Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 22

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 22
Mynd 2. Aðlögunarhœfni og sveiflur í stofnstærð. Ekki er hœgt að meta heilbrigði stofna með því að líta aðeins á fjölda laxa. Þó að allt líti vel út þá getur verið að möguleikar til að komast afhafi stórlega minnkað. A Miklar sveiflur í afkomu laxastofnsins vegna lélegrar aðlögunarhœfni. B Sveiflur í afkomu laxastofnsins eru ekki eins miklar og í A vegna góðrar aðlög- unarhæfni. (U1),(U2) o.s.frv. tákna mismunandi umhverfisaðstœður. (Mynd aðlöguð frá William Liss). upprunalega stofnsins dugir ekki til (11) og einnig vegna þess að sleppi- fiskum er fleytt yfir þau æviskeið þar sem dánartíðni er mest. Eiginleikar náttúrlega stofnsins geta tapast með stöðugri blöndun við nærliggjandi hafbeitarstofna. Ahrif slíkrar blönd- unar eru mögnuð með því að laxar á leið í ákveðnar ár eru teknir á leið sinni fram hjá hafbeitarstöð en í stað þeirra koma laxar ættaðir úr haf- beitarstöðinni sem villast í ámar. Þó fjöldi náttúrlegra laxa sem fangaðir eru í stórri hafbeitarstöð sé ekki mikill getur það engu að síður verið mikið fyrir viðkomandi á. Þegar stofnar af ólíkum uppruna blandast getur niðurstaðan orðið minni hæfni þeirra stofna sem fyrir blönduninni verða vegna neikvæðra áhrifa útræktunar sem getur komið fram í minni framleiðni þeirra. Færri laxar skila sér í viðkomandi ár heldur en áður en blöndunin átti sér stað ef borið er saman við sam- bærilegar ár þar sem ekki hefur orðið eins mikil blöndun. Tilvikum sem þessum fer fjölgandi á vest- urströnd Bandaríkjana þar sem seiðasleppingar hafa verið stund- aðar um árabil með það að augna- miði að byggja upp stofna eða auka laxagengd (16, 27). Rannsóknir á Atlantshafslaxi í Skandinavíu sýna svipaða þróun (24). Samsetning stofna Enn eru ónefnd áhrif rangrar nýt- ingar á samsetningu stofna. Þekkt- asta dæmið er varðar lax eru áhrif mikillar sjávarveiði víða við strend- ur Norður Ameríku. Þar hefur veiði með of stórum möskvum fjarlægt stærri og eldri laxa áður en þeir ná að ganga í ámar en þeir smærri sleppa. Ahrifin eru þau að sjávar- dvöl laxa hefur styst frá því sem áður var. Veiðamar hafa því valið gegn þeim eiginleika að dvelja lengi í sjó og verða stór fyrir hrygn- ingu. Laxar sem ganga í árnar eru því minni og yngri en áður (20, 18). Þetta hefur gerst á skömmum tíma og sannar að hægt er að breyta stofnum á tiltölulega stuttum tíma. Er hœgt aö réttlœta umhverfisrask með seiðasleppingum? I norðvesturríkjum Bandaríkj- anna hefur gífurlegt umhverfisrask á vatnasviði margra laxveiðiáa leitt til hruns laxastofna. Reynt hefur verið að bregðast við þessu með seiðasleppingum og hverjum nýjum spjöllum hafa fylgt fyrirheit um einhvern tiltekin fjölda sleppiseiða sem ætlað er að bæta skaðann. Sleppingar hafa hins vegar ekki skilað tilætluðum árangri og hafa fremur haft slævandi áhrif á vitund fólks um hvað raunverulega hefur verið að gerast. Löxum sem skila sér árlega í ámar hefur fækkað úr um 100 milljónum frá því um miðja 19. öld niður í um 15 milljónir nú. A vatnasvæði Kólumbía fljóts einu og sér er talið að um 107 laxastofn- ar, úr ám sem renna í fljótið séu útdauðir og aðrir 89 stofnar séu að fara sömu leið. Þekktasta dæmið er fljótið Snake River sem á upptök sín í Idaho rfld. I þá á gengu um 30000 laxar árlega þar til fyrir um 30 árum en aðeins einn lax skilaði sér árið 1992 (1). Ef náttúruleg stofnstærð minnkar verulega frá því sem verið hefur eru seiðasleppingar sem slíkar, um lengri eða skemmri tíma, ekki sú lausn sem fólk ætti að einbeita sér að. Mikilvægara er að bæta þær að- stæður sem skópu og viðhalda vandanum (14). í því sambandi má nefna mengun og umhverfisrask sem minnkar lífslíkur og skaða á búsvæðum og umhverfisrask sem hindrar göngur laxins. Ofveiði get- ur einnig átt hlut að máli. Um- hverfisrask getur valdið því að stofnar þola ekki jafn mikla veiði og áður. A þessu hafa Bandaríkja- menn verið að brenna sig og vilja nú snúa við blaðinu. Af framan- sögðu má hins vegar vera ljóst að vandamál af þessu tagi geta allt eins skapast hér á landi ef við höldum ekki vöku okkar. Samspil laxa af náttúru- legum uppruna og sleppi- uppruna í veiði Samspil laxa af náttúrlegum upp- runa og sleppiuppruna í veiði getur tekið á sig ýmsar myndir. Til þess að skýra þetta aðeins betur má taka dæmi um ótilgreinda litla laxveiðiá. Gerum ráð fyrir því að ánni megi skipta í tvö svæði; efra og neðra svæði. Ef við gæfum okkur að 254 FREYR - 6. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.