Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1995, Page 16

Freyr - 01.11.1995, Page 16
til þess að skila afurðum sínum inn í sláturhús. Hann vildi að mönnum yrði auðveldað umfram það sem gert er ráð fyrir í samningnum að fækka fé. Menn verða að fá einhverja umbun fyrir að fækka ánum. Hann taldi að flestir bændur í heimabyggð hans og víðar væru þeirrar skoðunar að Búnaðarþing ætti að afgreiða þennan samning endanlega sjálft vegna þeirrar tímapressu sem bændur væru nú komnir í. Þórólfur Sveinsson. Hann ræddi fyrst um endurúthlutun greiðslu- marks samkvæmt samningnum. Sú regla sem sett verður varðandi endurúthlutunina verður alltaf umdeilanleg. Hann útskýrði því næst nánar hvað fælist í endur- úthlutunarreglunni, sérstaklega hvað varðar endurúthlutun til bænda sem eru með blandað bú. Hann minntist því næst á fjárhagsramma samningsins og mótmælti því sem fram kom í máli Rögnvaldar Olafssonar að hluti af þeim greiðslum sem þar væri fjallað um kæmi ekki sauðfjárbændum sjálfum til góða. Hann minnti á það að ríkisvaldið hafi sett það sem fortakslaust skilyrði að öll aðstoð við að leysa vanda sauðfjárbænda væri bundin því að um væri að ræða lausn til frambúðar. Ríkið ljáði ekki máls á því að leysa birgðavandann fyrst og semja síðar um önnur atriði. Hann kvað þann samning sem hér lægi fyrir vera lokatilboð af ríkisins hálfu hvað fjárhagsramma hans áhrærði. Honum fannst Birkir Friðbertsson mála þennan samning óþarflega dökkum litum. Hann minnti á birgðasöfnunarákvæði gamla búvörusamningsins, við höfum verið að ýta skafli á undan okkur og nú er komið að skuldadögum samkvæmt honum. Hann velti því að lokum fyrir sér hvað myndi gerast ef bændur höfnuðu samningnum. Það fer ekki á milli mála að innan stjómar- flokkanna væm talsverðar deilur, bæði um fjármuni og aðferðir. Því taldi hann vonlaust að taka samn- ingana upp á ný og halda það að bændur gætu náð fram betri niður- stöðu. Hann mælti því með því að samningurinn yrði staðfestur, en gerði ekki tillögu um hvort farið yrði út í atkvæðagreiðslu á meðal bænda eða ekki. Bjarni Asgeirsson. Hann kvað samninginn vera bæði loðinn og óljósan. Hann kvaðst ekki mundu fara heim af Búnaðarþingi fyrr en hann hefði fengið skýringar á því hvemig eigi að framkvæma ýmis atriði hans. Hann var ósáttur við uppkaupalið samningsins því að í honum fælist að menn gætu verið að fá þar styrk til þess að hætta kindakjötsframleiðslu og færa sig yfir í aðra kjötframleiðslu og auka þannig enn á kjötfjallið. Hann taldi að stórherða þyrfti eftirlit með búfjárfjölda og að búfjártalning þyrfti að fara fram árlega. Varðamdi uppgjör afurða taldi hann engar líkur til þess að sláturleyfishafar myndu vinna betur saman á næstu árum heldur en hingað til. Ef við stöndum ekki betur saman á næstunni en við höfum gert þá springur þessi samningur. Krafan um frjálsa verðlagningu verður því eingöngu smásalanum í hag. Hann gerði ennfremur kröfu um meiri peninga til afsetningar birgða erlendis. í samninginn vantar fram- tíðarmarkmið um hvernig land- búnaður á Islandi verður á næstu árum og áratugum. Hann kvaðst alla tíð hafa verið á móti því að útflutningsbætur væru aflagðar, á sama tíma og bændum væri ætlað að keppa við niðurgreiddar vömr á erlendum mörkuðum. Að lokum lagði hann það til að samningurinn færi í almenna atkvæðagreiðslu á meðal greiðslumarkshafa í sauð- fjárrækt. Hörður Harðarson. Hann þakk- aði góðar ábendingar um það sem betur mætti fara í samningnum. Hann benti á að markmið samn- ingsins væri að styðja við sauð- fjárrækt fyrst og fremst. Hann fjallaði því næst um mismunandi hugmyndir manna um hverjir ættu að greiða atkvæði um samninginn. Menn verða að velta því fyrir sér þegar fjallað er um það hvemig ríkisvaldið ráðstafar 11 milljörðum króna, þá hlýtur það að hafa veruleg áhrif á stöðu annarra kjötgreina. Samningurinn hefur því veruleg áhrif á stöðu landbúnaðarins í heild, ekki hvað síst með hliðsjón af því hvernig þeim fjármunum sem ætlaðir eru til að losa um birgðastöðuna er varið. Innflutn- ingur er orðinn að veruleika og því fáum við ekki breytt. Við getum eingöngu lagað okkur að inn- flutningi með því áð breyta rekstrar- umhverfi landbúnaðarins hér þannig að það verði sem líkast því umhverfi sem landbúnaðurinn býr við í samkeppnislöndunum. Hann fjallaði því næst um hvernig stoðkerfi landbúnaðarins í sam- keppnislöndunum væri uppbyggt með hliðsjón af því kerfi sem við búum við hér á landi. Bændur í öðrum greinum en sauðfjár- og nautgriparækt hljóta því að gera þá kröfu til ríkisvaldsins að þeim verði búin svipuð rekstrarskilyrði og bændum í samkeppnislöndunum. Þegar ríkisvaldið er hins vegar búið að festa svo háar upphæðir til stuðnings hefðbundnu búgrein- unum, er eðlilegt að ekki sé mikið eftir til skiptanna til þess að ná þeim markmiðum. Því væri ekki óeðlilegt að bændur í þessum greinum litu til samstarfs við aðra hópa í þjóð- félaginu, sem með þeim vildu vinna að hagsmunamálum þeirra. Gunnar Sæmundsson. Hann vék fyrst að ræðu Harðar Harðar- sonar og taldi að í henni fælist talsverður hótunartónn. Hann minnti í þessu sambandi á skýrslu OECD um stuðning við landbúnað á Islandi. Hann vék því næst að góðæri síðustu tveggja ára og taldi að það hefði haft sitt að segja við að auka þann birgðavanda sem við nú ættum við að glíma. Hann saknaði úttektar á framkvæmd gamla sauð- fjársamningsins með tilliti til markmiða hans. Hann taldi að menn hefðu verið of fljótir á sér við að kætast yfir því að búið væri að binda beingreiðslumarkið næstu tvö árin, því að það kæmi glöggt fram í samningnum að ef neyslan minnkar þá lækka beingreiðslurnar. Hann taldi hins vegar uppkaupakafla samningsins vera nokkuð hag- stæðan bændum. Hann fjallaði því næst um birgðavandann og kvaðst hafa miklar áhyggjur af því ef allt að helmingur umframbirgðanna færi á innanlandsmarkað, eins og komið hefði fram hjá aðstoðarmanni land- búnaðarráðherra. Mikilvægt er að þær umframbrigðir sem settar verða 448 FREYR -11 '95

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.