Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Síða 15

Freyr - 01.11.1995, Síða 15
MAFA fóðursíló Sænsk fóðursíló, sem komið er fyrir úti eða inni, fyrir hvers kyns kjarnfóður. Stærðir 3ja - 20 tonna. Sílóin eru úr aluzink-plötum, (stál, aluminíum, zink) og algjörlega vatnsþétt. Einnig á boðstólum fóðurkerfi í gripahús, fóðurbland- arar og vigtunarbúnaður af ýmsum gerðum, sem og drykkjarnipplar og skálar fyrir flestar tegundir búfjár. Þá hef ég einnig á boðstólum allan vélbúnað til með- höndlunar á korni eftir slátt, svo sem þurrkara, valsara og snigilbúnað. Kynnið ykkur verð og greiðsluskilmála. Hannes Sigurðsson, Litlubæjarvör 1, 225 Bessastaðahreppur. Símar 565 4774 og 853 0496. u.þ.b. 25% greiðslumarkshafa í sauðfjárrækt væru leiguliðar. Hann taldi að gefa yrði þessum rúmlega þúsund bændum kost á að taka þátt í því uppkaupatilboði sem í samningnum felist. Jón Benediktson. Hann taldi að í samningnum fælist umfangsmikil kerfísbreyting. Honum þóttu hins vegar viðbrögð ýmissa þingfulltrúa hafa verið býsna hörð og margir þeirra hafa verið nokkuð glanna- legir í orðræðu, sérstaklega í fjöl- miðlum. Hann kvað stöðuna nú hins vegar vera þá að menn verði að hrökkva eða stökkva. Ýmis atriði sem snerta framkvæmd samn- ingsins liggja utan ramma hans, þ.e.a.s. framkvæmdaatriði í mark- aðs- og sölumálum. Hann lagði fram ályktun frá sameiginlegum fundi stjórna Félags sauðfjárbænda í S-Þingeyjarsýslu og Búnaðar- sambands S-Þingeyinga dags. 8. október 1995: „Fundurinn telur að samþykkja beri samning þennan og að vinda þurfi bráðan bug að gildistöku hans vegna alvarlegrar stöðu sauðfjár- framleiðslunnar, en telur það miður að varla sýnist ráðrúm til að vísa samningnum til almennrar atkvœðagreiðslu. Fundurinn vill þó taka fram að mikið veltur á því hvernig til tekst um framkvœmd hans og bendir meðal annars á að mikillar varúðar þarf að gœta við allar markaðs- aðgerðir innanlands, sbr. lið 6.1., ef raunhœfur árangur á að nást og má þar vísa til slœmrar reynslu affyrri aðgerðum afþessu tagi. “ Þá kvað hann tímann ekki ein- ungis vera of skamman til að fara út í almenna atkvæðagreiðslu, heldur liggur ekki heldur fyrir hvemig gera eigi kjörskrá fyrir hana. Því verður þingið sjálft að afgreiða þennan samning. Sigurgeir Hreinsson. Hann þakkaði samninganefndarmönnum BI fyrir mikla vinnu. Hann varaði við hversu hættulegt það myndi reynast ef setja ætti mikið af umframbirgðunum inn á innan- landsmarkaðinn með aðstoð rík- isins, því að slíkt myndi leiða af sér sundrungu á meðal kjötfram- leiðenda. Hann kvaðst ekki vera fyllilega sáttur við endurúthlut- unarreglumar sem fælu í sér mismunun á milli framleiðenda sem grundvallaðist ekki á tekjustigi þeirra. Hann kvað víst að meirihluti væri fyrir því á Búnaðarþingi að samþykkja samninginn, en menn greindi á um með hvaða hætti ætti að gera það. Hann taldi að með því að sniðganga kröfuna um almenna atkvæðagreiðslu á meðal bænda myndi slíkt magna upp þær óánægjuraddir sem uppi væru. Verst er að við eigum ekki ennþá til skýrar reglur um hvernig kjörskráin eigi að vera. Það var hans skoðun að á kjörskrá ættu að vera allir bændur sem væru félagar í Bændasam- tökum Islands. Ef þannig verður ekki, erum við ekki sjálfum okkur samkvæm því að annars yrðum við alveg eins að einskorða afgreiðslu Búnaðarþings á málinu hér við þá þingfulltrúa sem sjálfir væru sauð- fjárbændur. Jóhannes Ríkharðsson. Hann byrjaði á því að þakka samn- inganefndinni fyrir góð störf. Hann taldi samninginn vera vel ásættan- legan, því að lengra yrði ekki komist að svo stöddu. Hann taldi að þeir aðilar sem seldu greiðslumark yrðu að skuldbinda sig á sama tíma 11 '95- FREYR 447

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.