátturinn verði efldur. Það þarf að byrja aftur frá grunni. Svo hafa þeir náttúrlega sofið á verðin- um þessir Framsóknarmenn, sem áttu að hlynna að samvinnustefnunni og flokk- urinn var myndaður til að styðja við. Sú kynslóð í sveitum sem nú er tekin við, hún taldi kaupfélögin einhvem sjálf- sagðan hlut sem tilheyrði landslaginu, en það er ekki rétt. Það verður að hlúa að þeim og rækta þau, til þess að þau fái að dafna. Eg vil mynda hreyfingu í landinu um að við lifum sem allra mest á því sem landið gefur og flytjum ekki inn nema það sem við getum alls ekki framleitt. Hér erum við sagðir á takmörkum byggilegrar veraldar, hér er lífsbaráttan harðari en annars staðar. Við það verðum við að sætta okkur. Við höfum ekki þrefalda uppskeru eins og sumir aðrir. Við íslenskir bændur verðum að keppa við þjóðir sem hafa þrefalda uppskem og þó ekki sé nema tvöfalda miðað við það sem við fáum. Æmar í Skotlandi fara ekki í hús nema örfáa daga á ári, en héma em þær inni sjö mánuði á ári. Við vemm að keppa við þetta. Við verðum að sætta okkur við hvar okkur er markaður bás á jörðinni. Þú nefndir áðan að þú hefðir lent í riðuniðurskurði á þínu fé, heldur þú að það hafi í raun og veru verið riðuveiki í fénu? Já, ég verð að trúa vísindamönnunum. Þessi ær var leidd fyrir Pál Agnar Pálsson yfirdýralækni og Sigurð Sigurðarson dýralækni sem sér alls staðar riðu. En ég reyndi að hafa eins gaman af þessi bölvaðri riðu eins og ég gat. Það kom hingað til mín meðan á þessum ósköpum stóð einhver blaðasnakkur og ætlaði að velta sér upp úr þessu. Þá sagði ég við hann að ég hefði ekki nennt að búa og reynt að koma mér upp riðu. Eg hefði tekið eina rolluna og hellt í hana slurk af brennivíni. Eg hefði svo kallað á Rögn- vald dýralækni í Búðardal til að skoða rolluna og þá hefði hún slagað dálítið til, en það eru einkenni riðuveikinnar að féð slagar. Hann hringdi í Sigurð Sigurðarson sem kom í loftköstum, hann hringdi í mig úr bílsíma og sagðist vera í Ásgarði hjá Ásgeiri og vera að koma til mín. Eg hellti þá sýnu meira brennivíni í rolluna svo að hún slagað þetta lrka litla flott, þegar Sigurður kemur. Þetta sagði ég blaðamanninum og hann fór í fússi og mér virtist svo að hann hafi haldið að ég væri að ljúga að honum. Svo skal ég segja þér aðra sögu, sem ég hafði dálítið gaman af. Þá var ég kallaður á fund með öllum oddvitum hér á svæð- inu. Það átti að taka af mér skýrslu um það hvert ég hefði selt fé, einkum hrúta, en ég gerði dálítið af því. Þeir voru þama Sig- urður Sigurðarson dýralæknir og allir odd- vitarnir. Eg sagði þeim þá að ég hefði lánað einn hrút hér vestur yfir fjörð, yfir í Geirdal, gráan hrút. Sigurður náttúrlega spennist upp og spyr mig hvort ég viti ekki að það Það sem lyfti þessu fólki upp úr fátœkt var sam- vinnuhugsjónin og Samvinnu- hreyfingin. séu stór viðurlög við að flytja fé yfir girð- ingar í önnur hólf. Jú, jú, svaraði ég, ég er bara svona for- hertur. Það risu öll hár á oddvitunum og þetta var orðið dálítið rafmagnað andrúm- sloft. Þá segi ég þegar ég er búinn að hafa dálítið gaman af þessu að þetta hafi verið vatnshrútur, grámálaður. Þá létti þeim mikið. Annars er það mjög grunsamlegt með þessa riðuveiki hér. Þetta kemur upp í einni níu vetra kind sem kom ekki af fjalli, og átti að slátra henni. Það fundust ekki öll einkenni á henni og ég vildi láta hana drepast úr þessu, svo að öll einkennin kæmu í ljós. En þeir vildu það ekki og fóru með hana lifandi suður að Keldum þar sem henni var lógað og riðan staðfest. Veikin kom ekki upp á fleiri bæjum og ekki nema í þessari einu kind hér. Eg gaf fénu vothey um þetta leyti og Steinólfur og Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur virðafyrir sér bleikjur í eldi í keri í Ytri-Fagra- dal. (Freysmynd). Jú, jú, ég er bara svona forhertur, svaraði ég. 6. '95 - FREYR 243

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.