Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 29

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 29
liðlega 20 ár og nokkrir nemendur þar hafa unnið að verkefnum á þessu sviði. Þar er í undirbúningi stofnun sérstakrar námsbrautar í lífrænni ræktun með áherslu á rækt- un, gæði og markaðssetningu garð- ávaxta. Þá er áformað að auka fræðslu um lífræna ræktun á öllum námsbrautum skólans. Bændaskól- inn á Hólum í Hjaltadal leggur rfka áherslu á umhverfisvernd og vist- vænan búskap í allri kennslu þótt ekki sé boðið upp á sérhæfð nám- skeið í lífrænum landbúnaði. A því eru þó góðir möguleikar, einkum á fiskeldissviði, svo sem í sambandi við bleikjueldi, en grundvöllur hef- ur ekki verið til slíks vegna skorts á framleiðslureglum. Komið hefur til tals að reka fjárbúið á Hólum með lífrænum hætti og hafa slíkar um- ræður einnig tengst hrossabúskap og kennslu í hrossarækt á staðnum. d) Leiðbeiningar. Forystumenn bændasamtakanna hafa sýnt lífrænum landbúnaði mik- inn áhuga undanfarin tvö ár og er nú þegar kominn vísir að leiðbein- ingaþjónustu á þessu sviði í tengsl- um við nokkrar búgreinar. I Bænda- höllinni eru nú tiltækar ýmsar upp- lýsingar um lífrænan landbúnað, bæði í bókasafni og hjá einstökum starfsmönnum, og sérstakt átak hefur verið gert til að afla upplýs- inga um markaði erlendis og mynda tengsl við framámenn í lífrænum landbúnaði, t.d. hjá IFOAM, Al- þjóðasamtökum lífrænna landbún- aðarhreyfmga. Möguleikar lífræns landbúnaðar á íslandi hafa verið kynntir víða, bæði innanlands og utan, og hefur það verið samdóma álit erlendra sérfræðinga sem hing- að hafa komið að hér séu sóknar- færi á þessu sviði. Þá hafa nokkrir lands- og héraðsráðunautar, ásamt fagmönnum í rannsóknum og kennslu, sótt námskeið og ráð- stefnur í lífrænum landbúnaði bæði innanlands og utan. Komið hefur verið á sambandi við ýmsa erlenda búvísindamenn sem vinna við líf- rænan landbúnað en flestir hafa þeir áður þjónað þeim hefðbundna. Að dómi nefndarinnar eru þetta allt skref í rétta átt og tekur hún undir það álit búnaðarmálastjóra að leið- beiningaþjónustan þurfi að vera í stakk búin til að geta sagt bændum hvaða skilyrði séu í einstökum búgreinum og á einstökum jörðum til lífræns búskapar, hverjir afkomu- möguleikamir séu og hún þarf að geta gefið bændum allar tiltækar upplýsingar um vottun og notkun lífrænna vörumerkja. Nefndin gerir ráð fyrir að þótt vottunarstofur annist eftirlit á búunum og bendi ætíð á sitthvað sem betur megi fara þurfi leiðbeiningaþjónustan að tak- ast á við aukin verkefni í tengslum við eflingu lífræns landbúnaðs svo sem í sambandi við ýmiss konar IV. Tillögur ncfndarinnar. 1. Líta ber á eflingu lífræns landbún- aðar sem nýsköpun, leið til að snúa vöm í sókn. Gera þarf sér- stakt átak til að styrkja faglega stöðu hans eigi hann að ná út- breiðslu hér á landi. Til þessa verði tekið tillit við gerð nýrra bú- vörusamninga, endurskoðun kvóta- kerfa og annars er varðar mótun landbúnaðarstefnu framtíðarinnar. 2. Samstillt átak verði gert til að efla rannsóknir, kennslu og leið- beiningar í þágu lífræns landbún- aðar. Þannig verði gerðar Við aðlögun að viðurkenndum lífrœnum búskap getur þurft að gera einhverjar breytingar á innréttingum gripahúsa, t.d. áfjósum. Bœndur eru hvattir til að kynna sérnýju reglugerðina. (Freysmynd). skýrsluhald, bókhald, áburðaráætl- anir, fóðuráætlanir, skipulagningu beitar, kynbótarstarf, vistvæna tækniþróun og endurbætur eða ný- byggingu gripahúsa. Raunar snertir lífrænn landbúnaður öll svið leið- beiningaþjónustunnar en miklu máli skiptir hversu vel tekst til um eflingu fyrrnefndu faglegu þátt- anna, rannsókna og kennslu. A liðnum árum hefur leiðbeininga- þjónustan iðulega sýnt framkvæði, t.d. varðandi eflingu ýmissa ný- búgreina, og benda viðtöl nefndar- innar við forystumenn bænda ein- dregið til þess að þeir hafi fullan hug á að efla leiðbeiningarþjónustu fyrir lífrænan landbúnað eftir því sem þörf krefur. áherslubreytingar á forgangs- röðun rannsóknarverkefna. Óll- um nemendum bændaskóla, bú- vísindadeildar og garðyrkjuskóla verði gefinn kostur á grunn- fræðslu í lífrænum búskap og boðið verði upp á sérhæfð nám- skeið bæði fyrir nemendur skól- anna svo og vegna endurmennt- unar bænda, ráðunauta og starfs- manna vottunarstofa. Leiðbein- ingaþjónustan, bæði á landsvísu og úti í héruðum, leggi fyrst um sinn megin áherslu á að gefa bændum ráð um aðlögun jarða og búgreina, kynni nauðsynlegar breytingar í búskaparháttum og gefi allar tiltækar upplýsingar um afkomu í lífrænum búskap. 6. ’95 - FREYR 261

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.