Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 30

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 30
3. Komið verði upp sérhæfðri að- stöðu til tilrauna í lífrænni rækt- un með þvf að samtengja starf- semi tilraunastöövarinnar á Sámsstöðum og skógræktar- stöðvarinnar á Tfimastöðum í Fljótshlíð. Þeirri starfsemi verði sett sérstök yfirstjóm með aðild j bænda í lífrænum búskap. Ahersla verði lögð á lífræna áburðarframleiðslu, grasrækt, belgjurtarækt, kornrækt, skjól- beltarækt og bæði inni- og úti- ræktun grænmetis. Þar með verði gerðar tilraunir með safnhauga- gerð og margvísleg sáðskipti. Leita skal samvinnu við bændur í lífrænum búskap á Suðurlandi svo og við aðrar tilraunastöðvar um uppgræðslutilraunir, beitar- tilraunir og tilraunir með lífrænt fóður sem framleitt er á Sáms- stöðum/Tumastöðum, enda ekki gert ráð fyrir að þar sé haldið búfé. Samhliða þessari nýskipan verði öllum starfandi tilrauna- og skólabúum ríkisins gert að vinna áætlanir um lífrænan búskap og hrinda þeim í framkvæmd eftir því sem aðstæður leyfa. Hvatt verði til samvinnu aðila sem vinna að rannsóknum, kennslu og leiðbeiningum um þróunar- verkefni í lífrænum landbúnaði í tengslum við opinber tilraunabú eða bændur í lífrænni fram- leiðslu. 4. Erlendis, t.d. í Austurríki, Nor- egi, Sviss og Þýskalandi, hefur komið glögglega í ljós að með aðlögunarstyrkjum má hraða mjög uppbyggingu lífræns bú- skapar. Þótt ekki séu tiltækar upplýsingar um kostnað við að- lögun íslenskra búgreina né kostnað við vottun afurða er ljóst að slíkt getur haft veruleg áhrif á afkomu búsins á meðan breyt- ingamar ganga yfir. Því leggur nefndin til að kannað verði hvort og með hvaða hætti megi efla lífrænan landbúnað með tíma- bundnum aðlögunarstyrkjum, og sérstakri lánafyrirgreiðslu fyrir einstakar jarðir sem metnar eru hæfar til slíks búskapar. Þar sem gerðar eru meiri kröfur til umhverfisverndar í lífrænum landbúnaði en í þeim hefð- bundna og í ljósi þeirrar stað- reyndar að lífrænir búskapar- hættir eru atvinnuskapandi og stuðla að viðhaldi byggðar og búsetu í sveitum, er eðlilegt að líta á stuðning við aðlögun sem „grænar greiðslur“. Slíka styrki mætti m.a. tengja skilyrðum um gróðurvernd og uppgræðslu, varðveislu sérkenna í landslagi og lífríki og uppbyggingu vist- vænnar ferðaþjónustu. 5. Niðurstöður nefndarinnar sýna að þrátt fyrir ýmsa annmarka em skiíyrði til lífræns landbúnaðar ákjósanleg að mörgu leyti. Nefndin telur þó ekki unnt að spá um þróunina sem mun ráðast mjög af þáttum á borð við efl- ingu rannsókna, kennslu og leið- beininga, stuðning við aðlögun og aðgang að mörkuðum. Þótt ekki sé raunhæft að meirihluti íslenskra búvöruframleiðenda hljóti lífræna viðurkenningu á næstu árum eru slagorð á borð við „Iceland going organic“ rétt- lætanleg. I því felst verðugt langtímamarkmið sem vekur athygli við kynningu á Islandi og markaðsöflun fyrir íslenskar af- urðir erlendis. Slík fyrirheit geta haft jákvæð áhrif á umhverfis- ímynd landbúnaðarins og lands- ins í heild. Markaðsmál hafa ekki verið könnuð, enda ekki gert ráð fyrir því, en nefndin vill þó koma á framfæri þeirri tillögu að land- búnaðarráðuneytið beiti sér fyrir því, í samráði við vottunarstofur, að sem fæst lífræn vömmerki verði notuð, helst aðeins eitt, t.d. „Organic Iceland“ erlendis og á innanlandsmarkaði „Lífrænt ís- lenskt“. 6. Tillögur nefndarinnar hér að framan hafa allar miðast við fag- lega uppbyggingu og þróun líf- ræns landbúnaðar. En að fleiru þarf að hyggja sem getur notið góðs af eflingu lífrænnar fram- leiðslu. Því leggur nefndin fram þá tillögu að landbúnaðarráðu- neytið og yfirdýralæknir beiti sér fyrir umræðum um leiðir til að gæðavotta með einhverjum hætti landbúnaðarafurðir sem uppfylla að hluta kröfur líf- rænna framleiðsluhátta, sbr. lög nr. 162/1994 og væntanlega reglugerð, og em vistvænni en almennt gerist í landbúnaði (millistig). Fordæmi eru næg, t.d. reglur um framleiðslu og mark- aðssetningu gæðavottaðra land- búnaðarvara undir merkinu „Godt norsk“ í Noregi (fskj. 21). Þar sem gera má ráð fyrir að kröfur um hreinleika og fram- leiðsluhætti séu all breytilegar eftir afurðum þarf að fjalla um hverja búgrein fyrir sig, t.d. í hinum ýmsu búgreinafélögum og fagráðum landbúnaðarins. Slíkar umræður má einnig skoða sem lið í eflingu gæðastýringar sem er ofarlega á baugi í landbúnaði um þessar mundir. Meginniðurstöðurnar eru eftir- farandi: a) Átak verði gert til að efla rann- sóknir, kennslu og leiðbeining- ar í þágu lífræns landbúnaðar. Gerðar verði áherslubreyting- ar í forgangsröðun rannsókn- arverkefna enda um nýsköpun í landbúnaði að ræða. b) Starfsemi tilraunastöðvarinn- ar á Sámsstöðum og skóg- ræktarstöðvarinnar á Ttima- stöðum í Fljótshlíð verði sam- tengd og þar verði komið á fót sérhæfðum rannsóknum í líf- rænni ræktun í samvinnu við bændur í Iífrænum búskap. c) Kannað verði hvort og með hvaða hætti megi efla lífrænan landbúnað með tímabundnum aðlögunarstyrkjum og sér- stakri lánafyrirgreiðslu. d) Þótt skilyrði til iífræns bú- skapar séu að mörgu leyti góð hér á landi skal líta á aðlögun að lífrænum landbúnaði sem verðugt langtímamarkmið fremur en snögga breytingu í búskaparháttum. e) Landbúnaðarráðuneytið beiti sér fyrir umræðum um gæða- vottun landbúnaðarafurða sem uppfylla að hluta kröfur líf- rænna framleiðsluhátta og eru vistvænni en almennt gerist í landbúnaði (millistig). Reykjavík, 10. mars 1995, f.h. nefndar umfaglega stöðu og horfur í lífrœnum búskap á Islandi, Ólafur R. Dýrmundsson, formaður 262 FREYR - 6.'95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.