Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 28

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 28
Til þessa hefur grœnmeti verið helsta afurð lífrœns búskapar hér á landi. Efvel á að vera þarf skjólbeltarœkt að tengjast lífrœnum landbúnaði. (Freysmynd). skaparháttum er að hinn faglegi grundvöllur verði efldur, sbr. lið b), c) og d) hér á eftir. íslenskir bú- vísindamenn, dýralæknar og aðrir fagmenn hafa góða grunnmenntun, innlenda og erlenda, og telur nefnd- in þá vel í stakk búna til að byggja upp trausta innlenda þekkingu á lífrænum búskap. b) Rannsóknir. Þar sem líta ber á eflingu lífræns landbúnaðar sem nýsköpun í ís- lenskum landbúnaði þarf að huga sérstaklega að stöðu rannsókna um þau efni. Þótt að hluta sé verið að endurvekja gamla búskaparhætti, svo sem með aukinni notkun búfjáráburðar, nýta lífrænir bændur margvíslega vistvæna tækni og nýj- ungar. Það kemur m.a. fram í fskj. 5, 11, 12 og 15 að fyrir liggja niður- stöður fjölda tilrauna, og nokkrar eru í gangi, um ýmsa þætti sem varða lífræna ræktun, svo sem með belgjurtir og búfjáráburð, og varð- andi lífrænt búfjárhald svo sem með úthagabeit, húsvist og hrein- leika afurða. Þótt sumar þessara tilrauna séu nær jafn gamlar öldinni treysta þær þekkingargrunninn og geta komið að gagni við nýjar rann- sóknir. Á Rannsóknastofnun land- búnaðarins, Bændaskólanum á Hvanneyri, Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi og víðar eru í gangi tilraunir og áform um fleiri sem koma til með að renna styrkari stoðum undir lífrænan landbúnað. Má t.d. nefna belgjurtaverkefni og áform um samanburð á lífrænum og tilbúnum áburði hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, áform um rannsóknir á nýtingu sláturúrgangs til áburðarvinnslu á vegum Bænda- skólans á Hvanneyri og Hagþjón- ustu landbúnaðarins og tilraunir með safnhaugagerð á Garðyrkju- skóla ríkisins á Reykjum. Auk þess er unnið að tilraunum með nýja tækni við safnhaugagerð á Neðri- Hálsi í Kjós í samvinnu við Iðn- tæknistofnun. Aftur á móti hafa ekki verið sett upp sérstök tilrauna- verkefni vegna lífræns landbún- aðar. Þeirra er nú þörf og hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að auk sérstakra tilrauna liggi beint við að þeir sem t.d. sinna rann- sóknum í túnrækt, garðyrkju og gróðurhúsarækt leiti eftir samvinnu við bændur sem nú þegar stunda líf- rænan landbúnað og rannsaki og skrái niðurstöður um frjósemi jarð- vegs, áburðarnotkun, uppskeru o.fl. á þessum búum. Huga þarf sérstak- lega að bættri nýtingu búfjár- áburðar og nýtingu engja til slægna. Einnig þarf að kanna hagræna þætti og afkomu í lífrænum búskap sem er lítt þekkt hér á landi. Þróa þarf einfaldar- og fljótvirkar aðferðir til að meta ástand og gæði beitilanda og til að ákvarða hámarksbeitarálag í úthaga sbr. fskj. 2. Því má við bæta varðandi rannsóknaþáttinn að allir sem nefndin leitaði álits hjá varðandi hann höfðu jákvæð við- horf til eflingar rannsókna í þágu lífræns landbúnaðar. c) Kennsla Til að unnt sé að nýta sem best þá þekkingu sem tiltæk er, eða verður aflað á komandi árum, er nauðsyn- legt að efla fræðslu bændaefna, starfandi bænda og annarra sem á einn eða annan hátt vinna að líf- rænum landbúnaði. Þessir búskap- arhættir krefjast mikils skýrsluhalds og vandaðra vinnubragða á öllum stigum framleiðslunnar og eins og áður var vikið að er í raun um ný- búgrein að ræða sem taka þarf föst- um tökum í upphafi. Því er þekk- ingarþörfin mikil og getur skipt sköpum hvernig bænda- og garð- yrkjuskólar bregðast við þessum vaxtarbroddi í íslenskum landbún- aði. I ljós kom að forráðamenn skólanna eru nú þegar farnir að huga að því hvernig slíkri fræðslu verður best fyrir komið. í öllum skólunum hefur kennsla í umhverf- isfræði verið efld á seinni árum og varða sumir þættir þess náms líf- rænan landbúnað beint eða óbeint. Bændaskólinn á Hvanneyri býður í vetur í fyrsta skipti upp á valgrein innan landnýtingarsviðs bænda- deildar er nefnist „vistvænn land- búnaður“. í raun er þungamiðjan í þessu námi lífrænn landbúnaður, sem margir telja vistvænsta stig landbúnaðar, en jafnframt er vikið að millistigum þar sem gerðar eru meiri umhverfiskröfur til fram- leiðsluhátta en í almennum land- búnaði. Nefndin telur þetta góðan vísi að sérstakri kennslu í lífrænum landbúnaði og bendir jafnframt á að Bændaskólinn á Hvanneyri hélt í apríl 1994 vel heppnað námskeið um lífrænan landbúnað fyrir bænd- ur, kennara, ráðunauta og aðra sem láta sig varða þann búskap. Áform eru uppi um áframhald slíkra end- urmenntunarnámskeiða. Þá má geta þess að nemandi á lokaári í búvís- indadeild vinnur nú að aðalverkefni til kandídatsprófs í lífrænum land- búnaði. Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum í Ölfusi hefur verið með nokkra kennslu í lífrænni ræktun í 260 FREYR - 6.'95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.